Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.07.2014, Qupperneq 15

Víkurfréttir - 03.07.2014, Qupperneq 15
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 3. júlí 2014 15 Kylfingurinn Karen Guðna-dóttir úr Golfklúbbi Suður- nesja náði frábærum árangri á Íslandsmótinu í holukeppni, Securitas-mótinu, sem fram fór á Hvaleyrarvelli í Hafnafirði. Kar- en endaði í öðru sæti en hún tap- aði í úrslitaleiknum gegn Tinnu Jóhannsdóttur sem er úr Keili og var á heimavelli. Karen lék gegn systur sinni, Heiðu Guðnadóttur, í undanúrslitum keppninnar en Heiða keppir fyrir Golfklúbbinn Kjöl í Mosfellsbæ. Heiða lék síðan um þriðja sætið á mótinu og þar hafði Guðrún Brá Björgvinsdóttir betur en hún er einnig úr Keili. Karen lék gegn Sunnu Víðisdóttur úr GR sem er Íslandsmeistari í höggleik kvenna. Karen lék þrjá leiki í riðlakeppninni og vann hún þá alla og tryggði sér þar með efsta sætið í sínum riðli. Heiða vann einnig allar viður- eignir sínar í riðlakeppninni – en í hennar riðli voru þrír keppendur en ekki fjórir eins og í hinum sjö riðlum mótsins. Í þessum riðli var atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni Akranesi og kom Heiða flestum á óvart með því að sigra á fyrstu holu í bráðabana en þær voru jafnar eftir 18 holur. Karen varð önnur á Íslands- mótinu í holukeppni - sigraði Heiðu systur sína í undanúrslitum á Hvaleyrarvelli Gildi Isavia eru öryggi, þjónusta og samvinna Hjá Isavia og dótturfélögum starfa um 850 manns. Helstu verkefni fyrirtækisins eru umsjón með uppbygg- ingu og rekstri flugvalla og að veita flugleiðsöguþjónustu fyrir innanlandsflug, jafnt sem millilandaflug, auk yfirflugsþjónustu fyrir Norður-Atlantshafið. Isavia leggur áherslu á jafnan rétt karla og kvenna til starfa. Viltu starfa við fasteigna- rekstur á alþjóðaflugvelli? Isavia óskar eir að ráða deildarstjóra eignaumsýslu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar Deildarstjóri eignaumsýslu ber ábyrgð á viðhaldi og fasteignarekstri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli ásamt daglegri stjórnun á viðhalds- og tæknieiningum FLE. Helstu verkefni: • Umsjón, eftirlit og greining á viðhaldi og fasteignarekstri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar • Dagleg stjórnun tækni- og viðhaldseininga • Umsjón með sorphirðu og endurvinnslu ásamt umhverfisvernd í fasteignarekstri • Umhirða lóða, göngustíga, bílastæða og annarra útisvæða • Ráðgjöf og þjónusta við byggingarframkvæmdir og fjárfestingarverkefni • Rekstur á rútum og vélbúnaði til flugstöðvarreksturs Hæfniskröfur: • Háskólamenntun á sviði byggingarverk- eða tæknifræði eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi • Reynsla eða menntun á sviði viðhaldi mannvirkja og verkstýringu er skilyrði • Reynsla af stjórnunarstörfum er nauðsynleg • Þekking á gerð kostnaðar-, rekstrar- og viðhaldsáætlana æskileg • Góð íslensku- og enskukunnátta bæði í töluðu og rituðu máli • Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð Umsóknum skal skila inn á rafrænu formi. Umsókn og frekari upplýsingar um starfið má nálgast á www.isavia.is/atvinna. Einnig veitir Guðmundur Daði Rúnarsson upplýsingar með tölvupósti á netfangið dadi.runarsson@isavia.is. Umsóknarfrestur er til og með 27. júlí. 1 4 -1 6 1 1 - H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Stúlknalið Keflavíkur og strá- kalið Njarðvíkinga höfnuðu í þriðja sæti á vinabæjarmóti í knattspyrnu sem fram fór í Hjörr- ing í Danmörku. Vinabæjar- mótið hefur verið haldið frá árinu 1973 en um er að ræða vinabæi Reykjanesbæjar á Norðurlöndum sem keppa innbyrðis í ýmsum íþróttum. Að ári verður keppt í sundi í Kristiansand í Noregi en svo er komið að Reykjanesbæ árið 2016 en þá verður keppt í golfi á Hólmsvelli í Leiru. Vinabæir Reykjanesbæjar eru; Kerava í Finnlandi, Kristiansand í Noregi, Hjörring í Danmörku og Troll- hattan í Svíþjóð. ■■ Vel heppnað vinabæjarmót í Danmörku Lið Reykjanesbæjar í 3. sæti

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.