Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.07.2014, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 03.07.2014, Blaðsíða 11
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 3. júlí 2014 11 ÁÆTLUN Ný áætlun frá og með 1.júli 2014. SBK · Grófin 2 – 4 · 230 Reykjanesbæ · Sími 420 6000 · Fax 420 6009 sbk@sbk.is · sbk.is Frá Keavík 06:45* 09:15* 10:30* 11:30* 13:00* 14:45 16:20 19:45 Laugardaga & sunnudaga (Helgidaga) Frá Keavík 12:00* 16:00 19:30 Frá Reykjavík 08:00 10:30 13:00 14:00 16:00 17:00 18:15 21:00 Saturdays & Sundays (Holidays) Frá Reykjavík 14:30 18:00 21:00 *Keyrt í miðbæ Reykjavíkur Keilir - Miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs útskrifaði 150 nemendur við hátíðlega athöfn í Andrews Theater á Ásbrú föstu- daginn 20. júní. Í útskriftarræðu sinni vék Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, að tengslum frelsis og ábyrgðar. Við útskrift hefðu nemendur öðlast til- tekið frelsi og það væri undir þeim komið hvernig þeir nýttu frelsi menntunarinnar. Þá þakkaði hann sérstaklega Hlíf Böðvarsdóttur sem hefur kennt frá upphafi við Há- skólabrú við miklar vinsældir og Kári Kárason, flugstjóri, var heiðr- aður sérstaklega fyrir að byggja upp Flugakademíu Keilis. Háskólabrú Keilis útskrifaði 71 nemanda úr fjórum deildum: Fé- lagsvísinda- og lagadeild; Hugvís- indadeild; Verk- og raunvísinda- deild; og Viðskipta- og hagfræði- deild. Soffía Waag deildarstjóri Háskólabrúar flutti ávarp. Dúx var Ágúst Þór Birnuson með 9,21 í meðaleinkunn, og hlaut hann að gjöf bók frá Íslandsbanka og spjaldtölvu frá Keili. Elva Björk Guðmundsdóttir flutti ræðu út- skriftarnema. 14 nemendur luku atvinnuflug- mannsprófi frá Flugakademíu Keilis. Tómas Beck, skólastjóri Flugakademíunnar flutti ávarp, Christine Birgitte Thisner fékk viðurkenningu fyrir námsárangur í atvinnuflugmannsnámi með 9,71 í meðaleinkunn og fékk hún bókagjafir frá Icelandair og Isavia. Magnús Þormar flutti ræðu út- skriftarnema fyrir hönd Flugaka- demíu Keilis. 47 nemendur útskrifuðust frá Íþróttaakademíu Keilis, 37 einka- þjálfarar og 10 styrktarþjálfarar. Arnar Hafsteinsson, forstöðu- maður Íþróttaakademíu Keilis f lutti ávarp, Sigríður Bjarney Guðnadóttir fékk viðurkenningu fyrir bestan námsárangur í ÍAK einkaþjálfun með 9,62 í meðalein- kunn og Arna Hjartardóttir í ÍAK styrktarþjálfun með 8,98 í meðal- einkunn. Fengu þær íþróttaskó frá Sporthúsinu í Reykjanesbæ. Inga Rún Guðjónsdóttir flutti ræðu út- skriftarnema fyrir hönd Íþrótta- akademíu Keilis. Fyrsti hópur leiðsögumanna í ævin- týraferðamennsku brautskráðist á vegum Keilis og Thompson Ri- vers University í Kanada. Er þetta jafnframt í fyrsta skipti sem Keilir brautskráir nemendur á vegum er- lends háskóla. Við athöfnina fengu 13 nemendur staðfestingu á að hafa lokið átta mánaða háskólanámi í ævintýraferðamennsku (Advent- ure Sport Certificate). Ragnar Þór Þrastarson, verkefnastjóri náms- brautarinnar flutti ávarp. Ástvaldur Helgi Gylfason fékk viðurkenn- ingu fyrir bestan námsárangur með 8,87 í meðaleinkunn og fékk hann bakpoka frá GG sjósport. Þá fékk Erlingur Geirsson viðurkenn- ingu fyrir góðar framfarir í námi og fékk hann útivistarjakka frá Útilíf. Ræðu útskriftarnema fyrir hönd ævintýraleiðsögunáms flutti Orri Sigurjónsson. Þá fór fram brautskráning kandíd- ata í tæknifræðinámi Keilis, sem heyrir undir Verkfræði- og nátt- úruvísindasvið Háskóla Íslands. Þetta er í þriðja skipti sem Háskóli Íslands útskrifar nemendur með BSc-gráðu í tæknifræði og braut- skráðust í ár fimm nemendur af tveimur brautum, orku- og um- hverfistæknifræði og mekatróník hátæknifræði. Helgi Þorbergsson, starfandi deildarforseti Rafmagns- og tölu- verkfræðideildar Háskóla Íslands og Sverrir Guðmundsson forstöðu- maður tæknifræðinámsins afhentu prófskírteini. Önundur Jónasson, formaður Tæknifræðingafélags Ís- lands flutti ávarp og veitti Sigurði Erni Hreindal viðurkenningu fyrir áhugavert og vel unnið verkefni um hönnun á nýrri nálavindivél í netagerð. Sigurgestur Guðlaugsson verkefnastjóri Kadeco - Þróunar- félags Keflavíkurflugvallar, veitti Karl Inga Guðnasyni viðurkenn- ingu fyrir bestan námsárangur, en hann var með 8,74 í meðaleinkunn. Þá fékk Karl Ingi Eyjólfsson viður- kenningur frá Heklunni - Atvinnu- þróunarfélagi Suðurnesja fyrir framúrskarandi vinnu og frágang á lokaverkefni. Þakklætisgjöf fyrir góð störf í þágu skólans hlaut Karl Guðni Garðarsson. Nærri tvö þúsund einstaklingar hafa útskrifast frá stofnun Keilis árið 2007 og hefur mikill fjöldi um- sókna borist um nám fyrir haustið 2014. Mesta aukningin er í Flug- akademíu Keilis þar sem ríflega helmingi fleiri umsóknir eru um flugnám en á sama tíma í fyrra, en það var einnig metár hjá Flugaka- demíunni. Þá hafa einnig borist fjöldi umsókna í leiðsögunám í ævintýraferðamennsku og einka- þjálfaranám Íþróttaakademíu Keilis. Sem fyrr eru flestir um- sækjendur um nám í Háskólabrú Keilis, en að jafnaði stunda um tvö hundruð einstaklingar staðnám og fjarnám í Háskólabrú á ári hverju, auk þess sem boðið hefur verið upp á námið á Akureyri í samstarfi við SÍMEY undanfarin þrjú ár. Enn er hægt að sækja um nám í flest- um deildum Keilis og er hægt að nálgast nánari upplýsingar á www. keilir.net. -fréttir pósturu vf@vf.is 150 nemendur útskrifast frá Keili Útskriftarhópur Keilis 2014 (Háskólabrú, Íþróttaakademía, Flugakademía). Atvinnuflugmenn Flugakademíu Keilis 2014. Útskriftarhópur Keilis 2014 (Tæknifræði og Leiðsögunám í ævintýraferðamennsku). Útskrifaðir nemendur af Háskólabrú Keilis fagna.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.