Víkurfréttir


Víkurfréttir - 31.07.2014, Blaðsíða 5

Víkurfréttir - 31.07.2014, Blaðsíða 5
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 31. júlí 2014 5 Sigrún Inga Ævarsdóttir er 25 ára gamall Njarðvíkingur sem rekur verslunina Krummaskuð á Hafnargötunni. Hún er nýútskrifuð úr lögfræði og stefnir á að starfa við það í nánustu framtíð. Sigrún og maður hennar eiga fjögurra ára gamla dóttur sem er mikill áhrifa- valdur þegar kemur að matargerð á heimilinu. „Ef dóttir mín hins vegar fengi alltaf að ráða þá værum við með grjónagraut og súkkulaði í öll mál. Það er ekki oft sem að ég gef mér tíma í að elda. Ég malla þó reglulega í þessa kjúklingasúpu sem er í algjöru uppáhaldi. Hún er að mínu mati best daginn eftir, með smá sýrðum rjóma og grófu brauði.“ Einföld ljúffeng kjúklingasúpa: Kjúklingur (Ég nota ýmist 2-3 bringur eða nokkrar lundir) 1 paprika 1 krukka af lífrænum hökkuðum tómötum 1 laukur 1 lítil askja af rjómaosti U.þ.b. 1/3 af flösku af Chili sósu frá Heinz 2 msk. karrý Salt og pipar eftir smekk 2 grænmetissúputeningar U.þ.b. 2 dl vatn 2-3 dl matreiðslurjómi Ég steiki kjúklinginn og græn- metið á pönnu upp úr íslensku smjöri og karrý. Svo er öllu nema rjóma skellt í pott, suðan látin koma upp og látið malla í 5-10 mínútur. Þá er rjómanum bætt við og látið malla í um 5 mínútur. Ertu dugleg í eldhúsinu heima hjá þér? Langt í frá. Það er þó kvöld- matur hjá okkur á hverju kvöldi en ég get ekki eignað mér heiðurinn af því að töfra fram allar þær kræs- ingar sem þar verða til. Ég er svo heppin að eiga mann sem hefur gaman af því að elda þannig að ég slepp við að þurfa að velja hvað er í matinn hverju sinni. Hefur þú gaman af því að elda? Þegar ég var yngri þá hafði ég gaman af því að fá eldhúsið hennar mömmu að láni annað slagið. Ég á þrjá bræður með stóra maga þann- ig að það var krefjandi verkefni að töfra fram kvöldmatinn á því heimili en ég hafði mjög gaman af því. Frá því að ég flutti að heiman virðist ég þó ekki hafa fundið sjarmann við það að eyða miklum tíma í eldhúsinu. Kannski er það af því að ég kann ekki að elda marga rétti og það vekur ekki mikla lukku að vera alltaf með það sama í matinn. Hvað verður oftast fyrir valinu hjá þér, áttu þér einhvern sérrétt ef svo mætti segja? Á mínu heim- ili er einfaldleikinn í fyrirrúmi. Frá því að ég var barn hef ég allt- af verið rosalega hrifin af mexí- kóskri matargerð. Ég myndi segja að klassískt tacos sé minn sér- réttur og fæ ég oft fyrirspurn um það hvaða leyniuppskrift ég blanda út í hakkið. Við erum kannski einu sinni í viku með ýmist Taco eða kjúklinga fahjitas. Hina dagana er þetta mjög einfalt; kjúklingur og salat, lax og salat eða jafnvel eitt- hvað ennþá einfaldara eins og bo- ozt. Ég er ekki mikið fyrir unna kjötvöru og þoli illa mjólkurvörur þannig að því er haldið í lágmarki. -mannlíf pósturu vf@vf.is Elskar mat frá Mexíkó Skólamatur ehf. óskar eftir að ráða aðstoðarmann í eldhús, við framleiðslu á sérfæði. Um er að ræða aðstoð við undirbúning, matreiðslu og skipulagningu í sérfæðisdeild Skólamatar. Menntun og reynsla af matreiðslu er kostur en áhugi á matargerð er nauðsynlegur. Umsóknir og fyrirspurnir sendist á jon@skolamatur.is Starf í eldhúSi Hollt, gott og heimilislegt Sími 420 2500 I skolamatur@skolamatur.is skolamatur.is VÍKURFRÉTTIR KOMA NÆST ÚT FIMMTUDAGINN 14. ÁGÚST Sigrún Inga með Rakel Júlíu dóttur sinni í eldhúsinu.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.