Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.07.2014, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 24.07.2014, Blaðsíða 14
fimmtudagurinn 24. júlí 2014 • VÍKURFRÉTTIR14 -íþróttir pósturu eythor@vf.is Reynismenn taka á móti grönnum sínum frá Njarðvík í kvöld í 2. deild karla í fótbolta. Liðin eru í tveimur neðstu sætum deildarinnar og segja mætti að nú sé að duga eða drepast fyrir bæði lið. Jafnan þegar liðin mætast þá er fjörugur fótbolti leikinn og mikið af mörkum. Hvað gerist í Sand- gerði í kvöld? „Bæði lið þurfa sigur þar sem þetta er í raun fallslagur. Við erum í vondri stöðu, það þarf ekkert að skafa af því,“ segir Ómar Jóhannsson aðstoðar- þjálfari Njarðvíkinga. „Við gerum okkur grein fyrir að hver leikur sem líður verður mikilvægari þar sem stigunum fækkar sem eru í boði. Njarðvík-Reynir er líka skemmtilegur leikur, það er alltaf smá öðruvísi að mæta grönn- unum sama hver staðan er í deild- inni.“ Njarðvíkingar styrktust á dögunum en þá kom framherjinn Andri Fannar Freysson til liðsins. „Andri Fannar er náttúrulega ný- kominn og er mjög mikilvægur fyrir okkur, og ekki er það verra að hann sé algjör Njarðvíkingur,“ segir þjálfarinn. Mun þjálfarinn Guðmundur Steinarsson klæðast treyju í leiknum? „Það er aldrei að vita, hann hefur náttúrulega spilað nokkrar mínútur nú þegar í sumar. Það er gott að hafa hann til taks. Þegar hann er nálægt markinu er alltaf hætta á marki.“ Draumur ef reynsluboltarnir myndu ná að bjarga okkur frá falli Hjörtur Fjeldsted ólst upp með þeim Ómari og Guðmundur í yngri flokkum Keflavíkur. Hann hefur verið hjá Reynismönnum frá árinu 2004 og er núna aðstoðarþjálfari liðsins. Hann viðurkennir að það væri gaman að skjóta vinstrifótar- vinum sínum ref fyrir rass. „Ætli ég verði ekki á bekknum sem aðstoðarþjálfari og reyni jafnvel í framhaldinu að fylla í skó Kjartans Mássonar. Við Reynismenn eigum möguleika á að kljúfa okkur að- eins frá Njarðvík með sigri þeirra geta þeir jafnað okkur í deildinni. Þetta er því botnsslagur af bestu gerð,“ segir Hjörtur en hann býst við góðum leik. „Það er alltaf nóg að gerast í þessum Derby-leikjum okkar, þannig að þetta verður pott- þétt baráttuleikur og væri gaman að sjá sem flesta á vellinum.“ Hvað hefur verið að klikka hjá Sandgerð- ingum í sumar? „Þetta er nýtt lið og menn eru að slípa sig saman. Þetta eru ungir strákar og vantar reynslu. En við Grétar (Hjartarson) erum að reyna að koma inn með reynslu og svo er Magni (Jóhanns- son) líka byrjaður að mæta aftur og mun sennilega vera í hóp á fimmtu- daginn. Egill þjálfari er líka reynslu- mikill og það væri algjör draumur ef reynsluboltarnir myndu ná að bjarga okkur frá falli.“ Hjörtur er að æfa með liðinu og segir að það sé aldrei að vita nema hann klæði sig í búning. „Það verður gaman að mæta Gumma, Ómari og félögum. Við spiluðum saman upp alla yngri flokka og upp í meistaraflokk í Keflavík. Það verður samkeppni á milli okkar vinstrifótamannanna,“ segir Hjörtur. Hann segir að ef gamli vinur hans, Gummi Steinars, verði með þá séu Njarðvíkingar alltaf hættulegir fram á við. „Hann þarf ekki mikinn tíma eða pláss. Hann þarf varla að vera kominn yfir miðju til þess að teljast líklegur til þess að skora,“ sagði Hjörtur á léttu nótunum að lokum. Fallslagur í Sandgerði - Derby-slagur í 2. deild karla í fótbolta - Una Margrét er fyrirliði U17 landsliðsins: Get spilað flestar stöður fyrir utan markmanninn XuUna Margrét Einarsdóttir er fyrirliði U17 landsliðsins í fót- bolta en hún spilar með 3. flokki RKV sem er sameiginlegt lið Reynis, Keflavíkur og Víðis. Einnig á hún að baki tíu leiki með meistaraflokki Keflavíkur. Una er fædd og uppalin í Garð- inum og spilaði með Víði í Garði upp alla yngri flokka, þar til að hún skipti yfir í Keflavík í fyrra- vor. Hún hefur spilað sjö leiki með U17 landsliðinu en hún var að koma heim úr landsliðsferð frá Sviss. „Það var rosalega gaman að fara út að spila með landsliðinu. Okkur gekk ekkert það vel, við erum mikið minni þjóð en hinar. Þetta var bara mjög góð reynsla,“ sagði Una Margrét. Hvernig er sambandið á milli ykkar stelpnanna í landsliðinu? „Við stelpurnar í landsliðinu erum nokkuð nánar, tölum mikið saman þegar það eru æfingar. Á milli leikja erum við mikið uppi á herbergi að slaka á og spjalla, við reynum að vera sem minnst á net- inu. Svo fórum við líka að versla.“ En hvernig er að spila í meistara- flokki? „Það er svolítið erfiðara að spila í meistaraflokki, en stelpurnar í liðinu eru æðislegar og aðstoða mig mikið. Ég læri líka mikið af því að spila með þeim og fá góða reynslu.“ Áttu þér einhver önnur áhuga- mál? Ég hef verið í tónlistarskóla, þann- ig að ég myndi segja tónlist. Hvað langar þig til að gera í framtíðinni? Langar að vera kennari en það er bara svo illa borgað. Hvaða stöðu spilarðu og hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila? Get spilað flestar stöður fyrir utan mark, en finnst skemmtilegast að vera fremst á miðju. Hver er besti skemmtikrafturinn í liðinu? (Keflavík) Það koma margar til greina en Magga bingó vinnur þetta. Hvenær vaknarðu á morgnana? Vakna um hálfátta á virkum dögum en frekar mikið seinna um helgar, ef það er ekki leikur. Ertu að vinna einhvers staðar? Er bara í bæjarvinnunni. Í hvaða framhaldsskóla ferðu í og hvað ætlarðu að læra? Fer í FS og ég ætla á félagsfræði- braut. Uppáhalds: Bíómynd? Fault In Our Stars situr í mér. Þættir? Eitthvað svona sakamála, Bones, The Mentalist og Rizzoli And Isles. Matur? Mexíkósk kjúklingasúpa. Staður? Rúmið mitt er minn staður. Tónlistarmaður/hljómsveit? Á ekki beint uppáhalds, hlusta á allt mögulegt. Fótboltamaður/-kona? Lionel Messi & Luis Suarez. 5. flokkur Njarðvíkur í fótbolta spilaði við Val í A- og C-liðum á dögunum. Ljósmyndarar Víkurfrétta kíktu á Njarðtaksvöll og smelltu nokkrum myndum af keppendum. Hægt er að sjá myndasafn af köppunum á vefsíðu okkar vf.is. Grænir og góðir Una í leik með meistara- flokki gegn Víkingi. Aðstoðarþjálfararnir Ómar og Hjörtur.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.