Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.07.2014, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 17.07.2014, Blaðsíða 7
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 17. júlí 2014 7 Elfa Hrund Guttormsdóttir er 43 ára gamall Njarðvíkingur. Hún er gift þriggja barna móðir og á eina stjúpdóttur. Elfa er menntaður félagsráðgjafi og vinnur hjá Virk starfsendurhæfingarsjóði. Elfa elskar að útbúa góðan morgunmat fyrir fjölskylduna á sunnu- dagsmorgnum sem eru algjörlega heilagir að hennar mati. Þá bakar hún ljúffengar pönnukökur sem hún ber á borð ásamt góðu meðlæti s.s. Nutella súkkulaðismjöri, bönunum, jarðarberjum, sykri og heima- lagaðri rabbabarasultu. „Það er mjög gott að smyrja Nutella súkku- laðismjöri á pönnukökurnar ásamt bönunum, þessa útfærslu lærði ég í París fyrir 20 árum síðan þegar ég var au-pair þar í borg. Þá var mjög vinsælt að fara á breiðgötuna Champs elysées um helgar og fá sér Crépes með súkkulaði og bönunum.“ Ertu dugleg í eldhúsinu? „Ég er dugleg að elda mat og sé ég aðallega um eldamennskuna á mínu heimili. Eva Sól dóttir mín er mikill bakari og hefur hún séð um baksturinn að mestu, sem ég er mjög ánægð með. Hún er sérstak- lega dugleg að baka cake pops og franskar makarónur. Eiginmaður minn hefur það hlutverk að ganga frá eftir matinn sem er að mínu mati góð verkaskipting. Hann er líka miklu meiri snyrtipinni en ég. Hann er einnig góður í að grilla ofan í mannskapinn.“ Hefur þú gaman af því að elda? Já ég myndi segja það. Mér finnst gaman að elda góðan mat og bjóða fólki heim. Mér finnst skemmti- legast að prófa mig áfram í elda- mennskunni og elda eftir nýjum uppskriftum sem ég hef aðallega fundið í Gestgjafanum. Ég er ein- staklega ánægð með verslunina Ship og hoj og geri ég mikið af því að kaupa gott hráefni hjá þeim. Við þurfum að vera dugleg að versla heima til að halda uppi góðri þjón- ustu hér í bæjarfélaginu. Hvað verður oftast fyrir val- inu hjá þér í eldamennskunni? „Pönnukökurnar mínar er minn sérréttur. Ég baka oftast pönnu- kökur á sunnudagsmorgnum og það er líka mjög vinsælt að baka pönnukökur fyrir fótbolta- mót og seljast þær vanalega upp á skömmum tíma. Einnig hef ég boðið upp á heitar pönnukökur og heitt súkkulaði eftir fótboltaleiki fyrir vini og vandamenn.“ Fyrir hönd aðstandenda, Finnbogi Þorsteinn Ólafsson Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, sonur, bróðir og afi, Ólafur Þór Eiríksson Vesturbergi 78 Reykjavík varð bráðkvaddur á heimili sínu sunnudaginn 6. júlí. Útför fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 17. júlí klukkan 13:00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög. Svitlana Eiríksson Liliya Trusova Sveinn Sigurður Ólafsson Le thi Oanh Eiríkur Unnar Ólafsson Rósa Lilja Le Daníel Hrafn Ólafsson Hrafnhildur Gunnarsdóttir Eiríkur Gunnar Ólafsson Ásgeir Eiríksson Ólöf Jónsdóttir Marta Eiríksdóttir Friðrik Þór Friðriksson og afadrengirnir. Fyrir hönd aðstandenda, Finnbogi Þorsteinn Ólafsson Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, Þórarinn Sæbjörnsson Miðhúsum, Sandgerði, áður Skeiðflöt, Sandgerði lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja miðvikudaginn 9. júlí. Útförin fer fram frá Safnaðarheimilinu í Sandgerði, föstudaginn 18. júlí kl. 14:00. Bjarnveig Skaftfeld Skúli Ragnarsson Sæbjörn Þórarinsson Guðrún Antonsdóttir Jónína Þórarinsdóttir Gunnar Stígsson Ásta Laufey Þórarinsdóttir Ragnar Már Sigfússon Barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. -mannlíf pósturu eythor@vf.is -minning Ólafur Þór Eiríksson fæddur 19. júní 1955 dáinn 6. júlí 2014 Elsku besti stóri bróðir minn er lát- inn. Hann er farinn og kemur aldrei aftur. Það er mjög erfitt að hugsa þá hugsun til enda að þessi yndislegi bróðir minn skuli aldrei faðma mig aftur eða segja nafnið mitt á þann hátt sem hann einn gerði, Marta mín, besta systir mín. Að við eigum aldr- ei eftir að hittast aftur og skiptast á skoðunum, karpa um Guð almátt- ugan eða um önnur andans mál. Óli Þór var gjöfull á faðmlag og átti óendanlega mikla hlýju handa öllum þeim er umgengust hann. Frábær pabbi og dásamlegur afi, góður eigin- maður seinni konu