Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.07.2014, Page 12

Víkurfréttir - 10.07.2014, Page 12
fimmtudagurinn 10. júlí 2014 • VÍKURFRÉTTIR12 Hin 22 ára gamla Keflavíkurmær Elva Björk Sigurðardóttir gerir ýmislegt sér til dundurs. Hún er þessa dagana í fæðing- arorlofi en hún á fjögurra mánaða gamlan son, Daníel Aron, ásamt kærasta sínum Róberti Þór. Við fengum Elvu til þess að segja okkur hvað hún gerir sér til afþreyingar þegar hún á tíma aflögu en þar kennir ýmissa grasa. Bókin Ég er að lesa bókina Divergent um þessar mundir. Ég fjárfesti í bókinni þegar ég var stödd erlendis nú fyrir skömmu. Ég hafði ekki mjög miklar væntingar til bókarinnar en hún hefur komið mér skemmti- lega á óvart. Það er rosalega erfitt að segja frá henni í stuttu máli en svona í grófum dráttum er hún um stelpu sem þarf að velja á milli flokka, hvort hún vilji halda áfram að lifa sínu lífi með sínum flokki, eða velja annan flokk og þar af leiðandi byrja nýtt líf á eigin fótum. Ég er allavegana mjög spennt að sjá bíó- myndina, en hún kom út núna í mars. Bókin Grimmd eftir Stefán Mána er svo næst á dagskrá hjá mér. Tónlistin Ég er þessi dæmigerða alæta þegar kemur að tónlist. Ég er mikið fyrir svona „feel good“ tónlist og fær platan Wait for Fate með Jóni Jónssyni oft að rúlla á mínu heimili. Eyjalagið með honum er einmitt algjört heilalím. Íslensk tónlist er í miklu uppá- haldi hjá mér og hlusta ég rosalega mikið á hana ásamt því að hlusta mikið á Beyonce, John Legend og Kanye West. Svo á ég líka einn fjögurra mánaða strák og er ég með lög eins og Hafið bláa hafið, Maís- tjarnan og Úmbarassa stanslaust á heilanum, enda eru þau sungin oft á dag með tilheyrandi fagnaðarlátum. Sjónvarpsþátturinn Undanfarið hef ég verið að horfa á Scandal þættina en ég er alveg að elska þá. Þeir fjalla um spillinguna í stjórnmálum og lögfræðinga sem vinna að allskyns málum. Ég er mikið fyrir þætti af þessu tagi, sem sagt með mikilli spennu og drama. Grínþættirnir How I met your mother og Friends eru líka ofar- lega á listanum, en þeir eru reyndar meira svona þættir fyrir svefninn, heldur en þættir sem maður fær sér popp og kók yfir. Þegar á heildina er litið eru samt alltaf vinkonur mínar í Desperate Housewives og vinur minn Gabriel Macht í Suits í uppáhaldi hjá mér. -afþreying póstur X eythor@vf.is Fær sér popp og kók yfir Scandal Listamaðurinn Guðmundir Rúnar Lúðvíksson tekur um þessar mundir þátt í áhugaverðu verkefni sem fram fer í Bandaríkj- unum. Í haust verður opnuð sýning á yfir 1000 verkum frá 35 löndum sem unnin eru á/með hjólkoppa sem listamennirnir hafa fundið á förnum vegi í sínu heimalandi og breytt þeim í listaverk. Sýningin heitir Second Time Around: The Hubcap as Art og er sýnd í Museum of the Shenandoah Valley Winc- hester USA. Í samtali við Víkurfréttir segir Guðmundur Rúnar að hann telji að þessi sýning og verkin þar gætu kveikt neistann hjá einhverjum til frekari sköpunar og opnað augu margra með hvað hægt er að gera skemmtilega hluti ef hugurinn er opinn og jákvæður. Meðfylgjandi eru myndir af nokkrum hjól- koppum sem verða á sýningunni. -mannlíf pósturX vf@vf.is ■■ Sýning á 1000 verkum frá 35 löndum: Gerir listaverk úr hjólkoppum www.vf.is 83% LESTUR + „Ég vinn við það að auka upplifun fólks sem hingað kemur. Ég bæti kreminu á kökuna,“ segir Bjartur Guðmundsson, gestgjafi í Bláa lóninu. Starf gestgjafa var á sett á laggirnar í Bláa lóninu fyrir tveimur árum. Í sumar starfa níu manns í fullu starfi á tólf tíma vöktum við að hafa ofan fyrir gestum lónsins. Meðal þess sem Bjartur og félagar gera er að vera til staðar, mæta þörfum fólks og komast að því hverjar eftirvæntingar þess eru. „Svo leitum við leiða til að finna út úr því. Við finnum hvað er í boði og bendum á möguleika. Við erum staðsett við innganginn og mætum gestum brosandi og bjóðum þá velkomna. Spyrjum þá hvort þeir ætli það ofan í eða finnum út hvort einhver við- burður sé í gangi, s.s. brúðkaupsafmæli, stórafmæli eða annað,“ segir Bjartur. Frí myndataka Þá er einnig boðið upp á fría þjón- ustu við að taka myndir af gestum með spjaldtölvum og senda þeim í tölvupósti. „Það er ótrúlegt hvað þessi einfalda þjónusta vekur mikla ánægju og hefur borið góð- an ávöxt. Svo erum við í fræðslu, bjóðum upp á gönguferðir um lónið og tölum út frá jarðfræðinni og sögunni, segjum álfasögur og skemmtisögur,“ segir Bjartur, sem er menntaður er leikari og hann bætir við að aðrir gestgjafar séu sviðslistamenn og dansarar. „Aðal málið er þó að við séum opin og eigum auðvelt með að eiga sam- skipti við fólk. Þetta er sennilega mest gefandi vinna sem ég hef verið í. Í starfssamningi segir að ég verði að brosa allan daginn og það er magnað hvað bros og já- kvæðni er eitthvað sem er alveg hægt að æfa sig í. Viðbrögð hafa verið gríðarlega góð, maður finnur það í viðmóti fólks og það verður glaðara og maður hefur bætt dag viðkomandi á einfaldan hátt,“ segir Bjartur í viðtali í Sjónvarpi Víkurf- rétta. Golfkúlu slegið á milli heimsálfa Í nýjasta þættinum verður einn- ig fjallað um ferðaþjónustuna á Reykjanesi og skoðaðar verðar nokkrar af náttúruperlum á svæðinu. Rætt verður við Þuríði Aradóttur, verkefnastjóra hjá Markaðsstofu Reykjaness, sem segir að ferðaþjónusta á svæðinu sé í miklum blóma en hægt væri að gera enn betur með samvinnu ferðaþjónustuaðila. Eggert Sól- berg Jónsson, verkefnastjóra hjá Heklunni, fræðir okkur um verk- efnið Jarðvang, sem miðar að því að bæta aðgengi, merkja staði og gefa út efni til upplýsinga fyrir þá sem vilja ferðast um svæðið. Þá segir ferðamálafrömuðurinn og leiðsögumaðurinn Helga Ingi- mundardóttir okkur frá því að ef Leifur heppni hefði mætt vingjarn- legra viðmóti indíána þegar hann fann Ameríku, þá væri líklega töluð íslenska um alla Norður-Ameríku í dag. Einnig mun Steinn Erlings- son slá golfkúlu á milli heimsálfa við hina margfrægu og samnefndu brú. ■■ Ferðamál og þjónusta í nýjasta sjónvarpsþætti Víkurfrétta: Upplifun gesta í öndvegi

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.