Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.07.2014, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 10.07.2014, Blaðsíða 1
vf.is Víkurfréttir Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001 fimmtudagurinn 10. júlí 2014 • 27. tÖluBlaÐ • 35. Árgangur Hringbraut 99 - 577 1150 Félagar í FEB fá 12% afslátt af öllum vörum og góð kjör á lyfseðilsskyldum lyfjum Opið: Mánudaga-föstudaga. 9:00 - 19:00. Laugardaga 14:00 - 18:00. VELKOMIN Í LÁGT LYFJAVERÐ Hjá okkur njóta allir sérkjara af lyfjum utan  greiðsluþáttöku Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is auðveldar smásendingar eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR einföld reiknivél á ebox.is F ÍT O N / S ÍA FERÐAÞJÓNUSTAN Á SUÐURNESJUM HVAÐ GERA GEST– GJAFARNIR Í BLÁA LÓNINU? SKEMMTILEGUR SUMARÞÁTTUR! Í KVÖLD KL. 21:30 Á ÍNN EINNIG Á VF.IS Sjónvarp Víkurfrétta öll fimmtudagskvöld Harka er hlaupin í samskipti stjórnmála- fólks í Reykjanesbæ og á vef Víkurfrétta síðustu daga hafa borist greinar eftir að bæjarráð Reykjanesbæjar hafnaði á fundi sínum í síðustu viku tillögu Kristins Jakobssonar, oddvita Framsóknar, um launaða áheyrnarfulltrúa Framsóknar- flokksins í nefndum. Kristinn Jakobsson oddviti Framsóknar sakaði í aðsendri grein nýjan meirihluta um að ganga á bak orða sinna um aukn- ingu íbúalýðræðis. Guðbrandur Einarsson, oddviti Beinnar leiðar, svaraði ásökunum Kristins og sagði engan feluleik í gangi. Allt saman væri gert fyrir opnum tjöldum og að höfðu samráði bæði við innanríkis- ráðuneytið og Samband sveitarfélaga. Nýr meirihluti hefði bara ákveðið að gefa sér lengri tíma til að vinna í framgangi sinna stefnumála. Árni Sigfússon, fyrrum bæjarstjóri, sendi þá grein þar sem hann sagði nýjan meirihluta brjóta jafnréttisreglur og úthýsti Framsókn, þegar á sama tíma væri boðað aukið lýð- ræði og aukið gagnsæi. Sagði hann það ekki farsæla byrjun hjá meirihlutanum. Guð- brandur svarar og segir Árna skipta um skoðun þegar hann sé kominn í minnihluta. Svipuð staða og nú hefði komið upp þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefði verið í meiri- hluta 2002. Árni svaraði þá á þá leið að eftir kosningar 2002 hafi engin formleg tillaga komið frá Framsókn um að fá fulltrúa í nefndir Reykjanesbæjar. Hefði hann verið því andvígur þá, vilji hann þó fylgja því að batnandi mönnum sé best að lifa. Kolbrún Jóna Pétursdóttir, varabæjar- fulltrúi Beinnar Leiðar, bætist í hópinn í grein þar sem hún segir að henni finnist öfugsnúið að Árni og Kristinn vilji að Fram- sóknarflokkurinn hafi áheyrnarfulltrúa í fastanefndum þegar verið er að fara eftir reglum sem þeir tóku báðir þátt í að semja og breyta frá fyrri samþykkt á sínum tíma. Þá blandar Sveinbjörg Birna Sveinbjörns- dóttir, borgarfulltrúi Framsóknar- og flug- vallarvina í Reykjavík, sér inn í umræðuna þar sem hún segir að Framsókn og flug- vallarvinir í Reykjavík eigi aðalmenn og varamenn í öllum helstu ráðum á vegum Reykjavíkurborgar og áheyrnarfulltrúa í öllum hverfisráðum borgarinnar, alls 10 talsins, innkauparáði og heilbrigðisnefnd. Þar svarar hún fullyrðingum Guðbrandar um að Framsóknarflokkurinn í Reykja- nesbæ sé í sömu stöðu og flokkurinn í Reykjavík, þ.e. með kjörna fulltrúa í borgar- stjórn en ekki í fastanefndum. Guðbrandur svarar síðan Sveinbjörgu og biðst velvirð- ingar á að hafa legt stöðu Framsóknar- flokksins í Reykjavík og Reykjanesbæ að jöfnu. Í staðinn nefnir hann dæmi sem kom upp á Ísafirði þar sem Framsóknarflokknum var ekki heimiluð seta í nefndum. Garðaúðun og garðsláttur Gumma Emils 30 ára reynsla í garðaúðun og full réttindi til jafnlangs tíma. 893 0705Makríll hefur mokveiðst í þessum mánuði og gera menn sér vonir um að þetta sé eitthvað sem koma skal. Við ströndina í Stakks-firði er fjöldi báta að veiðum og hópur fólks hefur nýtt tækifærið undanfarna daga og dorgað eftir makríl í Keflavíkurhöfn. Margir líta á þetta sem tómstundagaman á meðan aðrir fá vatn í munnvikin og veiða makrílinn sér til matar. Ljósmyndarar Víkurfrétta fönguðu stemninguna á dögunum. ■■ Minnihlutinn í bæjarstjórn Reykjanesbæjar sakar meirihlutann um að virða ekki íbúalýðræði sem hann hefði lofað: Karpað um framsóknarfulltrúana Brenndar túttur á Ásbrú ■XSlökkviliðið var kallað út vegna hugsanlegs eldsvoða í íbúð í fjölbýlis- húsi á Ásbrú. Ekki var mikil hætta á ferðum en gúmmítúttur og snuð höfðu brunnið við í potti og fylltist íbúðin því af reyk. Reykræsta þarf íbúðina en að öðru leyti urðu ekki miklar skemmdir á eignum. Makrílæði í Stakksfirði ■■ Kynslóðir hittast á bryggjunni og sjómenn brosa breitt:

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.