Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.07.2014, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 17.07.2014, Blaðsíða 15
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 17. júlí 2014 15 -sumarspjall Hvernig hefur sumarið verið hjá þér? Það byrjaði vel alla vega. Ég fór í út- skriftarferð til Mallorca í tvær vikur. Hvar verður þú að vinna í sumar? Ég vinn í Landsbankanum. Hvernig á að verja sumarfríinu? Vinna, slaka á og ferðast. Ætlar þú að ferðast í sumar, og hvert þá? Já, mig langar að ferðast innanlands í sumar, þá helst til Akureyrar. Eftirlætisstaður á Íslandi? Ég verð að velja tvo, Akureyri og Drangsnes. Hvað einkennir íslenskt sumar? Útilegur, grillmatur og að sjálfsögðu rigning. Áhugamál þín? Mér finnst mjög gaman að ferðast. Eitthvað sem þú stundar aðeins á sumrin? Nei, væri samt gaman að prufa golf í sumar. Hvað ætlar þú að gera um versl- unarmannahelgina? Því miður þarf ég að vinna um verslunarmannahelgina, annars væri ég pottþétt að fara á Þjóðhátíð. Hvað fær þig til þess komast í sumarfíling? Að vera í útilegu með skemmtilegu fólki, og nauðsynlegt að vera með gítar! Hver er sumarsmellurinn í ár að þínu mati? Mér dettur bara ekkert í hug. Hvað er það besta við íslenskt sumar? Hvað allir eru miklu jákvæðari og að þurfa ekki alltaf að vera í úlpu. En versta? Held að flestir geti verið sammála, það vantar meiri sól. Uppáhaldsgrillmatur? Ég er ekkert voðalega hrifin af grill- mat, en ég myndi segja svínalundir. Sumardrykkurinn? Kók með klökum og sítrónu. Langar að prufa golf í sumar Sunneva Ómarsdóttir er tvítug og b ýr í Innri- Njarðvík. Hún útskrifaðist úr Verzlu narskólanum í vor og vinnur hjá Landsbankanum . Hana langar að ferðast innanlands í sumar og se gir að það besta við sumarið er að allir eru ják væðari og að þurfa ekki alltaf að vera í úlpu. póstur u pop@vf.is Guðmundur Rúnar Hallgríms- son og Karen Guðnadóttir urðu klúbbmeistarar í Golfklúbbi Suðurnesja en meistaramótum golfklúbbana lauk um síðustu helgi. Þátttaka var minni en oft áður og eflaust höfðu veðurguð- irnir veruleg áhrif í þeim efnum. Hjá Golfklúbbi Grindavíkur var hörð keppni í meistaraflokki karla og þar sigraði Helgi Dan Steins- son en Gerða Kristín Hammer í kvennaflokki. Hjá Golfklúbbi Vatnsleysustrandarhrepps sigruðu Ágúst Ársælsson og Guðrún Egils- dóttir og í Sandgerði vann Þór Rík- harðsson eftir bráðabana við Pétur Þór Jaidee. Hulda Björg Birgisdóttir vann í kvennaflokki. Úrslit í öllum flokkum má sjá á vf.is. Hundruð kylfinga í meistaramótum Helgi Dan Steinsson og Gerða Kristín Hammer urðu klúbb- meistarar GG. Verðlaunahafar í meistaramóti GS. Guðmundur Rúnar Hallgrímsson og Karen Guðnadóttir urðu klúbb- meistarar GS. Sjónvarp Víkurfrétta Alla fimmtudaga kl. 21:30 á ÍNN

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.