Víkurfréttir


Víkurfréttir - 31.07.2014, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 31.07.2014, Blaðsíða 4
fimmtudagurinn 31. júlí 2014 • VÍKURFRÉTTIR4 vf.is Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is Afgreiðsla: Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. SÍMI 421 0000 Það verður leitt að sjá á eftir Valla bakara og Lenu konu hans en þau eru að hætta störfum um leið og bakaríið selst. Ásmundur sonur þeirra hjóna hefur reyndar séð um reksturinn síðustu fjögur ár en sá gamli stendur ennþá vaktina. Valgeirsbakarí hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem eitt af þeim fyrirtækjum sem alltaf eru til staðar á Suðurnesjum. Það er nú einu sinni þannig í rekstri að öldugangurinn er mismikill og áhafnirnar eru misgóðar. Valli og Lena hafa alltaf siglt lygnan sjó. Rekstur þeirra hefur gengið vel að sögn bakarans reynda öll þau 44 ár sem snúðar og annað kruðerí hefur verið á boðstólnum fyrir sætindaseggi (nýyrði) Suðurnesja. Alltaf hefur bakarinn verið tilbúinn að stökkva til og afgreiða en það sér maður vanalega ekki í flestum bakaríum. Það eru komnar nokkrar kynslóðir af fólki sem alið er upp við brauðið hjá honum Valla en öll fjölskyldan hans hefur staðið þétt við bakið á honum og unnið í fjölskyldufyrirtækinu. Flestir vita af því að það er ekki langt síðan að rótgróið bakarí í Reykja- nesbæ lagði upp laupana. Vallli segir sjálfur frá því að það sé orðið erfitt að fá lærða bakara til starfa og að stéttin eigi í raun undir högg að sækja. Nú þegar ljóst er að reksturinn mun líklega lenda í höndum annarra aðila, er óskandi að sá hinn sami haldi bakaríinu og jafnvel nafninu góða á lofti. Því rétt eins og með Fíabúð (Kostur núna) þá verður húsnæðið ekki kallað annað en Vallabakarí af næstu kynslóðum. Með fullri virðingu fyrir stóru verslununum þá er eitthvað svo íslenskt og notalegt við það að kíkja í bakarí um helgar til þess að næla sér í eitthvað gott með kaffinu. Ég mæli því með því að þið kíkið til Valla á næstunni og heilsið upp á hann. Það eru fáir hans líkir eftir. Vallabakarí og Fíabúð að eilífu -ritstjórnarbréf Eyþór Sæmundsson skrifar Heyrn, Hlíðasmára 11, Kópavogur Ellisif Katrín Björnsdóttir Heyrnarfræðingur veitir faglega ráðgjöf HEYRNARÞJÓNUSTA Heyrðu umskiptin Fáðu heyrnartæki til reynslu Kæru Suðurnesjamenn Verðum á heilsugæslunni í Keflavík fimmtudaginn 21. ágúst. Verið velkomin Tímapantanir - 534 9600 Strandsjórinn við Reykjanesbæ er töluvert mengaður og að sögn Magnúsar H. Guðjóns- sonar framkvæmdastjóra Heil- brigðiseftirlits Suðurnesja þyrftu bæjaryfirvöld að bregðast við og ráðast í að reisa hreinsistöð. Verst er ástandið við gömlu bryggjuna sem stóð við Duus-hús hér áður fyrr, en einnig er slæmt ástand við Vatnsenda. Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja gaf nýverið út mælingar á saurgerla- mengun í sjó við Reykjanes og er ástandið óviðunandi við Norð- fjörðsbryggju í Keflavík, en þar mælist saurgerlamengun mun meiri en á öðrum svæðum á Suður- nesjunum. Ástæðan er margþætt en mestu skiptir að engin skólp- hreinsistöð er til staðar eins og á flestum öðrum stöðum svæðisins. Varðandi ástandið í sjónum við Norðfjörðsgötu segir Magnús að ekki sé óeðlilegt að það sé mikil saurgerlamengun þar sem ekkert hreinsunarkerfi er til staðar. „Þarna koma stórar skólpleiðslur út og gríðarlegt magn af skólpi fer þarna í gegn, frá um 10.000 manns. Þegar engin hreinsun á sér stað verður saurgerlamengun í kjölfarið mikil. Verið er að fylgjast stöðugt með þróuninni og eru sýni tekin reglu- lega með ákveðnum GPS punktum sem alltaf eru á sama staðnum. Ófullnægjandi ástand telst ef saur- gerlar mælast fleiri en 1000 á hverja 100 ml í hverri sýnatöku en svæðið neðan við