Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.07.2014, Side 2

Víkurfréttir - 10.07.2014, Side 2
fimmtudagurinn 10. júlí 2014 • VÍKURFRÉTTIR2 -fréttir pósturX vf@vf.is SUNDMIÐSTÖÐ/VATNAVERÖLD VIÐHALDSFRAMKVÆMDIR Ágætu sundlaugargestir! Á næstu vikum fara fram viðhaldsframkvæmdir í Sundmiðstöðinni og af þeim sökum verður nauðsynlegt að loka hluta lauganna, vatnagarði og heitu po„unum. Innisundlaugin verður lokuð frá 14. júlí til 5. ágúst Vatnsleikjagarðurinn verður lokaður frá 16. júlí til 5. ágúst Útilaugin og rennibrautarlaugin verða lokuð frá 5. ágúst til 1. september Innilaugin verður opin almenningi eˆir 5. ágúst Við biðjumst velvirðingar á þeirri röskun sem þe„a hefur í för með sér. Íþró„afulltrúi Reykjanesbæjar HEILSU- OG FORVARNAR- VIKA Í REYKJANESBÆ Heilsu- og forvarnarvika í Reykjanesbæ verður haldin í sjöunda sinn dagana 29. september til 5. október n.k. Fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar sem vilja taka þátt eru vinsamlega beðin um að taka frá umrædda daga ;-) Ábendingar og hugmyndir eru vel þegnar à netfangið  hafthor.birgisson@reykjanesbaer.is Íþrótta- og tómstundasvið. EKUR ÞÚ VARLEGA? 30 km hámarkshraði er í íbúðahverfum. Hvetjum íbúa til að aka varlega Sýnum tillitssemi – ökum varlega. 30 Á mótorhjóli á 206 km hraða ■XBifhjóli var nýverið ekið á ofsahraða fram úr lög- reglubifreið lögreglunnar á Suðurnesjum, þar sem hún var á ferð eftir Reykjanes- braut. Lögreglumenn gáfu ökumanni þegar merki um að stöðva aksturinn en hann sinnti því ekki. Var þá hafin eftirför og mældist hraði lög- reglubifreiðarinnar mest 206 km á klukkustund. Dró þó heldur sundur með hjólinu og bifreiðinni. Síðast sást það til ökuþórsins að hann ók upp á Strandarheiði og hvarf þar með sjónum lögreglu. Var hafin leit að honum og skömmu síðar sást hvar hann ók á eðlilegum hraða austur Reykjanesbraut. Hann var færður á lögreglustöð, þar sem hann viðurkenndi sök. Fjórir óku undir áhrifum fíkniefna Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði för fjögurra öku- manna í vikunni þar sem þeir voru grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Sýnatökur á lögreglustöð staðfestu neyslu tveggja þeirra á amfetamíni, metamfetamíni og kannabis- efnum. Við öryggisleit á vett- vangi þar sem annar þeirra var stöðvaður fannst meint kanna- bis. Hinir tveir ökumennirnir reyndust hafa neytt kannabis- efna. Á rúmlega tvöföldum hámarkshraða ■XLögreglan á Suðurnesjum hefur sektað á sjötta tug öku- manna fyrir of hraðan akstur á síðustu dögum. Einn þeirra ók á rúmlega tvöföldum hámarks- hraða, eða 101 km á Njarðar- braut, þar sem hámarkshraði er 50 km á klukkustund. Á Reykjanesbraut mældist sá sem hraðast ók á 146 km hraða, þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Þá voru skráningarnúmer fjarlægð af allmörgum bifreiðum, sem ýmist voru ótryggðar eða höfðu ekki verið færðar til skoðunar á réttum tíma. 70 kannabisplöntur í iðnaðarhúsnæði ■XLögreglan á Suðurnesjum stöðvaði nýverið kannabis- ræktun í umdæminu. Ræktun- inni hafði verið komið fyrir í iðnaðarbili, í þremur rækt- unartjöldum á efri hæð hús- næðisins. Lögðu lögreglu- menn hald á nær 70 kannabis- plöntur, auk