Víkurfréttir


Víkurfréttir - 31.07.2014, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 31.07.2014, Blaðsíða 6
fimmtudagurinn 31. júlí 2014 • VÍKURFRÉTTIR6 Hljómsveitin Valdimar gaf nýverið út nýtt lag Læt það duga en myndband við lagið var frumsýnt í kjölfarið. Stefnt er á að ný plata líti dagsins ljós í október en síðasta plata hljómsveitarinnar Um Stund kom út árið 2012 og var valin önnur besta íslenska plata ársins af hlustendum Rásar 2. Hljómsveitin hefur lítið verið að spila á tónleikum þar sem tveir meðlimir hljómsveitarinnar eru í námi erlendis, en það hefur eiginlega alltaf verið þannig að einhver sé úti í námi yfir veturinn. Í samtali við Víkurfréttir sagði söngvari hljómsveitarinnar, Valdi- mar Guðmundsson að verið væri að klára upptökur á allra næstu dögum. „Þetta er að klárast hér um bil í þessum töluðu orðum. Síðan fer ákveðið ferli af stað þar sem verið er að mixa, mastera og framleiða plötuna.“ Platan verður tilbúin til útgáfu í október og var tekin upp í Orgelsmiðjunni og Hljóðheimum. Tónninn í nýju plötunni verður ei- lítið frábrugðinn fyrri plötunum að því leytinu að notast er við kassa- gítar sem gefur léttara og bjartara sánd. „Hún er alla vega ekki jafn þung og drungaleg og síðasta plata. Við erum að þróa sándið og not- umst aðeins við tölvuhljóð líka. Það er ekki gaman að gera sömu hlutina tvisvar,“ segir Valdimar. Myndbandið við nýja lagið Læt það duga var gert af myndlistarmann- inum Kristni Guðmundssyni og leikur Atli Annelsson eina hlut- verkið í myndbandinu. Strákarnir, sem eru góðir félagar hljómsveitar- meðlimanna gerðu saman þetta fyrsta myndband sem gert hefur verið fyrir Valdimar frá grunni í þeim tilgangi að vera tónlistarmyn- band. Áður gerði Kristinn þó verk með laginu Yfir Borgina. Meðfram lokavinnslu plötunnar stefnir hljómsveitin á að halda tón- leika í lok ágústmánaðar en staður og stund munu koma í ljós síðar. Það er síðan alltaf nóg að gera hjá Valdimar en söngvarinn syngur reglulega í veislum á svæðinu og mun koma fram á Jazzhátíð í Reykjavík ásamt Ásgeiri gítarleik- ara hljómsveitarinnar. Verslunar- mannahelgin verður þó sallaróleg en þvert á það sem gengur og gerist í lífi tónlistarmanna er Valdimar ekki bókaður yfir ferðahelgina miklu. „Hver veit nema ég fari út á land, eða jafnvel á Innipúkann, ég hef ekkert ákveðið enn,“ segir Valdimar að lokum. -viðtal pósturX vf@vf.is Bókin Ég get ekki sagt að ég sé mikill lestrarhestur. Ég les mest af efni tengdu skólanum mínum, en reyni svo að komast í gegnum eina og eina bók í frítímanum mínum. Bókin sem ég er að lesa núna, og hef verið að lesa í heillangan tíma, heitir Rósablaðaströndin. Bókin er eftir Dorothy Koomson. Hún fjallar um Tami og Scott sem eiga tvær dætur og lifa bara góðu lífi þangað til að eitt kvöldið bankar lögreglan upp á hjá þeim og handtekur Scott. Hann er sakaður um skelfilegan glæp og í framhaldinu hrynur allt. Mikið um leyndarmál og dramatík. Mjög spennandi bók. Hún hefur einnig skrifað fleiri bækur sem ég hef heyrt að séu góðar, gæti alveg hugsað mér að lesa hinar bækurnar hennar. Tónlist Þar sem ég er nýbúin að festa kaup á miðum á afmælistón- leika Hjálma í september þá er ég að byrja að hlusta á þá aftur eftir smá pásu. Er búin að vera dyggur aðdáandi þeirra frá upphafi. Sam Smith hefur verið að heilla mig undan- farið og svo finnst mér alltaf gaman að heyra nýja Þjóðhátíðarlagið með Jóni Jónssyni. Það er skemmtilegt og hressandi lag að mínu mati og mjög auðvelt að fá á heilann. Annars er það mjög misjafnt hvernig tónlist ég hlusta á enda er ég með mjög breiðan tónlistarsmekk. Ég er alltaf pínu veik fyrir 80’s og 90’s lögum enda mikið af góðum tónlistar- mönnum og hljómsveitum sem slógu í gegn á þeim tíma. Ég er t.d. mikill U2 aðdáandi, fór til Boston að sjá þá spila 2009 og væri mikið til í að fara aftur á tónleika með þeim. Ég elska Sigur Rós og hef farið tvisvar á tónleika með þeim. Svo dett ég alltaf í Jay Z, Kanye, Beyonce svo dæmi séu nefnd. Mér finnst líka fátt eins skemmtilegt og að fara á tónleika. Fór á Beyonce í Köben í fyrra, á miða á Justin Timberlake í ágúst og svo væri ég mikið til í að stefna á utanlandsferð fljótlega og fara á góða tónleika. Ég verð að viðurkenna að ég er vandræðalega mik- ill „Boyband“ aðdáandi. Hlustaði tímunum saman á Backstreet Boys og fleiri góða á mínum yngri árum og get ennþá sungið með mörgum laganna þeirra. Svo má ekki gleyma öllum góðu íslensku lögunum frá hinum ýmsu söngvurum og