Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.07.2014, Page 6

Víkurfréttir - 10.07.2014, Page 6
fimmtudagurinn 10. júlí 2014 • VÍKURFRÉTTIR6 vf.is Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is Afgreiðsla: Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. SÍMI 421 0000 MÁN–FIM FÖS LAU 11.00–18.00 11.00–19.00 13.00–16.00 OPNUNARTÍMAR Í SUMAR: HÓLAGÖTU 15 // 421-6070 // VIÐ ERUM Á FACEBOOK GLÆSILEGT ÚRVAL AF FLOTTUM STEIKUM Á GRILLIÐ, PÖNNUNA EÐA OFNINN! EKTA NAUTAHAMBORGARAR, EINGÖNGU EÐAL HRÁEFNI. EINNIG ER FISKBORÐIÐ SPRIKLANDI AF FERSKUM FISK OG- FISKRÉTTUM, 1. FLOKKS HUMAR SELDUR Í STYKKJATALI. MIKIÐ ÚRVAL AF GÓÐUM, KÖLDUM SÓSUM FYRIR FISK OG KJÖT. -viðtal pósturX olga@vf.is Hin 23 ára Carla Garcia Jurado hefur bæst í þjálfarateymi júdó-deildar UMFN. Carla kemur frá bænum Cambrils, suður af Barcelona á Spáni, þar sem hún hefur æft frá því hún var sex ára og hefur því mikla reynslu í íþróttinni. Þá hefur Carla unnið til fjölda verðlauna á meistaramótum á Spáni. Júdódeildin mun í sumar bjóða upp á námskeið sem eingöngu er ætlað konum og unglingum sem ekki hafa komið nálægt bardagaíþróttum. Annast tvíburadrengi og kennir júdó Carla hefur dvalið á Íslandi í mánuð og þetta er í fyrsta skipti sem hún kemur til Íslands. Hún er ekki eingöngu að þjálfa júdó heldur er hún au pair hjá Guðmundi Stefáni Gunnarssyni, júdóþjálfara, og Eydísi konu hans. „Ég annast tvíburadrengina þeirra, sem eru eins og hálfs árs, á virkum dögum og um helgar stefni ég á að kanna og kynna mér marga ólíka staði á Íslandi. Mér finnst Ísland mikið fyrirmyndarland fyrir allan heim- inn,“ segir Carla og bætir við að síðan hún kom hafi land og þjóð vakið mikla aðdáun hjá henni. „Náttúran og fyrirbærin sem þar er að finna, langir dagar, bjartar nætur og fólkið sem hér býr. Ég læri nýja hluti daglega. Það er eins og að komast í annan heim að ferðast um land elda og íss. Það er töfrum líkast.“ Íslendingar skapgóðir og þolinmóðir húmoristar Carla segir Íslendinga sem hún þekki vera mjög opna og vinalega miðað við aðrar þjóðir. „Þeir eru alltaf til í að hjálpa og þeir gera dvöl mína svo ógleymanlega. Það sem þó er best við þá er að þeir eru aldrei í vondu skapi og hafa alltaf tíma fyrir húmor og eru mjög þolinmóðir.“ Áður en Carla kom til landsins vissi hún að það væri í Norður-Evrópu, þar sem sólin sest aldrei á sumrin en á veturna væri aðeins bjart í örfáa klukkutíma. Svo vissi hún um byltinguna í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008. „Ég bjóst aldrei við að ég myndi ferðast til eins af bestu stöðum sem ég gæti ímyndað mér,“ segir Carla. Birtan og matarvenjur ólíkari en heima Spurð um hvað sé helst ólíkt með Íslandi og Spáni segir hún það vera nánast allt; Veðrið, tungumálið, maturinn, dagskráin, tollarnir, stórmarkaðarnir, fólkið og lands- lagið. „Ég er enn í hálfgerðu að- lögunarferli því síðan ég kom hefur allt verið nýtt fyrir mér. Það sem kom mest á óvart var að hægt er að njóta dagsins á sumrin í nánast 24 tíma á sólarhring, ég elska það! Það sem hefur verið erfiðast er tíminn og máltíðirnar. Á Spáni borðum við fimm máltíðir yfir daginn og í eftirmiðdag borðum við stærri máltíðir en Íslendingar gera. En ég nýt þess að smakka allt sem ég hef ekki smakkað áður.