Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.07.2014, Side 12

Víkurfréttir - 03.07.2014, Side 12
fimmtudagurinn 3. júlí 2014 • VÍKURFRÉTTIR12 TIL LEIGU 65 og 110 m2 bílskúrar til leigu miðsvæðis í Keflavík Til leigu 2 bílskúrar á Vatns- nesvegi 5, 230 Keflavík. Góð lofthæð, rafmagnshurð og þægileg aðkoma. Verð 65.000 og 95.000 Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir í s. 661 7000 ÓSKAST Íbúð óskast 3 ja manna fjölskylda óskar eftir 2ja til 3ja herbergja íbúð til leigu fra 1. águst. Upp- lýsingar i sima 777 5304. Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ sími 421 7979 www.bilarogpartar.is - smáauglýsingar Forvarnir með næringu STAPAFELL Hafnargötu 50, Keflavík NÝTT Opið alla daga fram á kvöld HM tilboð Tvær stórar pizzur (40cm) með þremur áleggstegundum GRILL KEBAB Keflavík / Hringbraut 92 / Sími 534 6239 Verð 3000 kr. Opnunartímar: Mán-fös: 11-21 / Lau: 12-21 / Sun: 13-20 GRILL KEBAB Keflavík Lítil tortilla Verð 600 kr. Þegar umbúðirnar verða dýrari en innihaldið ■u Það er synd ein að segja að gærdagurinn hafi ekki verið sólríkur þó heldur hafi skyggt á sólina í dag, laugardaginn 28. júní 2014. Ég hafði leikið mér að því aðeins fyrr að setja kassa aftan á reiðhjólið mitt, safnaði síðan saman og flokkaði alls kyns drasl í svarta vanalega ruslapoka, þessa sem seldir eru víða, í Byko, Bónus, Netto, og voru einu sinn settir í rusla- tunnurnar, til að halda þeim hreinum, hér um árið. Svo setti ég lopahúfu á hausinn og lopavettlinga á hendurnar, í steikjandi hita og lagði af stað með feng minn til Kölku en þar átti að henda honum, þessum eina poka mínum. Þarna hafði mér tekist að prjóna saman ágætis hreyfingu og ágætan tilgang með henni. En áður en lengra er haldið kemur hér smá innskot um gjaldtöku á úr- gangi frá heimilum. Hef alla vega síðasta árið séð um- mæli þar sem gjaldtaka af þessum almenna heimilisúrgangi, hafi verið og ekki verið gjaldskyld allt eftir því hvað væri á ferðinni: Gras, mat- væli, sófasett, timbur og svo fram- vegis. Dálítið ruglingslegt að átta sig á þessu nema að vera nettengdur í það minnsta. Mörgum hefur fundist, þar á meðal mér, verðlagning á því sem gjaldskylt er, of há og ekki alls fyrir löngu komu tilmæli til Kölku, ef ég man rétt, frá Reykjanesbæ að íhuga að fella niður þessa gjaldtöku. Á það ber að líta að hvert okkar sem borgar fasteignagjöld, borgar fyrir förgun á úrgangi, þannig að gjald- taka er í gangi þó hún sé ekki hjá sorpeyðingarstöðvunum líka. Víða má og mátti sjá eftir að gjaldtaka byrjaði, sófasett og rúmdýnur út um alla móa, að fólk væri að losa sig við þetta á ódýran en ósköp leiðinlegan hátt. En gjaldtakan hélt áfram að vera rífleg á hverju sófasetti og setti þá tekjuminni í vanda. En aftur til sögunnar til mannsins með einn ruslapoka í kassanum fyrir aftan sig á reiðhjólinu. Áður en þessar ferðir mínar hófust, fyrir stuttu, hafði ég margoft komið í Kölku og átt ágætis samskipti við starfsmenn þar og þeir sýnt mér vin- semd og virðingu á alla kanta. Einhverju áður hafði ég spurt starfs- mann hvernig þetta væri með Kölku, hvenær yrði gjaldtöku hætt. Starfs- maðurinn sagði að eitthvað væri búið að lækka verðið á því að henda sófasetti og því um líku. Þá spurði ég hvernig þetta væri ef ég kæmi með poka á stangli á hjólinu mínu, þyrfti ég að hafa veskið uppi og á mér í hvert skipti? Starfsmaðurinn gaf mér það svar að 3 ruslapokar á dag væru gjaldlausir. „Jæja,“ hugs- aði ég með sjálfum mér, „þetta er í áttina og ég bara í góðum málum.