Víkurfréttir


Víkurfréttir - 31.07.2014, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 31.07.2014, Blaðsíða 11
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 31. júlí 2014 11 Við tökum sumarfrí Skrifstofan hjá okkur verður lokuð frá og með 31. júli 2014 vegna sumarfría. Við opnum aftur þriðjudaginn 12. ágúst 2014. Eignasala FASTEIGNASALA FYRIRTÆKJASALA LEIGUMIÐLUN BÍLASALA 20% AUKAAFSLÁTTUR AF ÚTSÖLUVERÐI Útsölurnar halda áfram -sumarspjall -verslunarmannahelgin Hvernig hefur sumarið verið hjá þér? Mjög fínt bara, er nýkomin heim frá Spáni þannig að maður kvartar ekki! Hvar verður þú að vinna í sumar? Í veitingadeild IGS uppi á flug- velli. Hvernig á að verja sumarfríinu? Vinna og spila fótbolta. Ætlar þú að ferðast í sumar, og hvert þá? Er búin að fara til Noregs og Spánar í sumar, væri til í að ferðast eitthvað innanlands líka. Eftirlætisstaður á Íslandi? Akureyri. Hvað einkennir íslenskt sumar? Ferðalög, rigning og birta allan sólahringinn. Áhugamál þín? Fótbolti og að ferðast. Eitthvað sem þú stundar aðeins á sumrin? Ætli ég verði ekki að segja úti- hlaup, er ekkert mjög dugleg við það á veturna. Hvað ætlar þú að gera um versl- unarmannahelgina? Er að vinna um verslunarmanna- helgina eins skemmtilega og það hljómar. Hvað fær þig til þess að komast í sumarfíling? Gott veður og lyktin af nýslegnu grasi! Hvað er sumarsmellurinn í ár að þínu mati? Bálskotinn með Gumma Þórarins og Wiggle með Jason Derulo og Snoop Dogg. Hvað er það besta við íslenskt sumar? Fótboltinn. En versta? Veðrið hefur ekkert verið upp á sitt besta seinustu sumur. Uppáhalds grillmatur? Nautakjöt. Sumardrykkurinn? Enginn sérstakur sumardrykkur en rauður Kristall+ er alltaf fersk- ur! Ferðalög, rigning og birta allan sólarhringinn einkennir ís- lenskt sumar Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir er 20 ára Keflvíkingur. Hún útskrifaðist úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja í vor og vinnur í veitingadeild IGS í sumar. Hún segir að gott veður og lyktin af nýslegnu grasi komi sér í sumarfíling og að nautakjöt sé uppáhalds grillmatur. póstur X pop@vf.is Hvað á að gera um verslunar- mannahelgina og hvert á að fara? Ég stend vaktina í K-Sport á föstudeginum og ætla svo að renna upp í bústað eftir það. Á sunnudeginum ætla ég svo á Þjóðhátíð. Hvað finnst þér einkenna góða verslunarmannahelgi og finnst þér eitthvað vera ómiss- andi um þessa helgi? Góður félagsskapur er alltaf ávísun á góða verslunarmanna- helgi. Svo er sunnudagurinn á Þjóðhátíð alveg ómissandi finnst mér! Er einhver verslunarmanna- helgi sem er eftirminnilegri en aðrar hjá þér? Allar Eyjaminningarnar mín- ar eru frábærar! Það getur fátt klikkað á Þjóðhátíð með skemmtilegu fólki. Sunnudagurinn á Þjóðhátíð alveg ómissandi Helena Ósk Ívarsdóttir er Keflvíkingur sem vinnur í K-Sport og þjálfar sund. Sunnudagsstemningin á Þjóðhátíð er eitthvað sem er að hennar mati algjörlega ómissandi um verslunar- mannahelgina. Hvað á að gera um verslunar- mannahelgina og hvert á að fara? Þessa helgina verðum við líklega heima með nýjasta erfingjann og vonast til að veðrið leyfi mér að klára að mála húsið. Hvað finnst þér einkenna góða verslunarmannahelgi og finnst þér eitthvað vera ómissandi um þessa helgi? Gott veður í góðra vina hópi sem skapar mikla gleði. Því er algjörlega ómissandi að vera í brekkunni á Þjóðhátíð þegar brekkusöngurinn fer fram. Er einhver verslunarmanna- helgi sem er eftirminnilegri en aðrar hjá þér? Verslunarmannahelgin 2009 þegar ég fór á skeljarnar í miðjum brekkusöng og fékk JÁ. Fór á skeljarnar í miðjum brekkusöng Vilhjálmur Árnason, þing- maður úr Grindavík bað konunnar í miðjum brekku- söng í dalnum.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.