“ Vantar ekki kennara á Spáni Eftir að Carla útskrifaðist á síðasta ári með BS gráðu í íþróttum og hreyfingu krækti hún sér í kennslu- réttindi. „Eins og er er engin eftir- spurn eftir kennurum á Spáni svo að síðasta ár hef ég tileinkað líf mitt því að þjálfa, kenna og keppa í júdó í ólíkum skólum á svæðinu. Ég er með svarta beltið í júdó og byrjaði að æfa það sex ára,“ segir hún. Ástæða þess að Carla ákvað að gerast au pair á Íslandi er að hún vildi bæta enskukunnáttuna sína. „Svo elska ég börn og að kanna nýja staði og ég held því að þetta verði góð reynsla. Eins og er gengur allt mjög vel. Ég er mjög heppin að vera hjá svona yndislegri fjölskyldu sem lætur mér finnast ég vera svo velkomin,“ segir Carla ánægð að lokum. ■■ Kennir júdó og annast tvíbura: Ég er mjög heppin að vera hjá svona yndis- legri fjölskyldu sem lætur mér finnast ég vera svo velkomin Mér finnst Ísland mikið fyrirmyndar- land fyrir allan heiminn Íslendingar skapgóðir húmoristar Sú var tíðin að varla var þverfótað fyrir bílskúrsböndum og hljómsveitum í Reykjanesbæ. Keflavík var vagga rokksins og héðan af Suðurnesjum komu flestir færustu og frægustu tónlistarmenn landins um áratugaskeið. Ennþá erum við að framleiða frambærilegt tónlistarfólk en það er óhætt að segja að blómaskeiðið sé runnið sitt skeið. Ég hugsa að það sé ekki einskorðað við Suðurnesin, þ.e.a.s. hnignun bílskúrsbandsins. Tónlist hefur þróast og breyst mikið frá því Hljómar og fleiri góðar hljómsveitir tóku til starfa á sjöunda áratug síðustu aldar. Þá var rokkið svo nýtt og spennandi. Allir vildu vera í hljómsveitum og ekki þurfti sérstaklega að hafa reynslu eða tónlistarmenntun til þess að vera gjaldgengur í hljómsveit. Í skemmtilegum sjónvarps- þætti sem sýndur var á RÚV á sunnudag um Rúnar Júlíus- son heitinn, kom þessi tíðarandi bersýnilega í ljós. Hérna gerðust hlutirnir þegar kom að tónlist. ATP tónlistarhátíðin stendur nú yfir á Ásbrú, en frá því svæði kom jú rokktónlistin upprunalega til Íslands frá Bandaríkjamönnum. Spennandi verður að sjá hvernig tekst til að halda hátíðina í annað sinn en hún mun líklega verða stærri í sniðum en í fyrra þó vel hafi til tekist þá. Rokk- safn Íslands í Hljómahöllinni er önnur rós í hnappagat Suðurnesja hvað varðar tónlistarmenninguna á svæðinu og mættu íbúar Reykjanesbæjar vera stoltir af glæsilegu safni, burtséð frá skoðunum um nafn á húsnæðinu. Svo ætti nú nýtt húsnæðið tónlistaskóla Reykjanesbæjar að halda áfram að geta af sér tónlistarfólk framtíðarinnar. Það er frábært að ennþá, rúmum 50 árum eftir að Hljómar urðu til, eru Suðurnesin nefnd til sögunnar þegar íslensk tónlist ber á góma. Vonandi verður svo áfram enda er tón- listarmenning svo órjúfanlegur hluti af okkur Suðurnesja- mönnum. Lengi lifi tónlist -ritstjórnarbréf Eyþór Sæmundsson skrifar

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.