Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.07.2014, Side 13

Víkurfréttir - 03.07.2014, Side 13
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 3. júlí 2014 13 Menntunar- og hæfniskröfur: • Hjúkrunarfræðingur með reynslu af hjúkrun • Frumkvæði og metnaður í starfi • Sveigjanleiki og sjálfstæð vinnubrögð • Jákvætt viðmót og góðir samskiptahæfileikar Allar nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á www.hrafnista.is Hjúkrunarfræðingar óskast Getum bætt við nokkrum hjúkrunarfræðingum í okkar frábæra hóp á Hrafnistu Hlévangi. Starfshlutfall er samkomulag. HRAFNISTA HlévAngur umsóknir berist til Sveindísar Skúladóttur deildarstjóra á Hrafnistu Hlévangi. Sími: 664 9589, netfang: sveindis.skuldadottir@hrafnista.is HRAFNISTA Reykjavík I Kópavogur I Reykjanesbær ■■ Öflugt ungmennaráð í Reykjanesbæ: Engin hugmynd er slæm Ungmennaráð Reykjanesbæjar var stofnað í nóvember árið 2011 og fundaði í fyrsta sinn með bæjarstórn ári síðar. Ráðið skipa 20 fulltrúar (með aðal- og varamönnum) frá grunnskólum bæjarins, auk fulltrúa frá tómstundaráði, íþróttaráði, Fjörheimaráði, NFS, Féló, Tón- listarskóla Reykjanesbæjar, auk fulltrúa frá Björgunarsveitinni Suður- nes, kirkjunni og skátunum. Olga Björt hitti fulltrúana Özru Crnac og Brynju Ýr Júlíusdóttur í Ungmennagarðinum, einum af hugmyndum ráðsins, og spurði þær spjörunum úr. Litríkari strætisvagnar „Við hittumst alltaf ráðið og hendum hugmyndum á milli, rök- ræðum hvað væri sniðugt að gera og hvað ekki. Svo mætum við með hugmyndirnar á bæjarstjórnar- fundi einu sinni á önn. Bæjar- stjórnin fær svo tíma til að hugsa málið og svo kemur í ljós hvort hún er reiðubúin að styðja okkur eða ekki,“ segir Azra. Vel hafi verið tekið í hugmyndirnar hjá bæjar- stjórn og Ungmennaráðið sé þakk- lát samstarfinu við hana. Spurðar um hvort kappkostað hafi verið að hafa hugmyndirnar ekki of dýrar játar Azra því en þó hafi komið hugmyndir sem séu í dýrari kant- inum. „Til dæmis að hafa strætis- vagnana litríkari, eins og bleika eða græna. En við reynum að hafa kostnaðinn innan skynsamlegra marka. Engin hugmynd er slæm.“ Hugmyndin með strætisvagnana segir Azra að einhverjir í bæjar- stjórn hafi viðurkennt að hafa ekki spáð mikið í, enda taki þeir ekki strætó sjálfir. Vilja hafa áhrif á bæinn sinn Í Ungmennaráðinu eru, eins og áður hefur komið fram, einstakl- ingar sem koma víða frá en hafa það að markmiði að hafa áhrif á bæinn sinn. „Þetta er áhrifa- ríkt fólk sem vill gera gott í sínu bæjarfélagi. Við höfum t.d. fengið hvatagreiðslurnar til baka vegna íþróttanna og í vinnslu er að hafa sameiginlegan íþrótta- og fjöl- skyldudag fyrir skólana og að mála ruslatunnurnar í bænum í áberandi litum svo að einhverjir vilji henda rusli í þær. Svo viljum við betri lýsingu á göngustígana í bænum því á dimmum og köldum vetrar- kvöldum viljum við geta labbað örugg á milli húsa og hverfa til vina okkar,“ segir Azra. Brynja Ýr bætir við að einnig hafi Ungmennaráðið látið breyta strætókerfinu og fjölga trjám vegna þess að þau vanti víða. „Það átti líka að hætta við Götu- leikhúsið en við hömruðum á því að því skyldi haldið áfram. Ég er t.d. þar í sumar og það skiptir miklu máli fyrir krakka sem langar að verða leikarar,“ segir Brynja Ýr. Góð og þroskandi reynsla Þær stöllur segja að það að starfa í Ungmennaráði veiti mikinn þroska, þjálfun í að mynda sér skoðanir, ræða þær og koma þeim á framfæri. „Það er mikilvægt fyrir okkur unga fólkið á uppreisnar- aldrinum í stað þess að þegja bara heima. Þetta er einnig mjög góð reynsla,“ segir Azra. Brynja Ýr tekur undir það og bætir við að það skipti miklu máli fyrir unglinga að hafa áhrif á bæjarfélagið. „Það er líka mikilvægt að finna að það sem við höfum að segja skiptir máli,“ segir Brynja Ýr að lokum. Ískalt Mountain Dew er seint toppað ■uKeflvíkingurinn Andri Þór Unnarson er 17 ára gamall og er fyrstur í Sumarspjalli Víkurfrétta. Hann segist alltaf hafa það notalegt á Flúðum en hann hefur mjög gaman að því að fara í úti- legu. Hann mun vinna á bílaleigu og ætlar einnig að spila fótbolta í sumar. Hvernig leggst sumarið í þig? Alveg ljómandi vel. Hvar verður þú að vinna í sumar? Á bílaleigunni Dollar Thrifty. Hvernig á að verja sumarfrí- inu? Spila fótbolta, vinna og gera einhvað skemmtilegt með vin- unum. Ætlar þú að ferðast í sumar, og hvert þá? Það er ekkert planað en ef ég hef tíma þá skelli ég mér í útilegu með félögunum. Eftirlætis staður á Íslandi? Alltaf notalegt á Flúðum. Hvað einkennir íslenskt sumar? Dagsbirta 24/7 Áhugamál þín? Fótbolti, snjóbretti, ferðast, vin- irnir og margt fleira. Einhver sem þú stundar aðeins á sumrin? Fótboltinn er í uppáhaldi og hef stundað síðan ég var þriggja ára gamall. Hvað ætlar þú að gera um Verslunarmannahelgina? Mögulega fara í útlegu úti á landi. Hvað fær þig til þess komast í sumarfíling? Hlusta á góða tónlist og henda í potta partý með vinunum. Hvað er sumarsmellurinn í ár að þínu mati? Stolen Dance, en það kemur svo margvt til greina. Hvað er það besta við íslenskt sumar? Frí í skólanum og ferðast. En versta? Birtan þegar maður ætlar að fara að sofa. Uppáhalds grillmatur? Ekkert betra en nautalundir grillaðar af Unnari bróðir mín- um. Sumardrykkurinn? Ískalt Mountain Dew er seint toppað. -viðtal pósturu vf@vf.is

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.