Víkurfréttir


Víkurfréttir - 31.07.2014, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 31.07.2014, Blaðsíða 2
fimmtudagurinn 31. júlí 2014 • VÍKURFRÉTTIR2 -fréttir pósturX vf@vf.is VATNAGARÐUR OG INNILAUG OPNAR - ÚTILAUGIN LOKAR Ágætu sundlaugargestir! Viðhaldsframkvæmdum í innilaug og vatnagarði er að ljúka og verður opnað þriðjudaginn 5. ágúst. Á sama tíma verður útilauginni lokað vegna framkvæmda til 1. september . Við biðjumst velvirðingar á þeirri röskun sem þea hefur í för með sér. Íþróafulltrúi Reykjanesbæjar EKUR ÞÚ VARLEGA? 30 km hámarkshraði er í íbúðahverfum. Hvetjum íbúa til að aka varlega Sýnum tillitssemi – ökum varlega. 30 Ert þú með viðburð á Ljósanó Sýningu, sölu, uppákomu, skemmtun... Mundu eˆir að skrá viðburðinn á ljosano.is Þannig birtist hann í dagskrá Ljósanætur. Berist hann fyrir 26. ágúst fer hann einnig í prentaða dagskrá. Menningarsvið LJÓSANÓTT „Það þarf fólk eins og þig...“ X■ Ólafur Helgi Kjartansson tekur við embætti lögreglustjóra á Suðurnesjum Sigríður færð frá Suðurnesjum á höfuðborgarsvæðið Sigríður Björk Guðjónsdóttir verður fyrsta konan sem gegnir embætti lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Sigríður hefur frá árinu 2009 gegnt sama embætti á Suðurnesjum. Hún var aðstoðarríkislögreglustjóri á árunum 2007-2008, sýslumaður á Ísafirði 2002-2006 og þar áður skattstjóri Vestfjarðaumdæmis. Ólafur Helgi Kjartansson hefur verið skipaður í embættið á Suðurnesjum í stað Sigríðar. Sam- kvæmt nýjum lögum verður lög- regluumdæmum fækkað úr 15 í níu og mun breytingin taka gildi um næstu áramót. Töluverðar framkvæmdir eru fyrirhugaðar við Sporthúsið á Ásbrú. Ætlunin er að fjölga merktum bílastæðum úr 64 í 105, en þeir sem til þekkja kannast líklega við það hve erfitt er að fá bílastæði á annatímum við húsnæðið. Í samtali við Víkurfréttir sagði Kristján Helgi Jóhannsonn, starfsmaður Sporthússins að á háannatímum væri fjöldi iðkenda svo mikill að fullt væri oft á bílastæðinu við Sporthúsið, einnig við Andrews menningarhús og jafnvel við skólahúsnæði Keilis. Skortur á bílastæðum varð mjög fljótlega vandamál eftir að Sporthúsið opnaði. Nú ætla því eigendur Sporthússins, í samstarfi við Kadeco að bæta að- stöðuna til muna en bæði á að stækka og breyta bílastæðinu. Að auki er unnið að uppsetningu ljósastaura sem ætlað er að bæta lýsingu á plani. „Með því að breyta uppsetning- unni og mála upp á nýtt er hægt að nýta svæðið betur. Aðgengi að bílastæðunum við Andrews verður bætt með því að leggja göngustíg og einnig verður gatan þrengd til þess að auka öryggi viðskiptavina,“ segir Kristján. Talsvert er um að viðskipta- vinir mæti einir á bíl í rækt- ina og hefur Sporthúsið reynt að hvetja fólk til þess að taka strætó. „Þó við séum að fara í þessar endurbætur, viljum við endilega halda áfram að hvetja fólk til þess að nýta sér strætisvagnana en það er um að gera að nýta sér almenn- ingssamgöngur sem eru í boði hér í bæ endurgjaldslaust. Ekki er svo verra að hlaupa eða hjóla enda stutt að fara upp á Ásbrú,“ segir Kristján hress að lokum. Töluverðar framkvæmdir við Sport- húsið á Ásbrú - Fjölga bílastæðum úr 64 í 105 -verslunarmannahelgin Hvað á að gera um versl- unarmannahelgina og hvert á að fara? Ég er að vinna í háloft- unum um vers lunar- mannahelgina og mun því eyða helginni í Bo- ston. Ætli ég fái mér ekki eitthvað gott að borða á Cheesecake Factory, taki smá búðarrölt og skelli mér í sólbað ef veður verður gott. Hvað finnst þér einkenna góða verslunarmannahelgi og finnst þér eitthvað vera ómissandi um þessa helgi? Lykillinn að góðri versl- unarmannahelgi er auð- vitað góða skapið. Ef við tökum það með okkur í ferðalagið þá verður gaman hvernig sem viðrar eða hvar sem við erum. Er einhver verslunar- mannahelgi sem er eftirminnilegri en aðrar hjá þér? Ég hef tvisvar komið til Vestmanna- eyja um verslunarmannahelgi og þær helgar standa svo sannarlega upp úr. Það er ákveðinn sjarmi yfir þessari hátíð og ég stefni að því að fara ein- hvern tíma aftur. Sólbað og búðarrölt í Boston Elín Rós Bjarnadóttir er kennari, jógakennari og bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ en starfar sem flugfreyja hjá Icelandair á sumrin. Hún verður á vakt um helg- ina og flýgur til Boston.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.