Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.07.2014, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 10.07.2014, Blaðsíða 10
fimmtudagurinn 10. júlí 2014 • VÍKURFRÉTTIR10 Rétt tæpir þrír mánuðir eru síðan Hljómahöllin var opnuð. Víkurfréttir tóku púlsinn á Tómasi Young, framvæmda- stjóra, en nóg hefur verið að gera hjá honum og öðru starfsfólki hallarinnar. Viðtökur fram úr væntingum „Ég er ánægðastur með útlit safns- ins í heild. Þegar fólk kemur hingað býst það við rosalega litlu en þegar það kemur inn segir það bara VÁ!“ segir Tómas og að ástæðan sé sú að fólki finnist safnið miklu stærra og viðameira en það átti von á. Safnið hafi í raun farið fram úr vænt- ingum að mati gesta og það sé ánægjuefni. „Það bera allir safninu söguna vel. Viðtökur, t.d. frá Páli Óskari og öðru tónlistarfólki, hafa verið frábærar og margir gefið muni. Ég fékk símtal nýverið frá einum sem á bar í Reykjavík og var búinn að sanka að sér plakötum og hljóð- færum sem tónlistarmenn höfðu gefið honum. Hann sagði einfald- lega: Þið eruð búnir að opna rokk- safn. Ég er búinn að geyma hérna dót fyrir ykkur í nokkur ár,“ segir Tómas og brosir. Flestir gesta í stórum hópum Þúsundir gesta hafa séð safnið, þar af langflestir í hópum. „Í síðustu viku byrjaði t.d. einn dagurinn á því að það komu fjórar rútur með 200 eldri borgurum. Safnið er mjög vinsælt og hefur náð fót- festu hjá vorferðum, hópferðum og óvissuferðum hjá fyrirtækjum, skólum og klúbbum,“ segir Tómas. Ótrúlegt sé hversu mikið af fyrir- spurnum séu með að koma með hópa. Það hafi í raun komið mest á óvart. „Að vissu leyti er það fínt vegna þess að því fylgir visst áreiti og þá lærum við sem starfsmenn vel á húsið, safnið og hvernig við gerum hlutina. Þetta tekur allt tíma. Við höfum fengið rými til að anda inni á milli og enn verið að klára smáatriði. Það getur tekið allt að ár.“ Þá hefur ásókn verið mikil í sali hússins og Tómas segir að hann og starfsfólkið hafi vart haft undan. „Ég hef fengið fyrirspurnir frá starfsfólki mínu um hvort ég sé að ganga fram af því, sérstak- lega í maí. Ég bjóst til dæmis ekki við öllum þessum hópum í maí og margir þeirra vildu fá súpu eða aðrar veitingar í hádeginu og aðrir hópar vildu hafa barinn opinn,“ segir Tómas. Vill fleiri erlenda ferðamenn Tómas segir helstu áskorun sína vera að kynna safnið fyrir út- lendingum. „Reykjanesbær er ekki áfangastaður og við viljum koma Rokksafninu á kortið þannig að það verði viðkomustaður áður en fólk fer heim á leið. Það gerum við með því að koma okkur inn í ferða- plön hjá fólki og það gerist ekki hratt.“ Hann segir að starfsmenn Atlantic, sem sjá um skemmti- ferðaskip sem koma hingað, hafi komið á opnunina og verið mjög spenntir. „Þeir sögðust pottþétt geta selt aðgang að safninu en þó ekki fyrr en árið 2015. Fólk sem kemur hingað með skemmtiferða- skipi er löngu búið að plana sína ferð. Þannig tekur tíma að komast inn hjá ferðaþjónustuaðilunum. Ég bjóst svo sem ekki við að það yrði hangið á hurðarhúninum en við höfum verið að auglýsa í stórum ferðablöðum og svo erum við að skoða netmarkaðssetningu líka. Við viljum planta fræjunum áður en fólk kemur til Íslands,“ segir Tómas en bætir við að erlendir gestir hafi þó komið í safnið sem ýmist hafi fundið eitthvað um það á netinu eða séð skiltið úti á horni. „Kannski hafa þeir séð bæklingana og jafnvel eru hótelin á svæðinu að minnast á okkur.“ ■■ Þriggja mánaða Hljómahöll fer vel af stað. Rokksafnið vinsælast hjá hópum: Við viljum planta fræj- unum áður en fólk kemur til Íslands Það bera allir safninu söguna vel. Viðtökur hafa verið frábærar og margir gefið muni -viðtal pósturX vf@vf.is VÁ! Starfsmannafélag Suðurnesja Kynning og kosning á nýjum kjarasamningi Starfsmannafélags Suðurnesja við Samband íslenskra sveitarfélaga verður haldin að Krossmóa 4a, 5. hæð, 260 Reykjanesbæ, þann 16. júlí n.k., kl. 17. Þeir sem ekki hafa tök á að koma á kynninguna geta komið á skrifstofu félagsins til 24. júlí á opnunartíma og kosið. Minnum félagsmenn á að kynna sér samninginn á heimasíðu félagsins STFS.is.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.