“ Hér má taka fram að timbur hafði ég sagað í nokkra poka, þannig að lengd spýtnanna var ca 60 cm (svo hægt væri að binda fyrir) og magn þetta 25 stk mest í hvern poka og þyngd þá ca 10 kg, svo uppsóp og sandur í öðrum pokum og járn í enn öðrum pokum o.s.frv. Í gær kom ég svo upp í Kölku með einn poka með timbri, og starfs- maður sem talaði íslensku með er- lendum hreim kom til mín og spurði hvort ég væri að henda timbri. Ég svaraði honum að ég væri að því og hann stóð yfir mér á meðan það gekk yfir og fór síðan. Í dag setti ég aftur poka á hjólið og hjólaði upp í Kölku og þar var þessi sami starfs- maður en nú var ég stoppaður eins og á landamærum og sagt að ég yrði að borga fullt gjald. Í þessari ferð var ég á peysunni, ekki í úlpunni vegna hita og þar með veskislaus, auk þess vissi ég ekki til þess að ég ætti að borga nokkrum neitt. Ég fór með honum í skúrinn og þar sýndi hann mér það svart á hvítu að það kostaði 875,- krónur að henda timbri, frá einni spýtu upp að 0,25 úr rúm- metra. Miðað við þessa formúlu, í stykkjavís úr einum poka, 25 x 875,- krónur eða kr. 21.875,- ef þannig horfði, innihald úr einum ruslapoka á mögulega hæsta verði. Mér fannst þetta brjálæði og gæti ekki staðist. Við þráttuðum fram og til baka og ég bað um afrit af gjaldskrá sem hann hafnaði mér um og vísaði á netið og þá bað ég um nafn hans eða númer svo ég gæti útskýrt fyrir réttum að- ilum á hverju steytti en hann neitaði að gefa mér þær upplýsingar líka. Fyrir þá sem ekki vita þykir það sjálfsögð réttindi fólks að fá að vita hverjir eru til svara innan fyrirtækis og nafn hvers starfsmanns ef þurfa þykir. Við förum í matvöruverslanir og hjá flestum þeirra kemur fram á kvittuninni hver hafi afgreitt hverju sinni. En þessum viðskiptum mínum við Kölku lauk þannig að ég hundsk- aðist með pokann aftur til baka á hjólinu og upplifði þetta atvik eins og ég hefði verið narraður með mis- vísandi skilaboðum og horft síðan á þvergirðingshátt bæði frá minni hlið og þessum starfsmanni Kölku við að reyna að leysa málið. Þetta úrræði til lausnar var auðvitað lélegast af þeim öllum mögulegum og betra ef mér hefði verið boðið að skilja pokann eftir, eða koma með veskið næst, eða að tala við aðra sem betur vissu á virkum degi. En svona lauk þessu. Já, þvergirðingsháttur heitir það. Eftir á að hyggja mætti alveg koma fram í gjaldskránni hjá Kölku hvað einn svartur ruslapoki tekur í rúmmetramælingu hjá fyrir- tækinu og hvort 2 pokar séu þá 0.25 m3 eða 0.50 m3 svo verðið sé á hreinu hjá okkur sem erum á reið- hjólunum. Konráð K. Björgólfsson -aðsent pósturu vf@vf.is Barnavernd Reykjanesbæjar telur mikilvægt að unnið sé í samræmi við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna við vinnslu barnaverndar- mála, en þar er lögð rík áhersla á að börn eigi rétt á að alast upp í friði, öryggi og við góðar uppeldisaðstæður ásamt verndar gegn ofbeldi og/ eða vanrækslu. Auk þess að aðstoða börn við að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og að tekið sé tillit til skoðana þeirra í samræmi við aldur þeirra og þroska. Barnavernd Reykjanesbæjar leggur því áherslu á að vinna að því að bæta aðstæður barna sem búa við óviðeig- andi uppeldisaðstæður með því að veita foreldrum og börnum þeirra stuðning í samræmi við þarfir þeirra hverju sinni. Barnavernd leggur ennfremur áherslu á að aðstoða börn, sem verða fyrir ofbeldi eða sýna af sér áhættuhegðun, og fjölskyldur þeirra. Barnavernd