Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.07.2014, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 10.07.2014, Blaðsíða 14
fimmtudagurinn 10. júlí 2014 • VÍKURFRÉTTIR14 Freyr valdi tvo Keflvíkinga í hópinn - Sigurbergur og Hilmar á leið til Kína ■XKeflvíkingurinn Freyr Sverris- son, landsliðsþjálfari U15 karla í knattspyrnu, hefur valið 18 leikmenn sem taka munu þátt í knattspyrnukeppni Ólympíu- leika ungmenna dagana 15. - 29. ágúst, en leikarnir fara fram í Nanjing í Kína. Þar af eru tveir efnilegir leikmenn frá Keflavík sem leika munu með liðinu. Það eru þeir Sigurbergur Bjarnason og Hilmar Andrew McShane. Báðir eiga þeir feður sem hafa gert það gott í fótboltanum í gegnum tíðina. Sigurbergur er sonur Bjarna Jóhannssonar þjálfara sem m.a. hefur þjálfað Grindavík, ÍBV, Breiðablik og Stjörnuna. Hilmar er sonur Skotans Paul McShane sem leikið hefur á Íslandi um árabil við góð- an orðstír, lengst af lék hann með Grindavík. Skólamatur óskar eftir að ráða tvo duglega og jákvæða starfskrafta. Önnur staðan felst í akstri, uppvaski og aðstoð í eldhúsi frá kl.8-16 alla virka daga. Meirapróf og/eða reynsla er kostur. Hin staðan felst í að aðstoða matreiðslumenn við framleiðslu og almenn eldhússtörf, frá kl.6-14. Reynsla af matvælaframleiðslu er kostur. Skólamatur er fjölskylduvænn vinnustaður. Umsóknir og fyrirspurnir sendist á fanny@skolamatur.is Ert þú hörku nagli? Hollt, gott og heimilislegt Sími 420 2500 I skolamatur@skolamatur.is skolamatur.is Dregið var í undanúrslitum Borgunarbikars karla í knattspyrnu á þriðjudag. Keflavík tekur á móti Víkingi R. á heimavelli sínum á meðan ÍBV fær KR í heimsókn. Keflvíkingar og Víkingar eru með jafn mörg stig í Pepsi-deildinni, en Keflvíkingar eru með hagstæðari markatölu og eru því sæti ofar, eða í því fjórða. „Ég er glaður yfir því að fá heimaleik. Ég er spenntur að fá að spila undanúrslitaleik í Keflavík en það verður gaman að sjá hvort við fáum ekki fullt af fólki á völlinn til þess að styðja okkur áfram í úrslitin,“ sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Keflvíkinga í samtali við VF. Liðin hafa ekki ennþá mæst í sumar en næsti leikur liðanna í deildinni er einmitt innbyrðis á heima- velli Víkinga þann 14. júlí. „Þá mátum við okkur gegn þeim og sjáum hvernig þetta lítur út. Við megum ekki gleyma því að það eru þrír leikir í deild áður en kemur að bikarnum.“ Leikirnir í bikarnum fara fram 30. og 31. júlí en úrslitaleikurinn fer svo fram á Laugardalsvelli, laugar- daginn 16. ágúst. Kominn tími fyrir Keflvíkinga að minna á sig Kristján hefur fagnað sigri með Keflvíkingum í bikarkeppninni og hann segir tilhugsunina um að endurtaka leikinn vera hress- andi. „Það er ákveðið spennustig sem fylgir svona leikjum, því þú annað hvort vinnur eða tapar. Auðvitað væri gaman ef Keflvík- ingar kæmust í úrslitaleikinn og myndu þannig minna hressilega á sig.“ Keflvíkingar eru að undirbúa sig fyrir leikinn gegn Víkingum í deildinni. „Þeir halda bolta vel og sækja hratt þegar þeir vilja. Þeir spila líka ágætis varnarleik. Þeir eru með gott lið sem hefur staðið sig vel í sumar. Þeir koma til með að vera í góðum málum þegar stigin verða tekin saman í haust.“ „Þurfum bara að venjast því að vera yfir í leikjum og vera rólegir með þá stöðu“ Kristján býst við því að Víkingar bæti við sig leikmönnum þannig að líklega verður liðið aðeins breytt þegar liðin mætast í bikarnum. En ætla Keflvíkingar að bæta við sig leikmönnum? „Við veltum hlut- unum auðvitað fyrir okkur. Ef við teljum að gera þurfi breytingar í leikmannamálum þá munum við gera það.“ Keflvíkingar eru eins og áður segir í fjórða sæti deildarinnar og Kristján viðurkennir að menn brosi út í annað í Bítlabænum. „Við lögðum upp með að vera í efri hlutanum og þannig lausir við fall- drauginn. Það kitlar alltaf að kom- ast langt í bikar og bæta því kryddi við Íslandsmótið. Við erum alveg ágætir í skapinu,“ segir Kristján léttur í bragði. Þjálfarinn segir að stundum detti spilamennska liðs- ins niður en oftast nær sé liðið að gera ágætis hluti. „Við höfum verið að skora nokkuð af mörkum en einnig verið að fá á okkur nokkur sem við hefðum viljað koma í veg fyrir.“ Keflvíkingar hafa verið að missa niður forystu í leikjum en fjórum sinnum hefur það komið fyrir að liðið hefur misst niður for- ystu í jafntefli eða tap. „Það verður fyrst vandamál þegar við förum að hafa áhyggjur af því. Við þurfum bara að venjast því að vera yfir í leikjum og vera rólegir með þá stöðu, þá kemur þetta. Við höfum alveg getuna í það og þetta kemur bara með tímanum,“ segir Kristján að lokum. -íþróttir pósturX eythor@vf.is Njarðvíkingurinn Bjarni Darri Sigfússon er á leið til Skotlands í lok mánaðarins ásamt þjálfara sínum, Guðmundi Stef- áni Gunnarssyni, til að taka þátt í landsliðsverkefni Glímusam- bands Íslands, sem eru hálanda- leikar. Bjarni Darri vann sér inn rétt á að keppa á þessu móti með því að sigra Íslandsmótið í sínum aldursflokki í glímu. Til gamans má geta að sama árið varð Bjarni Darri Íslandsmeistari í þremur bardagaíþróttum, fyrir bæði Keflavík og Njarðvík. Á þessum hálandaleikum kepp- ir Bjarni Darri í grein sem heitir Backhold sem líkist mikið hrygg- spennu þar sem tveir glíma þangað til annar fellur í jörðina eða missir grip á andstæðingi sínum. Þetta er önnur landsliðsferð Bjarna á þessu ári. Hann tók einnig þátt í Norður- landameistaramótinu í júdó fyrir hönd Júdósambands Íslands. ■■ Öflugur júdókappi: Bjarni Darri keppir í Skotlandi Óskum eftir vönum handflökurum til starfa í fiskverkun í Garði. Zatrudnimy dopwiadczonych fileciarzy od zaraz. Upplýsingar í símum 897-3811 (Halli) og 421-2566 (Halla) eða skilaboð seacrest@seacrest.is Keflvíkingar eru góðir í skapinu - Þjálfarinn glaður með heimaleik gegn Víkingum í undanúrslitum bikarkeppninnar Keflvíkingar fögnuðu góðum sigri á Fram í 8 liða úrslitum bikarkeppninnar. Ljósmynd: Jón Örvar

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.