Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.07.2014, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 10.07.2014, Blaðsíða 15
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 10. júlí 2014 15 Flugvellir 6 til sölu Eign þrotabús SÞ1956 ehf. í Reykjanesbæ að Flugvöllum 6, fastanúmer 231-1305, 231-1304, er til sölu. Um er að ræða 1007,5 fm húsnæði. Leigusamningar eru í gildi um hluta eignarinnar. Eignin verður sýnd áhugasömum í samráði við skiptastjóra. Tilboð skulu berast fyrir kl. 14:00 þann 8. ágúst 2014 og áskilur skiptastjóri sér rétt til að taka hvaða tilboð sem er eða hafna öllum. Áhugasamir hafi samband við skiptastjóra, Sveinbjörgu B. Sveinbjörnsdóttur hdl. (sveinbjorg@lh12.is) eða fulltrúa skiptastjóra Pétur Fannar Gíslason, hdl. (petur@lh12.is). TIL LEIGU Einbýli með þremum her- bergjum og 50 m kjallari til leigu á Njarðvíkurbraut (rétt við Akurskóla) Upplýsingar gefur Ósk S : 869-2179. Til leigu 350 m2 vottað fisk- vinnsluhúsnæði við Hrannar- götu. Uppl. í símum 860 8909 og 895 8230. Hvalvík 4 til leigu bil 26fm á 39.000 til langtíma, fyrir smárekstur / geymsla. Bjart og rúmgott skrifstofu- húsnæði, á annari hæð. Uppl. í síma 8931391 Til leigu 4 herbergja nýleg íbúð í innri Njarðvík. Laus frá 15. júlí. Fyrirspurnir og upplýsingar sendist á xfasteign@gmail.com. ÓSKAST 3 ja manna fjölskylda óskar eftir 2ja til 3ja herbergja íbúð til leigu fra 1.águst. Upp- lýsingar i sima 777 5304. Einstaklingíbúð eða stórt her- bergi óskast til leigu frá 1. ágúst. Uppl. í síma 894 1728. ÝMISLEGT Kettlingar fást gefins. Upplýsingar í síma 661-3570. Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ sími 421 7979 www.bilarogpartar.is - smáauglýsingar -sumarspjall Hvernig leggst sumarið í þig? Rosalega vel, þetta á eftir að vera eitthvað... Hvar verður þú að vinna í sumar? Ég er að vinna í Landsbankanum og er í sumarfríi í Seljudal. Hvernig á að verja sumarfríinu? Reyna að gera sem flest með vinum. Ætlar þú að ferðast í sumar, og hvert þá? Nei. Bara bústaðarferðir og eitt- hvað smotterí. Eftirlætisstaður á Íslandi? Vestmannaeyjar eða Þórsmörk. Hvað einkennir íslenskt sumar? Það sem einkennir sumarið er góður mórall og allir til í að gera eitthvað skemmtilegt. Áhugamál þín? Íþróttir og tónlist. Eitthvað sem þú stundar aðeins á sumrin? Ég reyni að spila eitthvað golf, en hefur gengið eitthvað illa síðustu tvö sumur. Hvað ætlar þú að gera um versl- unarmannahelgina? Þá verður haldið á þjóðhátíð. Hvað fær þig til að komast í sumarfíling? Góða veðrið og grilllyktin. Hver er sumarsmellurinn í ár að þínu mati? Júníus Meyvant – Color Decay Art Is Dead – Bad Politics Hvað er það besta við íslenskt sumar? Pepsi deildin. En versta? Hvað sumarið er stutt. Uppáhaldsgrillmatur? Humar og nautakjöt. Sumardrykkurinn? Kók, skiptir ekki máli hvaða árs- tíð er. Góða veðrið og grilllyktin kemur manni í sumarfíling Aron Ingi Valtýsson er 21 árs Keflvíkingur og starfar hjá Landsbankanum. Hann ætlar í sumarbústað og á þjóðhátíð í sumar og segir að Pepsi deildin sé það besta við sumarið. póstur X pop@vf.is Við erum að leita að starfsmanni í 100% starf í gestamóttöku Ef þú ert metnaðarfull(ur), jákvæð(ur), getur unnið sjálfstætt og ert með góða tungumálakunnáttu, þá erum við að leita að þér. Sendu okkur starfsumsókn með ferilskrá í tölvupósti. Airport Hotel Smári Blikavöllur 2 235 Keflavík www.hotelsmari.is airporthotel@hotelsmari.is 595-1900 Garðmærin Una Margrét Einars- dóttir skoraði tvö mörk á Opna Norðurlandamótinu í knatt- spyrnu 17 ára og yngri, sem fram fór í Bohuslän í Svíþjóð. Fyrir vikið varð hún markahæst í ís- lenska liðinu. Una, sem jafnframt er fyrirliði liðsins, skoraði mörkin í tapleikjum gegn Englendingum og Finnum en Íslendingar töpuðu öllum leikjum sínum og skoruðu þrjú mörk. Una leikur þrátt fyrir ungan aldur með Keflvíkingum í meistaraflokki en hún þykir mikið efni. Una Margrét markahæst Íslendinga Sandgerðingar og Njarðvíkingar í slæmum málum ■XNjarðvíkingar og Reynismenn sitja í fallsætum 2. deildar karla í knattspyrnu. Njarðvíkingar eru á botninum með fjögur stig en þeir töpuðu gegn KF 3-1 á útivelli á þriðjudag. Það var Stefán Birgir Jóhannesson sem skoraði mark Njarðvíkinga í leiknum. Sandgerðingar fengu Reyni/Dalvík í heimsókn á N1-völlinn í Sand- gerði þar sem gestirnir höfðu 1-2 sigur. Árni Páll Höskulds- son skoraði mark Sandgerðinga í leiknum. Sandgerðingar eru sæti ofar en Njarðvíkingar í deildinni með fimm stig. Bæði lið eru sem stendur í bullandi fallbaráttu og er útlitið nokkuð dökkt hjá Suður- nesjaliðunum að svo stöddu. Meistaramótsvika á golfvöllunum Sjónvarp Víkurfrétta Alla fimmtudaga kl. 21:30 á ÍNN Golftíðin nær hámarki í sumar með meistaramótum klúbbana sem hófust í upphafi vikunnar. Veðurguðirnir hafa verið í misjöfnu skapi en voru þó góðir fyrri hluta vikunnar. Golfvellirnir á Suðurnesjum eru í mjög góðu standi þannig að kylfingar munu njóta þess í meistaramótunum. Meðfylgjandi mynd var tekin í Leirunni þegar sólin skein á þriðjudaginn.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.