leggur áherslu á samstarf og þátttöku foreldra og barna við vinnslu barnaverndarmála því þannig þjónum við best fjölskyldum sem þarfnast aðstoðar eða að- komu barnaverndar. Vinnulag barnaverndar Barnavernd tekur við barna- verndartilkynningum frá mis- munandi aðilum eins og for- eldrum, ættingjum nágrönnum, skóla/leikskóla, lögreglu og fleiri aðilum. Þegar tilkynning berst þá er hún lögð fyrir fund hjá barna- vernd þar sem tekin er afstaða til þess hvort hefja eigi könnun máls eða ekki. Ef mál eru könnuð þá eru foreldrar boðaðir í viðtal til starfs- manna barnaverndar þar sem gerð er áætlun um könnun máls og inn í þeirri áætlun er til að mynda að ræða við börnin, fá upplýsingar úr skóla/leikskóla og að fara á heimili barns. Markmið með áætlun um könnun máls er að leggja grunn að samstarfi við könnun og vinnslu málsins. Að lokinni könnun er gerð greinargerð í málinu og afstaða er tekin á fundi hvort að loka eigi málinu eða veita stuðning á vegum barnaverndar. Á árinu 2013 bárust 640 tilkynn- ingar til barnaverndar þar sem til- kynnt var um 345 börn og tvær til- kynningar bárust vegna þungaðra kvenna. Ákveðið var að hefja ekki könnun hjá 59 börnum og þung- aðra kvenna en í málum þar sem ekki er hafin könnun er foreldrum sent bréf til að láta þau vita að til- kynning hafi borist. Á árinu 2013 unnu starfsmenn barnaverndar í barnaverndar- málum 387 barna þar sem veittur var margvíslegur stuðningur. Lögð er áhersla á að veita þjónustu í nærumhverfi barns og má þar nefna stuðningsfjölskyldu, ráð- gjöf og stuðning inn á heimili, persónulegan ráðgjafa fyrir barn, Baklandið sem er eftirskólaúrræði fyrir börn sem eiga við félagslegan vanda, sálfræðiviðtöl fyrir foreldra/ börn og fjárhagsstuðning til að greiða ýmsan kostnað sem tengist börnum. Starfsmenn barnaverndar gera áætlun um meðferð máls með foreldrum þar sem mark- mið með áætluninni kemur fram ásamt þeim stuðningsúrræðum sem þykja best til þess fallin að ná fram breytingum á aðstæðum fjöl- skyldunnar. Áætlunin er tímasett og staðan er metin í lokin og af- staða tekin til þess hvort að þörf sé á að gera nýja áætlun eða að málinu verði lokað. Starfsmenn barnaverndar Reykja- nesbæjar leggja áherslu á að ræða við börn við vinnslu barnaverndar- mála því þeir líta svo á að það séu sjálfsögð mannréttindi að leitað sé efir sjónarmiðum barna þegar verið er að fjalla um líf þeirra og að- stæður. Auk þess þarf að sjá til þess að þátttaka þeirra við ákvörðunar- töku í máli þeirra sé tryggð. Það er vandasamt að ræða við börn þar sem ekki er hægt að ræða við þau á sama hátt og þegar fullorðnir eiga í hlut. Starfsmenn barnaverndar Reykjanesbæjar ákváðu því að út- búa vistlegt herbergi fyrir börn. Þau börn sem hafa komið í viðtals- herbergið eru almennt ánægð með það og það hefur gefist vel að vinna þar með börnin. Almennt eru barnaverndarmál unnin í samvinnu við foreldra og börn en þegar ekki næst samvinna við foreldra, eða börn sem náð hafa 15 ára aldri, eru málin lögð fyrir barnaverndarnefnd Reykja- nesbæjar. Barnvernd Reykjanes- bæjar vill þakka þeim fjölmörgu foreldrum og börnum sem hafa notið þjónustu barnverndar fyrir gott samstarf. Það er ávallt gefandi að sjá þau fjölmörgu börn, sem barnavernd hefur komið að, vaxa og dafna í samfélaginu okkar. María Gunnarsdóttir Forstöðumaður barnverndar Þórdís Elín Kristinsdóttir Félagsráðgjafi barna- verndar Reykjanesbæjar Barnavernd Reykjanesbæjar

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.