lampa, filtera og annars búnaðar. Þeir höfðu jafnframt upp á einstaklingi, sem hafði yfir húsnæðinu að ráða og viðurkenndi hann að ræktun færi fram í rýminu. Þá fór lögregla í aðra húsleit. Við leit í umræddu húsnæði fannst tjald, sem notað hafði verið til kannabisræktunar og ýmis ummerki um ræktunina sjálfa. Lögreglan minnir á fíkniefna- símann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í bar- áttunni við fíkniefnavandann. Fjölgun var í röðum lögreglu-kvenna við embætti lög- reglunnar á Suðurnesjum á árinu 2013. Árið 2012 störfuðu 84 lög- reglumenn við embættið, þar af 8 lögreglukonur, en árið 2013 störfuðu 89 lögreglumenn, þar af 12 lögreglukonur. Þetta kemur fram í ársskýrslu lögreglunnar á Suðurnesjum. Í nóvember 2012 var undirrituð framkvæmdaáætlun á sviði jafn- réttismála fyrir embætti lögreglu- stjórans á Suðurnesjum. Megin- markmið áætlunarinnar var að fjölga lögreglukonum sem starfa við embættið. Jafnframt var lög- reglustarfið gert meira aðlaðandi fyrir konur hvað varðar fjöl- skylduaðstæður. Því voru gerðar sérstakar ráðstafanir í áætluninni til að mæta þörfum kvenna, til dæmis vegna meðgöngu og barn- eigna. Umræddar ráðstafanir geta tekið til sveigjanlegs vinnutíma eða breyt- inga á starfsvettvangi. Fljótlega á árinu 2013 reyndi á áætlunina er þrjár lögreglukonur tilkynntu að þær væru barnshafandi. Tvær af þessum lögreglukonum eru í vaktavinnu og fengu sveigjanlegan vinnutíma og breytingar á starfsað- stæðum. Sú þriðja sem er í dag- vinnu fékk einnig boð um sveigjan- legan vinnutíma eða í samræmi við aðstæður sínar. Mynd: Úr ársskýrslu lögreglunnar. ■■ Starfið gert meira aðlaðandi fyrir konur og fjölskylduaðstæður: Lögreglukonum fjölgar á Suðurnesjum Keflvíkingurinn Ómar Þór Kristinsson gerði sér lítið fyrir og bjargaði varnarlausu lambi úr mýri á dögunum. Ómar var á göngu niður Reykjadal fyrir ofan Hveragerði þegar hann heyrði lambið jarma, en aðeins hausinn á því stóð upp úr mýrinni þegar Ómar kom að. „Við félagi minn vorum með hóp af ferðamönnum á göngu þegar einn úr hópnum heyrir jarm. Ég heyri það einnig en sé hvergi kind. Ég labba þá aðeins inn á tún þarna rétt hjá og tek eftir að þetta er mest megnis mýri. Ég ætla að snúa við þegar lambið jarmar bara við hlið- ina á mér, lambið var fast ofan í holu og bara hausinn stóð upp úr,“ segir Ómar. Rúmlega 50 manna hópur ferðamanna, flestir Banda- ríkjamenn, voru alsælir með þessa upplifun og klöppuðu Ómari lof í lófa. Ómar þurfti að leggjast á magann og grípa í hornin á lambinu en hann fékk svo annan mann til að toga í fæturna á sér. Þannig náði hann að mjaka lambinu úr leðj- unni. „Lambið var svo út atað í leðju að ég tók það í lækinn og skol- aði af því,“ segir Ómar. Lækurinn er heitur og er vinsælt meðal ferða- langa að koma þangað og baða sig. Þegar lambið hafði fengið hress- andi bað lagði Ómar það í grasið. „Svo byrjaði lambið að borða á fullu og eftir nokkrar mínútur var það orðið hresst og farið að spóka sig um þarna í kringum okkur,“ segir bjargvætturinn í samtali við Víkurfréttir. Bjargaði lambi úr háska - Ómar Þór dró lamb úr mýri og baðaði í heitum læk

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.