hljómsveitum sem maður getur sungið í góðu gítarpartýi eða útilegu. Sjónvarsþáttur Núna er ég að horfa á Suits, Mi- stresses og 24. Uppáhalds sjón- varpsþætt irnir mínir eru Grey’s Anatomy, House of Cards, Game of Thrones, Scan- dal, The Follow- ing, The Blacklist og True Detective fyrir utan þessa sem ég nefndi á undan. Get helst aldrei beðið með að horfa á þessa þætti og horfi alltaf á þá á netinu þegar þeir eru sýndir í Bandaríkjunum því Ísland er yfir- leitt alltaf á eftir í að sýna þetta. Svo má ekki gleyma Friends, en ég hef horft á þá þætti rosalega oft, ef ekki oftar en flestir. Svo dett ég inn í ýmislegt annað ef ég hef ekkert að gera enda mikið af góðu efni sýnt í sjónvarpinu. Mér finnst raunveruleikaþættir oft skemmtilegir og flest sem tengist íþróttum, þá helst körfubolta og fótbolta. -afþreying póstur X pop@vf.is Vandræðalega mikill „Boyband“ aðdáandi Helga Jónsdóttir er fædd og uppalin í Keflavík. Hún er 26 ára og stundar nám í hjúkrunarfræði við Há- skóla Íslands og starfar á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut. Hún er mikill tónlistarunnandi og ætlar sér á afmælistón- leika Hjálma í haust. Hún er að eigin sögn ekki mikill lestrarhestur en oftast verða skólabækurnar fyrir valinu. Hún horfir á ótal sjónvarpsþætti og eru margs konar þættir í uppáhaldi hjá henni. Valdimar með nýtt lag og myndband -Gefa út nýja plötu í október -verslunarmannahelgin Hvað á að gera um verslunar- mannahelgina og hvert á að fara? Ég er nýkominn heim úr ferða- lagi, elti sólina norður og á Austurlandið og fór einnig stutta ferð um Suðurlandið. Það er frá- bært að ferðast um fallega landið okkar, en ég býst við að ég verði í borginni um verslunarmanna- helgina. Ég hef ekki farið neitt sérstakt síðustu 2 ár. Það er mikið fjör í miðborginni á Innipúk- anum um verslunarmannahelg- ina og ég stefni á að njóta þess þetta árið með góðum vinum. Ég verð að viðurkenna að eftir því sem aldurinn færist yfir mig dregur úr tjaldáhuganum, nema að það sé 100% öruggt að veðrið leiki við mig. Hvað finnst þér einkenna góða verslunarmannahelgi og finnst þér eitthvað vera ómissandi um þessa helgi? Það sem einkennir verslunar- mannahelgi er frábær stemning í fólki og mikil tilhlökkun. Eyja- menn standa auðvitað fremstir sem foringjar í þessu með því að gefa út þjóðhátíðarlag á hverju ári og ýta undir tilhlökkun land- ans. Lagið hans Jóns þetta árið er eins og lím, það festist í höfðinu á manni, enda virkilega gott lag. Það er ómissandi að hafa alltaf nýtt þjóðhátíðarlag, það er hluti af stemningunni á hverju ári. Þá er ómissandi að nýta þessa helgi í að gleðjast í góðra vina hópi og með fjölskyldunni. Verslunar- mannahelgin er helgi þar sem við eigum að njóta þess að vera til. Er einhver verslunarmanna- helgi sem er eftirminnilegri en aðrar hjá þér? Já að vísu er sú eftirminnileg- asta því miður neikvæð. Ég var staddur í Vestmannaeyjum þegar banaslys í fjölskyldunni átti sér stað og var fastur á eyjunni fögru. En ég hef farið nokkrum sinnum á Þjóðhátíð í Eyjum og þær hafa allar verið skrautlegar, hver með sínum hætti. Það liggur fyrir að það er langskemmtilegast að fara á Þjóðhátíð, þar er fjörið. Það er svo sérstakt að það er í rauninni sama hvernig veðrið er, maður kemur alltaf heim með gleði í hjarta. Man eftir Þjóðhátíð 2002 þar sem það rigndi eins og ég veit ekki hvað. Við vöknuðum í tjaldinu hálf á kafi. Við tjölduðum í lautu sem breyttist í litla tjörn. Ég var virkilega pirraður og við fórum tveir niður á bryggju til að ná Herjólfi heim. Við biðum í röðinni og fyrir framan okkur voru tveir túristar, þeir náðu tveimur síðustu miðunum. Við stóðum pirraðir á bryggjunni og horfðum á Herjólf sigla út inn- siglinguna, þá rákum við augun í túristana sem ákváðu að fara ekki í bátinn. Ég verð að viður- kenna að mig langaði að öskra á þá, en við héldum í dalinn og fengum pláss í íþróttahúsinu líkt og margir aðrir. Þarna á bryggj- unni bauð ónefndur Keflvíkingur okkur far en hann ætlaði að stela tryllu til að sigla í land. Við af- þökkuðum gott boð. Eftir að hafa þurrkað fötin á ofni var bara farið í pollagallann í dalinn og kvöldið varð eftirminnilegt. Það segir manni að láta ekki veðrið eyði- leggja stemninguna, það er ekki annað hægt en að hafa gaman ef maður ætlar sér það. Boðið far frá Eyjum á stolinni tryllu Garðbúinn hressi Árni Árna- son mun halda sig í höfuð- borginni þessa helgi og kíkja á Innipúkann.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.