Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.07.2014, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 24.07.2014, Blaðsíða 10
fimmtudagurinn 24. júlí 2014 • VÍKURFRÉTTIR10 Skötumessan var haldin með glæsibrag í Gerðaskóla í Garðinum á dögunum. Þar kom saman fjöldi fólks sem gæddi sér á vel kæstri skötu. Að mati veislugesta var skatan hæfilega kæst og höfðu nokkrir á orði að hún væri einstaklega góð í ár. Að venju voru góð málefni styrkt en Ásmundur Friðriksson þingmaður og félagar hafa jafnan styrkt ýmis góð verkefni og einstaklinga við þetta tækifæri. „Þetta er í fjórða skipti sem við höldum þetta af þessari stærðar- gráðu hér í Gerðaskóla en við höfðum áður haldið þetta með minna sniði þannig að samtals eru þetta 8 skipti. Það mættu hér 400 manns og það er sá fjöldi sem við búumst við að fá. Það eru yfirleitt sömu andlitin ár eftir ár og ekki beint verið að reyna að stækka þetta meira, frekar að gera þetta betur. Það mikilvægasta í þessu finnst mér að allir gestir upplifi saman í lok kvölds að hafa látið gott af sér leiða eftir afhendingu styrkjanna,“ en með Skötumessunni hafa mörg góð verkefni og einstaklingar verið styrkt í gegnum tíðina. „Þegar við fórum að selja inn á þetta fór að vera afgangs peningur sem okkur langaði að nýta í gott málefni. Fyrstu árin fór sá pen- ingur til MND félagsins en þegar þetta stækkaði og við fórum að fá matinn gefins frá Axeli Jónssyni í Skólamat, þá fer hérumbil öll upp- hæðin sem safnast beint í styrki. Það eru örfáar krónur sem fara í innkaup,“ Ásmundur segir gesti koma hvaðanæva að af landinu, frá Vík í Mýrdal, Vestmannaeyjum, Hvammstanga, víðast hvar af Suðurlandinu og auðvitað höfuð- borgarsvæðinu. -mannlíf pósturu vf@vf.is X■ Skötumessa í Garðinum: „Hefði ég ekki étið skötu hér áður fyrr hefði ég ekki komist til manns“ - Sumarskatan vekur mikla lukku Fastur liður í lífi Garð- manna á sumrin að fá skötu um mitt sumar, það er farið að spyrja hvenær Skötuveislan verði í maí Ég hef ekki fengið svona góða skötu síðan í barn- æsku. Hún er svo sterk og góð núna „Skatan klikkar aldrei hér“ Xu Jón Borgarsson Hafnarmaður hefur alltaf mætt á Skötumessuna en hann segir skötuna aldrei klikka. „Ég hef lengi verið í góðgerðarstússi þó maður hafi ekki alltaf haft efni á því. Ég myndi alveg mæta þó ég væri ekki að fá mér að borða. Ég er samt yfir mig hrifinn af skötunni og hefði ég ekki étið skötu hér áður fyrr hefði ég ekki komist til manns. Ég er alinn upp við að borða skötu og fæ mér hana í hvert sinn sem hún er á boðstólum. Framlagið er mjög flott hjá honum Ásmundi og skatan klikkar aldrei hér.“ XuPáll Jóhann Pálsson þingmaður Framsóknar frá Grindavík segir skötuna góða í Garðinum. Hann tekur þó ekki svo djúpt í árinni að segja hana betri en á heima- slóðunum. „Skatan er fjandi góð, ansi sterk en ég geng nú ekki svo langt að segja að hún sé betri hér en í Grindavík, en mjög ná- lægt því. Þetta er í fyrsta skipti sem ég mæti en við Ásmundur höfum kynnst vel á þinginu og þar fékk ég að heyra af þessari Skötumessu. Síðasta þingdaginn elduðum við Ási saman skötu við misjafnar undirtektir hinna þing- mannanna. Lyktin þótti ekki vel við hæfi en flestum líkaði þetta þó. Mér finnst þetta frábært fram- tak og virkar vel fyrir alla, hægt er að fá sér skötu og styrkja gott málefni í leiðinni. Hér áður fyrr fékk maður alltaf skötu á sjónum á laugardögum en núna er þetta eiginlega bara á Þorláksmessu,“ sagði þingmaðurinn. XuMatreiðslumaðurinn Gunnar Sumarliðason sagði að sjaldan hefði farið jafn mikið af skötu og nú. „Við erum að fara með um 150 kg af skötu og 60 kg af saltfisk. Hún er rétt rúmlega kæst að þessu sinni. Skatan kemur úr Garðinum frá honum Tedda, hann kann þetta. Þetta er með mesta móti núna.“ Skatan fer vel í stóra sem smáa. Bæjarstjórinn í Garði kláraði af disknum sínum. Þingmaðurinn Páll Jóhann ásamt fleiri glöðum Grindvíkingum.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.