Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.07.2014, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 24.07.2014, Blaðsíða 12
fimmtudagurinn 24. júlí 2014 • VÍKURFRÉTTIR12 Hópur háskólanema hefur farið um landið undan- farin fjögur sumur til að mynda og safna upplýsingum um eyði- býli og önnur yfirgefin íbúðarhús í sveitum. Hópurinn fór nýlega um Reykjanesið og myndaði þar nokkur eyðibýli en að sögn Olgu Árnadóttur, annars verkefnis- stjóra verkefnisins í sumar voru frekar fá eyðibýli á svæðinu. Flest voru þau á Vatnsleysuströnd og eru þar þrjú í röð sem standa á fallegum stað. Húsið sem er ef- laust hvað þekktast er Sjónarhóll á Vatnsleysuströnd en jörðin var sýkt af miltisbrandi fyrir um 10 árum síðan þar sem þrjú hross drápust. Húsið brann fyrir ein- hverju síðan og því ekki spenn- andi um að litast innandyra. Fleiri þekkt hús á svæðinu voru mynduð og má þar nefna burst- abæinn á Hafurbjarnastöðum og Stóra-Hólm sem margir kannast við á Jóelnum, æfingagolfvell- inum á Hólmsvelli í Leiru. Ann- ars var óvenju mikið af tóftum og menningarlandslagi á Reykja- nesinu sem vitna um sjósóknina áður fyrr að sögn Olgu. Rannsóknarverkefnið nefnist Eyði- býli á Íslandi og markmið þess er að rannsaka og skrá umfang og menningarlegt vægi yfirgefinna húsa. Verkefnið hófst árið 2011 og er þetta því fjórða og síðasta sumarið sem hópurinn ferðast um landið, en Suðvesturhornið er tekið fyrir að þessu sinni. Olga segir hóp- inn ekki enn vita mikið um sögu húsanna en um þessar mundir fer fram eftirvinnsla þar sem aðal- rannsóknarvinnan fer fram. Nú þegar hafa fimm bindi komið út frá mismunandi landshlutum og í haust má eiga von á tveimur bindum í viðbót þar sem afrakstur vinnu sumarsins er gefinn út. Eyðibýli skrásett á Reykjanesinu -mannlíf pósturu vf@vf.is MÁN–FIM FÖS LAU 11.00–18.00 11.00–19.00 13.00–16.00 OPNUNARTÍMAR Í SUMAR: HÓLAGÖTU 15 // 421-6070 // VIÐ ERUM Á FACEBOOK GLÆSILEGT ÚRVAL AF FLOTTUM STEIKUM Á GRILLIÐ, PÖNNUNA EÐA OFNINN! EKTA NAUTAHAMBORGARAR, EINGÖNGU EÐAL HRÁEFNI. EINNIG ER FISKBORÐIÐ SPRIKLANDI AF FERSKUM FISK OG- FISKRÉTTUM, 1. FLOKKS HUMAR SELDUR Í STYKKJATALI. MIKIÐ ÚRVAL AF GÓÐUM, KÖLDUM SÓSUM FYRIR FISK OG KJÖT. Hafurbjarnarstaðir 2 Sandgerði Sjónarhóll 1 Vatnsleysuströnd Stóri-Hólmur Garður Nýi Bær, Ásláksstaðir, Sjónarhóll

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.