sinnar, Lönu, sem hugsaði einnig vel um lífs- förunaut sinn og besta vin. Lifandi, skemmtilegur, fyndinn, ástríkur og umhyggjusamur, hispurslaus, já- kvæður og bjartsýnn, svona var hann Óli minn, elsku besti kallinn. Hans verður sárt saknað af öllum þeim er unnu honum. En Óli átti sér skuggahlið og hún fylgdi honum alveg frá tvítugsaldri, nýútskrifuðum stúdent frá Mennta- skólanum að Laugarvatni, er hann var valdur að dauða tveggja vina sinna. Hann burðaðist með það sam- viskubit í þau næstum fjörutíu ár sem hann lifði eftir bílslysið, slysið sem umturnaði öllu í lífi hans og okkar sem stóðu honum næst. Óli Þór var lifandi kraftaverk, þótt að bílslysið hafi sett sín spor í líkama hans, þá var andinn alltaf jafn sterkur og baráttuglaður, sérstaklega fyrir hönd þeirra er minna máttu sín. Óli barðist fyrir réttindum fatlaðra eftir að hann upplifði eigin fötlun eftir bílslysið. Hann þurfti að berjast, því á þeim tíma sem hann lenti í bíl- slysi á áttunda áratugnum, þá mætti hann heilmiklum fordómum í sam- félaginu vegna fötlunar sinnar. Það særði mig djúpt sem aðstandanda að horfa upp á hversu grimmt sam- félagið gat verið bróður mínum, sem langaði það eitt að vera meðtekin eftir að hafa náð sér á undraverðan hátt eftir mikla endurhæfingu á Grensás, þegar hann gat aftur gengið og talað en í slysinu lamaðist hann og missti málið. Ólafur Þór Eiríksson, var kennari að mennt en síðustu ár ævi sinnar titlaði hann sig sem rithöfund og var nýbúinn að gefa út enska bók sem hann nefndi Loki´s resurrection. Á Amazon vefnum á hann einnig aðra bók á ensku er fjallar um afleiðingar bílslyssins. Fyrir u.þ.b. tuttugu árum skrifaði hann þessa sömu bók á ís- lensku, bókina sem hann seldi hús úr húsi í gamla heimabænum sínum Keflavík og víðar en sú bók fjallar m.a. um fötlun hans eftir slysið. Hérna eru lokaorð Ólafs Þórs úr þeirri fyrstu bók hans, sem nú er uppseld og hann nefndi Ótrúleg lífs- barátta eftir bílslys; Tilgangur minn með þessum skrifum er að leita nýrra leiða til að skapa mér atvinnu sem ég get sinnt þrátt fyrir fötlun mína, þá sem aðrir segja að ég hafi. Þrátt fyrir þá staðreynd að sjálfur telji ég mig í engu frábrugðinn venjulegu fólki. Ég tel mig hafa verið þvingaðan beint og óbeint til að fá mig úrskurðaðan 75% öryrkja og þar með óstarfhæfan. Engu að síður tel ég, að ég gæti sinnt ýmsum störfum, þó að ég hafi ekki enn fengið starf við hæfi mitt. Ef saga mín verður öðrum fötluðum til hvatningar í baráttu þeirra fyrir bættri stöðu í sameiginlegu samfélagi okkar, er ég ánægður. Þá þykir mér betur af stað farið, en heima setið að- gerðarlaus með hendur í skauti. Nú er ég lít yfir farinn veg á fertug- asta og fyrsta aldursári geri ég mér grein fyrir því að ég á mörgum að þakka það að ég skyldi þó hafa náð þessum aldri. Fyrst ber að telja starfs- fólk Borgarspítala sem gerði af mikilli kostgæfni og óeigingirni allt sem það gat til að halda í mér lífinu og koma mér aftur út í samfélagið. Kannski einnig Einari sáluga á Einarsstöðum; hvað veit maður? Einnig starfsfólki á sjúkrahúsinu og heilsugæslunni í Keflavík. Eins ber að þakka af heil- hug öllu því fólki, bæði skyldu og alls óskyldu sem sýnt hefur mér hlý- hug. Sérstaklega vil ég þó geta for- eldra Sveins Sigurðar heitins, Fjólu og Gunnars sem hafa verið einkar indæl í minn garð, konu og sonanna þriggja. En mestar og bestar þakkir hljóta for- eldrar mínir og systkini, kona mín og synir fyrir að hafa ekki látið mig sigla minn sjó þrátt fyrir alla galla mína sem oft hafa valdið þeim miklum sárindum og erfiðleikum. Blessuð sé falleg minning Óla Þórs, bróður míns. Marta systir. X■ Í ELDHÚSINU: Uppskrift 3 dl hveiti ½ tsk lyftiduft 1 msk sykur 2 egg 4-5 dl mjólk 30 g smjör eða 3 msk olía ½ tsk sítrónu- eða vanilludropar XuAðferð Setjið hveiti, lyftiduft og sykur í skál. Hrærið helminginn af mjólk- inni út í og hrærið þar til deigið er orðið kekkjalaust. Bætið eggj- unum við, fyrst öðru svo hinu, og sláið vel saman. Hellið afganginum af mjólkinni út í. Bræðið smjörið og bætið því í deigið ásamt köku- dropunum. Bakið kökurnar á heitri pönnu. Sunnudags- morgnar heilagir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.