Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.07.2014, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 10.07.2014, Blaðsíða 8
fimmtudagurinn 10. júlí 2014 • VÍKURFRÉTTIR8 Hjörtur Zakaríasson hefur sinnt hlutverki staðgengils bæjar-stjóra síðan Árni Sigfússon hætti um miðjan júní. Sjálfur stefnir Hjörtur að því að láta af störfum sem bæjarritari um næstu áramót en því starfi hefur hann gegnt frá árinu 1986 en þáverandi meirihluti Al- þýðuflokks réði þennan fyrrverandi bæjarfulltrúa Sjálfstæðismanna. Olga Björt hitti Hjört á skrifstofu Reykjanesbæjar og ræddi við hann um starfið, pólitíkina og heilsuna. Næstum verið áhugamál „Ég sit núna bæjarráðs- og bæjar- stjórnarfundi og er í raun sá að- ili sem er til svara þagnað til nýr bæjarstjóri er ráðinn. Ég mun svo líka koma nýjum bæjarstjóra inn í það hlutverk,“ segir Hjörtur, en hann hefur verið bæjarritari Kefla- víkur og Reykjanesbæjar síðan árið 1986. Hann var í bæjarstjórn á ár- unum 1982-1986, sem bæjarfull- trúi sjálfstæðismanna. „Ég hætti afskiptum af pólitík að því leyti til en hafði í staðinn meiri afskipti af bæjarfélaginu en sem bæjarfulltrúi. Það var vegna áhuga af sveitar- stjórnarmálum sem ég sóttist eftir þessu og er búinn að starfa með mörgum bæjarstjórum. Ég hef haft ánægju af því og þetta hefur næstum verið áhugamál hjá mér að gera það besta fyrir bæjarfélagið.“ Minni áhrif sem bæjarfulltrúi Hjörtur var formaður æskulýðs- ráðs 18 ára og hefur alltaf verið virkur í félagsmálum. Hann segir þann áhuga alltaf hafa blundað í sér. „Mér fannst ég hafa meiri áhrif sem bæjarritari en bæjarfulltrúi. Þá er maður kominn inn í innsta hring. Ég er í raun ópólitískur bæjarritari, ráðinn af krötum á sínum tíma,“ segir Hjörtur og brosir þegar hann rifjar upp liðnar stundir. Hann segir allir bæjar- stjóra sem hann hefur unnið með hafa verið minnisstæða á sinn hátt. „Ég átti góðan vin, Vilhjálm Ketils- son, sem stoppaði alltof stutt, en hann var tvö ár sem bæjarstjóri. Ég þekkti hann af öðrum sökum vegna vinskapar. En sá bæjarstjóri sem ég vann nánast með var Ellert Eiríksson og ég held enn í dag mjög góðu sambandi við hann. Auðvitað eru bæjarstjórar eins og aðrir með það að velja sér samstarfsfólk sem það veit hvernig starfar. Hér hefur ágætasta fólk verið bæjarstjórar. Eina konan sem hefur setið í stól bæjarstjóra í Reykjanesbæ sat hér í mánuð, Drífa Sigfúsdóttir. Þá var of mikið álag fyrir mig að vera stað- gengill bæjarstjóra því ég var aðal maðurinn í að skipuleggja flutning bæjarskrifstofunnar yfir á Tjarnar- götuna. Þetta var inni í málefna- samningi þeirra þá. En maður gerir sjálfsagt ekkert mikið í einum mán- uði sem bæjarstjóri,“ segir Hjörtur. Fyrrum bæjarstjóri duglegur „Það eru margir sem þekkja mig en svo eru margir sem hafa ekki hugmynd um hver ég er eða hvað ég geri. Ég hef ekki verið áberandi, það er bæjarstjórans að vera andlit bæjarins. Ég hef viljað halda mér til hlés og skyggja ekki á hann,“ segir Hjörtur og bætir við í því samhengi að Árni Sigfússon hafi verið bæjar- stjóri í tólf ár og mjög áberandi sem slíkur. „Árni er mjög duglegur í vinnu og því hefur mætt minna á mér. Hann tók starfið alvarlega og fannst hann ekki geta sleppt hend- inni af okkur hinum sem vinnum hjá honum. En ein af breyting- unum sem einnig hafa þróast frá því áður er að framkvæmdastjórar eru yfir hverju sviði, sem heyra svo beint undir bæjarstjórann.