Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.07.2014, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 17.07.2014, Blaðsíða 2
fimmtudagurinn 17. júlí 2014 • VÍKURFRÉTTIR2 -fréttir pósturu vf@vf.is FALLEGIR GARÐAR Í REYKJANESBÆ Ábendingar óskast um fallega garða, snyrtilegt umhverfi. Eins og áður verða umhverfisviðurkenningar veittar í lok sumars á vegum Umhverfis- og Skipulagssviðs Reykjanesbæjar. Að þessu sinni óskar nefndin eftir ábendingum frá íbúum bæjarins um fallega garða, fallega endurbyggin- gu á gömlum húsum og lóðum bæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Ábendingum er hægt að skila á netfangið berglind.asgeirsdottir@reykjanesbaer.is eða til Þjónustumiðstöðvar Reykjanesbæjar í síma 420-3200, opið frá 07:00 til 16:00. Tekið er við ábendingum til 20. júlí. EKUR ÞÚ VARLEGA? 30 km hámarkshraði er í íbúðahverfum. Hvetjum íbúa til að aka varlega Sýnum tillitssemi – ökum varlega. 30 DÖNSKUKENNSLA Í HOLTASKÓLA Laus er til umsóknar staða dönskukennara við Holtaskóla. Um er að ræða kennslu á mið- og unglingastigi.   Starfssvið: • Kennsla á mið- og unglingastigi • Menntunar- og hæfniskröfur: • Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla • Góð mannleg samskipti • Metnaður til að bæta námsárangur og vinna að framkvæmd framtíðarsýnar Reykjanesbæjar í skólamálum Umsókn fylgi afrit af leyfisbréfi og ferilskrá ásamt upplýsingum um meðmælendur.  Umsóknarfrestur er til 5. ágúst nk.  Laun og starfskjör fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna FG. Sjá nánar um Holtaskóla: www.holtaskoli.is Nánari upplýsingar veita Eðvarð Þór Eðvarðsson, skólastjóri í síma eða 842-5640 og Helga Hildur Snorradóttir aðstoðarskólastjóri í síma og 848-1268. Einnig er hægt að senda fyrirspurn á netföngin  edvard.t.edvardsson@holtaskoli.is og helga.h.snorradottir@holtaskoli.is Stærsta farþegaþota heims, flug vél af gerðinni Air bus A-380 frá Brit ish Airways, lenti í Keflavík nú í vikunni með veikan farþega um borð. Vélinni var komið fyrir við flug- skýli 885, stærsta flugskýlið á Kefla- víkurflugvelli, en hún var á leiðinni frá London til Los Ang eles og var á leið yfir Ísland að nálgast Vest- firði þegar hún beygði áleiðis til Keflavíkur. Sjúkra flutn inga menn frá Brunavörnum Suður- nesja sóttu farþeg an n og fluttu hann á spít ala. Ekki er vitað um líðan hans. Nokkur dæmi eru um að þessi stóra flugvélagerð frá Brit- ish Airways lendi í Keflavík með veikan farþega, síðast í febrúar sl. Vélarnar eru nokkuð kunnar á Keflavíkurflugvelli, en þá helst fyrir það að hér voru þær prófaðar í öflugum hliðarvindi áður en þær fóru í sölu á almennum markaði. Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar vélin lenti í Keflavík. Sundlauginni lokað að hluta til í Reykjanesbæ XuÁ næstu vikum fara fram við- haldsframkvæmdir í Sundmið- stöðinni í Reykjanesbæ og af þeim sökum verður nauðsynlegt að loka hluta lauganna, vatna- garði og heitu pottunum. Innisundlaugin verður lokuð frá 14. júlí til 5. ágúst. Vatnsleikja- garðurinn verður lokaður frá 16. júlí til 5. ágúst. Útilaugin og renni- brautarlaugin verða lokuð frá 5. ágúst til 1. september. XuGuðrún Jónsdóttir talsmaður Stígamóta segir starf lögreglunnar á Suðurnesjum hvað varðar neyðarhnapp fyrir þolendur heimilisofbeldis vera frábært fordæmi fyrir önnur lögregluumdæmi. „Almennt líst okkur afar vel á það sem lögreglan á Suðurnesjum er að gera í ofbeldismálum,“ segir Guðrún í samtali við Fréttablaðið. „Þetta er einfaldlega sýnikennsla í því hvað hægt er að gera í íslenska kerfinu ef forgangsröðunin er rétt og ef viljinn er fyrir hendi.“ Markmið verkefnis Lögreglunnar á Suðurnesjum er að bæta rann- sóknir í málum er varða heimil- isofbeldi með markvissari fyrstu viðbrögðum lögreglu, fækka ítrek- unarbrotum, bæta tölfræðivinnslu, aðstoða þolendur og gerendur markvisst, nýta betur úrræði um nálgunarbann og brottvísun af heimili og að mál ná fleiri málum í gegnum refsivörslukerfið. Verk- efnið ber yfirskriftina „Að halda glugganum opnum.“ „Þau hafa verið frábær fyrirmynd sem síðan hefur orðið til þess, til dæmis, að borgarstjórn samþykkti einhljóða skömmu fyrir kosningar að gera átak í þessum málum. Á Suðurnesjum hafa þau líka verið að framfylgja lögum sem kveða á um það að ef ofbeldismenn haga sér ekki skikkanlega þá er þeim vísað af heimilum. Lög gera ein- mitt ráð fyrir því að svona sé þetta gert en því hefur bara ekki verið framfylgt.“ Hrósa lögreglunni á Suðurnesjum fyrir gott starf - Sýnikennsla í því hvað hægt er að gera í íslenska kerfinu Stærsta farþegaþota heims lenti með veikan farþega Á þriðja tug umsækjenda um bæjarstjórastólinn í Reykjanesbæ Á þriðja tug umsókna bárust um stöðu bæjarstjóra í Reykjanesbæ en lokað var fyrir umsóknir að- faranótt mánudags 13. júlí. Guðbrandur Einarsson oddviti Beinnar leiðar segir að ekki liggi fyrir hverjir hafi sótt um stöð- una, en Hagvangur sem sér um ráðningarferlið hefur ekki afhent umsóknir yfir til nýs meirihluta í Reykjanesbæ. Guðbrandur segir að á þriðja tug umsækjenda hafi sóst eftir stöðunni og von sé á því að nöfn þeirra verði gerð opinber á næstu dögum. „Við bíðum jafn spennt og allir aðrir,“ segir Guð- brandur í samtali við Víkurfréttir. „Um leið og við fáum umsóknir í hendurnar þá upplýsum við hverjir sóttu um. Það verður ekki setið á upplýsingum því það er ekki hluti af faglegu ferli að við séum að lúra á nöfnum umsækjenda. Þannig er það orðið í nútímaþjóðfélagi að við getum ekki haldið því leyndu,“ segir Guðbrandur en hann telur að hringt hafi verið í umsækjendur og þeir látnir vita af þessu ferli. Þeir sem ekki kjósi því að láta nafn sitt koma fram í tengslum við starfið geti því dregið umsókn sína til baka.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.