Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.07.2014, Qupperneq 14

Víkurfréttir - 03.07.2014, Qupperneq 14
fimmtudagurinn 3. júlí 2014 • VÍKURFRÉTTIR14 Sverri boðið að þjálfa á Spáni Sverri Þór Sverrissyni þjálfara Grindvíkinga í körfubolta, var á dögunum boðið í æfinga- búðir hjá Europe Basketball Aca- demy, í Girona á Spáni. Sverrir stjórnaði þar æfingum en gesta- þjálfarar eru gjarnan fengnir til þess að heimsækja búðirnar. Sverrir mun vera fyrsti íslenski þjálfarinn sem er þess heiðurs að- njótandi. Um er að ræða sérstakar körfu- boltabúðir sem eru fyrst og fremst hugsaðar sem sýningagluggi fyrir leikmenn sem vilja komast á samn- ing hjá liðum í Evrópu. Sverrir segir reynsluna hafa verið góða en hann dvaldi á Spáni í fjóra daga við stífar æfingar frá morgni til kvölds. Hann segist hafa lært töluvert af reyndum þjálfurum á Spáni. „Þetta var frá- bær reynsla og maður lærir alltaf eitthvað nýtt í nýjum aðstæðum,“ segir Sverrir. Hann segir að margir frambærilegir leikmenn hafi verið í búðunum en flestir séu þeir Banda- ríkjamenn sem vilja komast að hjá liðum í Evrópu. Leikmenn borga fyrir að dvelja í æfingabúðunum en þjálfarar og umboðsmenn koma svo og fylgjast með þeim. Meðal þeirra sem Sverrir hitti fyrir var fyrrum leikmaður Houston Roc- kets, Zan Tabak en Króatinn stæði- legi hefur starfað um skeið sem þjálfari á Spáni. -íþróttir pósturu eythor@vf.is Grindvíkingar og Keflvíkingar eigast við í 1. deild kvenna í fótbolta á morgun, föstudag, klukkan 19:15 á Grindavíkurvelli. Grind- víkingar eru fyrir leikinn í þriðja sæti deildarinnar en Keflvíkingar eru á botninum. Um er að ræða nágrannaslag af bestu gerð en búist er við hörkuleik. Margrét Albertsdóttir framherji Grindvíkinga hefur verið á skots- kónum það sem af er sumri. Hún býst við hörkuleik enda er ágætis rígur á milli Suðurnesjaliðanna. „Það er aldrei öruggur sigur þegar um nágrannaslag er að ræða. Það er ekki hægt að taka því sem gefnu þó svo að þær séu neðar í töflunni en við. Það er allt gefið í þetta hjá báðum liðum en svo eru allir vinir eftir leik,“ segir Margrét létt í bragði. Grindvíkingar voru nálægt því að komast upp í úrvals- deild í fyrra en töpuðu í umspili fyri sterki liði Fylkis. „Markmiðið er að fara upp um deild hjá okkur, við erum með nógu sterkt lið að mínu mati,“ segir Margrét en einu leikirnir hjá Grindvíkingum sem ekki hafa gengið upp í sumar komu í upphafi tímabils þegar liðið var ekki fullskipað. Myndin hér að ofan er ein af skemmtilegum auglýsingum sem Grindvíkingar hafa verið að út- búa að undanförnu en þær hafa vakið nokkra athygli. „Maður finnur fyrir því að fólk er spennt fyrir næstu auglýsingum hjá okkur og það ýtir undir stemninguna hjá okkur.“ Margrét sem er 25 ára hefur skorað sex mörk í sumar en hún er að jafna sig eftir meiðsli frá því í vetur. Hún skoraði 19 mörk í fyrra og segist óðum vera að finna fyrra form. Stöngin út hjá Keflvíkingum Anna Rún Jóhannsdóttir fyrir- liði Keflvíkinga telur að það verði boðið upp á spennandi leik í Grindavík. „Það eru alltaf hörku- leikir í Grindavík, ég held að þetta geti dottið báðum meginn.“ Kefl- víkingar eru á botninum með eitt stig eftir sjö leiki og eru skiljan- lega ósáttar með það. „Þetta hefur verið meira stöngin út hjá okkur í sumar. Það er bara spurning um hvenær þetta smellur saman hjá okkur. Við verðum bara að vera þolinmóðar,“ segir fyrirliðinn. Hún er ein af reynsluboltunum í liðinu sem er mjög ungt. Stærstur hluti liðsins er ennþá að spila í 2. flokki. Anna segir margar efnilegar stelpur vera í liðinu en hún er þó á því að reynsluleysið sé að há liðinu. „Ungu stelpurnar þekkja nánast ekkert annað en að tapa þegar þær spila með meistaraflokk, sem er alveg ótrúlega leiðinlegt. Þær þurfa að fara að finna það hvernig er að sigra og þá förum við að fá trú á því að við getum þetta. Það skortir kannski trú og sigurhefð,“ segir Anna. Allir vinir eftir leik - Grindvíkingar fá Keflvíkinga í heimsókn í 1. deild kvenna Heiðrún Sjöfn og Ingibjörg Yrsa bItast um boltann. Fullur stuðningur við þjálfara Njarðvíkur - Ætlum ekki að spila í 3. deild segir formaður knattspyrnudeildar ■uNjarðvíkingar hafa aðeins nælt sér í eitt stig það sem af er keppnis- tímabilinu í 2. deildinni í fótbolta. Liðið er á botni deildarinnar eftir átta leiki og útlitið er óneitanlega orðið nokkuð svart. Liðið er skipað ungum leikmönnum og óreyndum þjálfurum. Arngrímur Guð- mundsson for- m a ð u r k n a t t - s p y r n u d e i l d a r Njarðvíkur segir að fullur stuðn- ingur sé við þjálf- ara liðsins, Guð- mund Steinarsson. „Það er ekkert í myndinni hjá okkur að fara í þjálfaraskipti. Við erum með ungt lið og erum að vinna í því að byggja það upp. Það tekur tíma en við vissum að þetta yrði erfitt þegar við lögðum af stað í vor. Þjálfararnir Guðmundur og aðstoðarþjálfarinn Ómar Jóhanns- son eru að stíga sín fyrstu skref í þjálfun.