“ Skemmtilegast við starfið hafi í gegnum tíðina verið að umgangast gott fólk. „Þegar maður var yngri var maður ekkert að velta því mikið fyrir sér, heldur koma upp heimili og leggja á sig mikla vinnu. Svo þegar börnin eru farin að heiman horfir maður aðeins öðruvísi á þetta. Leika sér meira í golfi og fara upp í sveit um helgar. Það eru nokkrir hér sem ég hef starfað með hér frá byrjun og svo kemur alltaf nýtt fólk sem maður hefur ekki dagleg afskipti af og man því ekki öll nöfn.“ Vel á sjötta tug manns starfar í ráðhúsinu og Hjörtur segir að um sé að ræða gott starfsfólk og því hafi samstarf gengið vel og hann heppinn með að hafa ekki verið í neinum átökum. Lætur brátt af störfum Hjörtur segir að komið sé að því að stíga til hliðar. „Ég er ákveðinn í að hætta störfum og auglýst verður eftir nýjum bæjarritara. Vegna að- stæðna sleppi ég sumarfríinu mínu og get því ekki alveg sagt lokadag- ■■ Hjörtur Zakaríasson bæjarritari í Keflavík og Reykjanesbæ frá 1986 hættir líklega um næstu áramót. Kveðst kveðja sáttur eftir nærri þrjátíu ára starf: Aðeins verið tvo daga frá vinnu Þurfti að snapa pening fyrir laununum Fyrstu árin í starfi segir Hjörtur hafa verið gríðarlega vinnu og öðruvísi en nú tíðkast. „Þá var maður að handleika peninga og ávísanahefti. Nú er þetta allt á rafrænu formi. Maður þurfti að snapa peningum fyrir launum en núna kemur útsvarið bara sjálfkrafa inn. Ég þurfti áður fyrr að hringja í stóra vinnuveitendur og spyrja hvort þeir ætluðu ekki að borga svo við ættum fyrir laununum. Elíft vesen. Tölvubúnaður var heldur ekki eins flottur og í dag og maður var kannski bara meira í vinnunni. Núna reynir maður bara að klára verkin sín fljótt og fara svo heim. Ég er með síma sem er opinn allan sólarhringinn og ég er þannig alltaf til staðar,“ segir Hjörtur. Bæjarritari hafi upphaflega fyrst og fremst verið skrifstofustjóri og borið ábyrgð á rekstri bæjarsjóðs að mörgu leyti. „Þegar ég hóf störf 1982 voru bæjarbúar á milli fimm og sex þúsund en svo breytist það mikið þegar fjöldinn var kominn í 15000. Miklu meira bákn. Ég var t.d. áður með öll starfsmannamál á minni könnu en eftir sameiningu var nauðsynlegt að ráða starfsþró- unarstjóra eða starfsmannastjóra. Þá tók ég að mér að reka fasteignir bæjarins og er ennþá með það á minni könnu. Áður fyrr var bæjarritari fjármálastjóri líka. Þegar þetta stækkar verður að dreifa verkefnunum. Þannig að maður er búinn að prófa ýmislegt,“ segir Hjörtur. Ég var miklu villtari og brýndi raustina kannski einum of oft. En það eldist af manni -viðtal pósturX olga@vf.is Ég er sífellt að hlusta á skoð- anir og viðhorf en verð stundum að steinþegja Ég hætti afskiptum af pólitík að því leyti til en hafði í staðinn meiri afskipti af bæjarfélaginu en sem bæjarfulltrúi

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.