Duus mælist með 24.000 saurgerla á hverja 100 ml. Ástand- ið kann að vera ófullnægjandi en er þó ekki hættulegt. Oft fýkur sjávarrokið og með því berast saur- gerlarnir upp á land. Ekki er allt svæðið í kringum gömlu bryggjuna mengað en smábátahöfnin í Kefla- vík hefur verið hreinsuð og mælist engin saurgerlamengun þar. Reykjanesbær kemur verst út á listanum sem nær yfir alla strand- lengjuna á Suðurnesjum. Að sögn Magnúsar á það sér eðlilega skýringu en Reykjanesbær er lang- stærsta sveitarfélag á svæðinu og þar af leiðandi með mesta skólpið sem safnast á einn stað. Ekki eru þó allir staðir í Reykjanesbæ með saurgerlamengun en Stakks- fjörðurinn, Njarðvíkurhöfn og Fitjar hafa tæran sjó vegna þess að þar fer skólpið í gegnum hreinsi- stöðina í Njarðvík. Bæjaryfirvöld hafa verið að stíga skref í rétta átt og er Reykjanes- bær í raun ekki að standa sig verr en önnur sveitarfélög af svipaðri stærð annars staðar á landinu, að mati Magnúsar. „Það eru ekki mörg bæjarfélög sem eru með þetta í fullkomnu standi enda eru þessar framkvæmdir dýrar og reksturinn líka. Þetta mál er sjaldan sett ofar- lega á forgangslistann í bæjarstjórn en ég vil að sjálfsögðu hvetja bæja- yfirvöld til þess að gera sitt í því að hafa strandlengjuna okkar hreina,“ segir Magnús. Saurgerlamengun talsvert yfir umhverfismörkum í Reykjanesbæ l fi fi í j -viðtal pósturX vf@vf.is -verslunarmannahelgin Tinna Sigurbjörg Hall- gríms er úr Vogunum og er framkvæmdastjóri Þróttar. Henni þykir langbest að vera á Flúðum um verslunar- mannahelgina þar sem fjöl- skyldan tekur þátt í dverga- kasti og Nóa- kúluvarpi. Hvað á að gera um verslunar- mannahelgina og hvert á að fara? Undanfarin ár hef ég eytt mín- um verslunarmannahelgum á Flúðum með fjölskyldu og vina- fólki. Ég myndi segja að ég væri algjör sveitastelpa. Ég bý í litlum bæ og sæki mikið á Flúðir, þar líður mér best. Föðurfjölskyldan mín er búsett þar og eiga for- eldrar mínir sumarhús þar. Systk- ini pabba og afkomendur eiga einnig sumarhús þarna á sama svæði og er því oftar en ekki fjöl- mennt á landinu okkar, er kallast Mýrin, þar um verslunarmanna- helgina. Þar höldum við árlega okkar eigin f jölskylduleika/há- landaleika þar sem er keppt í hinum ýmsu þrautum eins og Nóa- kúluvarpi, dvergakasti og kassabílarallý, svo eitthvað sé nefnt. Að þeim loknum er síðan verðlaunaafhending og varðeldur. Þetta er algjörlega toppurinn á helginni. Þessa versl- unarmannahelgina ætla ég einnig að vera á Flúðum, en aðeins fram á sunnudag. Þá tekur við smá ævintýraferð til Vestmannaeyja á Þjóðhátíð ásamt góðum vinum. Hvað finnst þér einkenna góða verslunarmannahelgi og finnst þér eitthvað vera ómissandi um þessa helgi? Það sem skiptir mig máli um verslunamannahelgina er að fara út úr bænum. Ég held að ég hafi bara aldrei verið heima hjá mér um verslunarmannahelgi. Þetta er viss hefð,sem ég er alin upp við og líkar mér það. Veðrið getur skipt máli, en nokkrir dropar skipta ekki miklu máli ef maður á rétta fatnaðinn. Einnig finnst mér skipta máli að vera með vinum eða ættingjum. Það er alltaf ávís- un á góða helgi. Er einhver verslunarmanna- helgi sem er eftirminnilegri en aðrar hjá þér? Sú verslunarmannahelgi sem er mér minnistæðust er án nokkurs vafa þegar ég fór á mína fyrstu Þjóðhátíð, árið 2001. Þá fór fullt af frábærum Vogabúum saman og einkenndist sú helgi af ein- tómri gleði og hamingju. Mér finnst að allir verði að upplifa þá stemningu sem ríkir í dalnum og brekkunni. Sérstaklega á sunnu- dagskvöldinu þegar brekku- söngurinn og blysin eru. Það er ólýsanleg tilfinngin að vera í brekkunni ásamt 10.000 öðrum, syngja saman og hafa gaman. Dvergakast og Nóakúluvarp

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.