Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.07.2014, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 10.07.2014, Blaðsíða 13
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 10. júlí 2014 13 Komum af staðwww.n1.is facebook.com/enneinn Ertu að leita að betri helmingnum? 50% framtíðarstarf í Grindavík N1 verslun í Grindavík óskar eftir áreiðanlegum og þjónustuliprum starfskrafti í 50% starf til framtíðar. Starfið felst í afgreiðslu og þjónustu við viðskiptavini ásamt tilfallandi verkefnum. Stundvísi, reglusemi, snyrtimennska og kurteisi eru algjört skilyrði. Reynsla af störfum í verslun og þjónustu er alltaf kostur. Ef þú hefur áhuga þá skaltu endilega sækja um á www.n1.is en nánari upplýsingar veitir Jón Thorberg verslunarstjóri í síma 660 3288. ÍS LE N SK A /S IA .I S E N N 6 98 18 0 7/ 14 3 orkugefandi jurtir Síberíu ginseng Þessi magnaða jurt dregur úr þreytu, eykur getu líkamans til að takast á við stress, styrkir nýrnahettur og styður við ýmsa hormónaframleiðslu í líkamanum. Ein rannsókn sýndi fram á að síberíu ginseng jók hæfni líkamans til að standast líkamlegt og andlegt álag. Síberíu ginseng er upphaflega komin frá Rússlandi og hefur verið notað þar í landi til að auka mótstöðu gegn líkamlegri og andlegri streitu, auka orku, koma jafnvægi á horm- ónakerfi og auka langlífi. Athugið að síberíu ginseng hefur ekki nákvæmlega sömu virkni og aðrar ginseng tegundir eins og Korean ginseng og Rautt eðal gin- seng en flestir virðast þola betur síberíu ginseng en hún er ekki sterk örvandi heldur meira uppbyggjandi fyrir orkuna til lengri tíma. Ekki æskileg fyrir fólk með háþrýsting. Lakkrísrót Hér er að sjálfsögðu átt við hreina lakkrísrót en hún hefur lengi verið notuð til að auka orku og er fjölvirk jurt sem einnig er bólgueyðandi, mild hægðalosandi, græðandi fyrir slímhúð í meltingar- vegi og hálsi. Hún styrkir útkeyrðar og þreyttar nýrnahettur og hefur þannig áhrif á orku en nýrna- hetturnar eru streitulíffærin okkar og framleiða m.a. hormónin adrenalín og kortisól sem hvoru tveggja hafa áhrif á orku og úthald. Lakkrísrótin inniheldur efni sem heitir glycyrrhizin sem ýtir undir náttúrulega framleiðslu á kortisóli en algengt er að eftir langvarandi álag eigi líkaminn erfitt með að viðhalda eðilegu magni af kortisóli. Lakkrísrótin dregur einnig úr löngun í sætindi en hún inniheldur virk efni sem eru í eðli sínu sæt á bragðið og geta fullnægt sætindaþörf. Hafa ber í huga við inntöku á lakkrísrót að hún er ekki æskileg til inntöku fyrir fólk með háþrýsting, nýrnasjúk- dóma, ófrískar konur og samhliða bólguhamlandi steralyfjum eða öðrum sterkum lyfjum. Ekki skal nota hana lengur en 8-12 vikur í senn, hvíla í nokkrar vikur/mánuði og byrja aftur ef þörf er á. Þari Algeng orsök þreytu er vanvirkur skjaldkirtill. Þari er joðríkur en skjaldkirtillinn þarf joð til þess að framleiða sín hormón ásamt öðrum efnum. Þarinn er því mikilvægur fyrir starfsemi skjaldkirtils en skjaldkirtillinn stýrir m.a. orkunýtingu í hvatberum frumna og efnaskiptum og hefur þannig mikil áhrif á orkuna. Einnig inniheldur þari fjölmörg önnur vítamín, steinefni og snefilefni sem öll aðstoða við orkumyndun með einum eða öðrum hætti. Hægt er að nota ýmsar tegundir þara en sjálf nota ég gjarnan beltisþara (e. sugarkelp) og söl sem snakk milli mála eða út í boost eða súpur þegar við á. Neyta skal þara í hófi ef viðkomandi er á skjaldkirtilslyfjum eða ef skjaldkirtill er ofvirkur. Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir. www.facebook.com/grasalaeknir.is, www.pinterest.com/grasalaeknir HEILSUHORNIÐ ÁSDÍS GRASALÆKNIR SKRIFAR Síberíu ginseng. Skólamatur leitar að jákvæðum og barngóðum einstak- lingum til starfa í skólamötuneyti sín í Akurskóla, Sandgerðisskóla og Grunnskóla Grindavíkur. Um er að ræða hlutastörf á þægilegum vinnutíma frá og með hausti. Skólamatur er fjölskylduvænn vinnustaður. Umsóknir og fyrirspurnir berist á fanny@skolamatur.is Mötuneyti! Hollt, gott og heimilislegt Sími 420 2500 I skolamatur@skolamatur.is skolamatur.is Fyrir hönd aðstandenda, Finnbogi Þorsteinn Ólafsson Ólafur Finnsson Frá Ytri-Hrafnabjörgum Hörðudal, Dalabyggð Heiðarvegi 21, Keflavík Er látinn. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna frá Snóksdalskirkju, Dalabyggð.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.