“ Arngrímur telur að reynsluleysi þjálfaranna spili ekki inn í slæmt gengi. „Ég hef fulla trú á mínum þjálfurum. Þeir hafa verið að vinna mjög gott starf hjá okkur.“ Njarðvíkingar eru í samvinnu við Keflvíkinga en ungir leikmenn úrvalsdeildarliðsins leika margir hverjir með Njarðvíkingunum „Stór hluti af liðinu eru leikmenn sem enn leika með 2. flokki og það er mikið stökk fyrir þá að fara upp í meistaraflokk, þó að við séum að tala um 2. deildina. Þetta eru mjög efnilegir strákar sem eiga framtíð- ina fyrir sér. Við ætlum okkur ekk- ert að spila í 3. deild, það er ekkert á borðinu. Við gerum það sem við getum til þess að tryggja okkar sæti í deildinni,“ segir Arngrímur. Hefur verið rætt um að fá reynslu- meiri menn til liðsins? „Alltaf þegar illa gengur þá fara menn að hugsa út fyrir boxið. Það er þó ekkert sem búið er að taka ákvörðun um. Það má heldur ekki gleyma því að horfa á heildar- myndina. Við erum með þá sýn að í framtíðinni þá verði Njarðvíkur- liðið byggt upp á strákum héðan af svæðinu, menn hætti þessum hlaupum út um borg og bý að sækja leikmenn sem kosta félögin stórfé. Við komum til með að skoða það í félagsskiptaglugganum hvort við munum styrkja hópinn, en það hefur ekki verið tekin ákvörðun um það. En hvar eru reynsluboltarnir í Njarðvík? „Það varð mikið kynslóðabil á tímabili. Það komu upp fámennir yngri flokkar hjá okkur og aðrir höfðu spilað sinn tíma fyrir klúbb- inn. Það verður bara að sýna þessu uppbyggingarstarfi þolinmæli. Hér á svæðinu er takmarkað aðgengi að fjármagni til rekstursins og því verðum við að reyna að gera það besta úr því sem við höfum,“ sagði formaðurinn að lokum. Stórsigur Grindvíkinga ■uGrindvíkingar unnu sann- færandi 5-0 sigur á BÍ/Bolungar- vík þegar liðin mættust í 1. deild kvenna í Grindavík á sunnudag. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik og því óhætt að segja að sigurinn hafi verið í höfn þegar leikurinn var hálfnaður. Grindavíkur- stúlkur skiptu mörkunum jafnt á milli sín en markaskorarar voru eftirfarandi: Ingibjörg Yrsa Ell- ertsdóttir, Helga Guðrún Krist- insdóttir, Margrét Albertsdóttir 2, Sara Hrund Helgadóttir. Með sigrinum komu Grind- víkingar sér í 3. sæti A-riðils 1. deildar, en þar eru þær með 12 stig eftir sex leiki. Grindavíkurstúlkur unnu einn- ig öruggan 4-0 sigur á Tindastól þegar liðin mættust í Grindavík á laugardeginum. Með sigrinum komu Grindvíkingar sér í fjórða sæti 1. deildar en liðið hefur aðeins leikið fimm leiki á meðan topp- liðið hefur leikið sjö. Það er óhætt að segja að Grindvík- ingar hafi gert út um leikinn í fyrri hálfleik, en að honum loknum var staðan 3-0. Þær Margrét Alberts- dóttir og Sara Hrund Helgadóttir skoruðu en eitt markanna var sjálfsmark. Margrét bætti svo sínu öðru marki við undir lok leiks til þess að gulltryggja Grindavíkur- sigur. Keflvíkingar töpuðu á heimavelli ■uKeflvíkingar máttu sætta sig við 1-2 ósigur á heimavelli sínum gegn BÍ/Bolungarvík en liðin léku einnig í 1. deild kvenna um helgina. Staðan var jöfn, 1-1 í hálfleik en Marín Rún Guðmundsdóttir skoraði mark Keflvíkinga í leiknum. Gestirnir skoruðu svo sigurmarkið rúmum tíu mínútum fyrir leikslok. Enn bíða Njarðvíkingar eftir sigri Reynismenn lágu heima ■uNjarðvíkingum tókst ekki að innbyrða sinn fyrsta sigur í 2. deild karla í knattspyrnu þegar liðið sótti Aftureldingu heim um helgina. Njarðvíkingar töpuðu 1-3 en liðið hefur aðeins eitt stig eftir átta leiki. Njarðvíkingar náðu forystunni eftir tíu mínútna leik en þar var á ferðinni Björn Axel Guðjónsson. Heimamenn svöruðu með tveimur mörkum áður en fyrri hálfleik lauk. Þriðja mark Aftureldingar kom svo um miðjan síðari hálfleik. Reynismenn fengu svo ÍR í heim- sókn í Sandgerði en þar höfðu gestirnir öruggan 0-3 sigur. Tvö marka ÍR-inga komu undir lok leiksins. Sandgerðingar hafa fimm stig það sem af er sumri og sitja í tíunda sæti 2. deildar. www.vf.is 83% LESTUR +

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.