Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.08.2014, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 14.08.2014, Blaðsíða 8
fimmtudagurinn 14. ágúst 2014 • VÍKURFRÉTTIR8 Glæsileg 69 ára gömul Lancaster flugvél úr seinni heimsstyrjöld- inni lenti á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku. Vélin sem kallast Mynarski Lancaster er önnur af tveimur Lancaster flugvélum í heiminum sem er í flughæfu ástandi. Gunnar Bragi Sveins- son utanríkisráðherra tók á móti áhöfn vélarinnar ásamt fríðu fylgdarliði. Vélin flaug frá Kanada í alls 7 klukkustundir og 40 mínútur en ferðin gekk vel að sögn áhafnar- meðlima en ferðinni er heitið til Bretlands. Lancaster flugvélar gegndu stóru hlutverki í flugflota Breta í stríðinu. Ferðin er farin til að heiðra minn- ingu þeirra fjölmörgu bresku flug- liða sem létu lífið í seinni heims- styrjöldinni. Stolt Sea Farm er eitt af þróuðustu fiskeldisfyrirtækjum heims og hefur sérhæft sig í framleiðslu á hágæða sandhverfu, flúru og styrju. Stolt Sea Farm rekur fiskeldií 6 löndum; Bandaríkjunum, Frakklandi, Noregi, Portúgal, Spáni og nú á Íslandi. Stolt Sea Farm á Íslandi hefur þegar hafið uppbyggingu á 2000 tonna eldi á senegalflúru á Reykjanesi og er uppbygging þess vel á veg komin. Áætlað er að fyrsti fiskurinn verði seldur í lok ársins 2014 og að uppbyggingu verði endanlega lokið 2018. Stolt Sea Farm leitar að áhugasömu almennu starfsfólki í fiskeldisstöð fyrirtækisins á Reykjanesi. Leitað er að jákvæðum, heiðarlegum, duglegum og útsjónarsömum einstaklingum sem hafa áhuga á að taka þátt í uppbyggingu á nýju fyrirtæki. Starfsreynsla í fiskeldi, fiskvinnslu og/eða sjómennsku er góður grunnur. Öllum umsóknum verður svarað. Umsókn ásamt ferilskrá skal senda á ssficeland@stolt.com fyrir 21. ágúst. STÖRF HJÁ IGS 2014 Við bjóðum fjölbreytileg og skemmtileg störf í spennandi umhverfi flugheimsins. IGS ehf. vill ráða fólk til vinnu. Um er að ræða störf við ræstingu flugvéla. Áhersla er lögð á reglusemi, stundvísi og árvekni. Lágmarksaldur 18 ár, almenn ökuréttindi skilyrði, íslensku- og/eða enskukunnátta skilyrði. Umsóknarfrestur til 21. ágúst 2014 Umsóknum er skilað inn rafrænt á heimasíðu IGS sjá www.igs.is Lancaster vélin í öllu sínu veldi -mannlíf pósturu vf@vf.is Landsmót Skáta 2014 var haldið að Hömrum við Akur- eyri dagana 20. – 27. júlí sl. Það var merkileg reynsla fyrir mig sem hef þekkt skátastarf af því að heimsækja Landsmótið að Hömrum. Undraveröld gæti verið fyrsta orðið sem kemur upp í hugann þegar gengið er inn á glæsilegt Landsmótssvæðið. Baden Powell stofnandi skáta- hreyfingarinnar er trúlega upp- hafsmaður „leikjagarðanna“ sem milljónir manna sækja um allan heim nema hvað skátarnir sjálfir byggja sína eigin leiktæki sem eru til að þroska samstarfshæfileika þ e i r r a o g f i n n a lausnir á vanda- málum sem nýtist þeim í öllu þeirra l í f i . K l i f t u r n a r úr spíru, brýr og koddaslagsgrind allt gert af börn- unum sjálfum til að leika sér í og við og þroska huga og hönd. Ég var satt best að segja undrandi á hvað svæðið var vel skipulagt, frábærlega fyrirkomið og áhuga- vert að sjá hvernig skátarnir höfðu byggt upp nytsöm tæki og tól til að þroska og efla getu þeirra. Kanóar, hjólabátar, tón- list, skátaklútar og kurteisi allra var yfirbragð sem við öll kunnum að meta. Yfir 200 skátar frá fimm heimsálfum voru þarna saman komnir til að efla vináttu og traust á milli manna. Þrátt fyrir að skátahreyfingin á Íslandi sé orðin 102 ára þá nýtur hún ekki þeirrar athygli og stuðnings sem hún ætti að njóta þegar litið er á mikilvægi hennar sem forvarnar- og þroskandi samstarfsvett- vangs barna og unglinga á öllum aldursskeiðum. Skátarnir læra að komast af, sinna nytsömum hlutum, bera virðingu hver fyrir öðrum og vera virkir samfélags- þegnar og sjálfir telja þeir vin- áttuna vera mikilvægasta þátt- inn í starfinu. Þakklætið er líka mikilvægur þáttur sem þeim er kenndur enda sagði leiðtoginn þeirra B a d e n P o w e l l : „Gjöfin er þín þegar þú hefur þakkað fyrir hana“. Þessi orð eiga ekki síður við í dag en fyrir rúmum hundrað árum og ekki vanþörf á að minna alla á að þakk- lætið er ein mikil- vægasta dyggðin. Á ferð minni um svæðið hitti ég Heiðarbúa úr Reykjanesbæ á loka- kvöldvöku Landsmótsins. Þar fór flottur hópur skáta og foreldra saman. Allir vor klæddir í sín fínu ponsjó sem var þeirra einkennis- klæðnaður. Þar var líf í tuskunum enda blómlegt skátastarf rekið í Reykjanesbæ. Ég er þakklátur fyrir boðið á Lands- mótið sem gaf mér nýtt tækifæri til að sjá og átta mig á hvað skátastarf á Íslandi er vel gert, þroskandi, frá- bær forvörn og góð leið til að gera alla sem njóta að betri manni og konu. Ríki og sveitarfélög mega ekki gleyma mikilvægum þætti skáta þegar kemur að því að deila út fjármagni til íþrótta- og menn- ingarmála. Ég tek undir mikilvægi vináttunnar og þakklætisins sem skátar tileinka sér í starfi sínu sem gerið það að verkum að einu sinni skáti verður alltaf skáti. Ásmundur Friðriksson alþingismaður. -aðsent pósturu vf@vf.is ■■ Ásmundur Friðriksson skrifar: Heiðarbúar á Landsmóti skáta

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.