Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.08.2014, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 14.08.2014, Blaðsíða 10
fimmtudagurinn 14. ágúst 2014 • VÍKURFRÉTTIR10 Jónas Guðni Sævarsson er í ansi áhuga-verðri stöðu. Hann er uppalinn Keflvíkingur sem tvisvar varð bikarmeistari með liðinu (‘04og ‘06). Nú klæðist hann röndóttri treyju Vesturbæinga þar sem hann hefur einnig nælt sér í tvo bikarmeistaratitla (‘08 og ‘12). „Þetta er skemmtilegt hvernig þetta æxlast. Maður er bara með „flashback“ frá 2006 þegar ég lék með Keflavík einmitt á móti KR, en nú er maður ein- mitt í hinu liðinu, þannig að þetta er skemmti- leg tilviljun,“ segir fyrrum fyrirliði Keflavíkur- liðsins. Jónas á yngri bróður sem hefur verið að banka á dyrnar hjá meistaraflokki Keflavíkur, en sá er fæddur árið 1997 og heitir Fannar Orri Sævars- son. „Þetta verður afar erfitt fyrir foreldra okkar. Það er spurning hvort mamma sitji í Keflavíkur- stúkunni og pabbi KR megin. Þau verða líklega bara að halda með liðinu sem vinnur,“ segir Jónas í léttum dúr. „Ég held að Fannar sé bara stoltur af bróður sínum og líti upp til hans. Auðvitað myndi hann vilja æfa með mér og spila með mér, það er aldrei að vita nema það verði einhvern tímann að veruleika. Það væri gaman að spila með litla bróður. Það kemur í ljós í framtíðinni en ég á eitt ár eftir af samningi mínum við KR.“ Þannig að þú lokar ekkert hurðinni á endurkomu á heima- slóðir? „Maður gerir það aldrei, það er ekki hægt að gera það,“ segir miðjumaðurinn sterki. Ég held að það sé frábær stemning í Keflavíkurliðinu og mér fannst t.d. ofboðslega skemmtilegt að sjá myndir frá Víkurfréttum þar sem þeir fögnuðu sigri gegn Víkingum. Það er jafnvel eitthvað sem við þurfum að vara okkur á. Þrátt fyrir að hafa leikið gegn þeim í deildinni á mánudaginn, þá erum við að fara að mæta allt öðru Keflavíkurliði á laugardaginn.“ Kom upp lítill Keflvíkingur í þér við það að sjá fagnaðarlæti þeirra? „Já það kom svona smá, maður hugsaði að þarna væri mikil stemning og maður vill vera þar sem stemningin er. Stemningin er líka frábær hérna hjá okkur og mikil spenna fyrir þennan leik, það er mikið í húfi fyrir okkur að vinna titil þar sem við verðum að treysta á aðra til þess að næla í Íslandsmeistara- titilinn,“ segir Jónas að lokum. Haraldur fyrirliði Guð-mundsson var ör yggið uppmálað þegar hann tryggði Keflvíkingum endanlega sæti í úrslitum með frábærri víta- spyrnu gegn Víkingum á dög- unum. Hann segir leik sem þennan hafa gríðarlega þýðingu fyrir félagið. Hvernig rífa Keflvíkingar upp stemninguna fyrir leikinn? „Við Keflavík sem lið þurfum svosem ekkert að gera neitt sér- stakt til að búa til stemningu, það er góð stemning í hópnum og hefur verið allt frá því við hófum æfingar í vetur. Spennan mun svo eflaust stigmagnast fram að leik. En við komum til með að vera aðeins meira saman utan æfinga í vikunni en venjulega, komum t.d til með að borða saman á fimmtudaginn; stjórn, þjálfarar, leikmenn og makar. Ég vona að sjálfsögðu að það verði frábær stemning í stúkunni á laugardag- inn og fólk fjölmenni á völlinn.“ Hvaða þýðingu hefur leikur sem þessi fyrir félagið? „Leikurinn hefur að sjálfsögðu mikla þýðingu, það er frábært fyrir okkur sem félag að komast í úrslitaleikinn, við ætlum okkur sigur í leiknum og koma okkur í Evrópukeppni á næsta ári. Svo gefur þetta náttúrulega bæjar- félaginu mikla orku, leikurinn er á allra vörum og fólk er spennt fyrir laugardeginum.“ Finnst þér ekki að Jóhann eigi að standa við stóru orðinn og aflita á sér kollinn fyrir leikinn? „Ef Jói hefur sagt að hann ætli að aflita á sér hárið fyrir leikinn þá er mjög líklegt að hann standi við það, enda Jóhann maður orða sinna eins og ég þekki hann. Þannig að það sem ég vil segja um þetta er að við munum örugglega sjá Jóhann eins og árið ‘97, ef ekki hárið, þá allavega skeggið.“ E inar Gunnarsson var fyrirliði Keflvíkinga árið 1975 þegar liðið varð fyrst bikarmeistari. Varnarmaðurinn sókndjarfi skoraði þá sigur- markið með þrumuskoti fyrir utan vítateig gegn gull- aldarliði Skagamanna. „Það er fyrst og fremst mjög gaman að ná það langt að spila sjálfan úrslitaleikinn. Það var eins þá og er nú, við vorum ekki álitnir sigur- stranglegir. Þeir áttu sterka leikmenn og voru líklega betra lið. En það skiptir ekki máli í bikarnum,“ rifjar fyrrum fyrirliðinn upp. Markið sem Einar skoraði varð frægt enda einkar glæsi- legt. Þeir sem yngri voru og sáu ekki markið höfðu heyrt ýmsar tröllasögur af því, þar sem knötturinn sveif upp í samskeytin af 40 metra færi. Einar hlær við og segir það líklega byggt á misskilningi vegna veggplatta sem gerður var með markina góða á. „Þar var markið sett þannig fram að boltinn hefði hafnað í vinklinum, af því að það kom betur út á plattanum,“ segir Einar og hlær. „Þetta gleymist ekki, það er nú bara svoleiðis. Þetta er eftirminnilegasta markið á mínum ferli,“ segir Einar sem varð Íslandsmeistari með liðinu tvisvar sinnum. „Það var allt í lagi ef maður brá sér fram í sóknina, þá var bara einhver annar sem bakk- aði. Við varnarmennirnir fórum líka oft fram í aukaspyrnum og slíku þar sem við vorum áræðnari, það gaf oft mörk,“ segir Einar sem reiknar með því að skella sér á völlinn á laugardag. „Ég vona svo sannarlega að þetta falli okkar megin.“ -íþróttir /bikarinn 2014 Fremri röð talið frá vinstri: Friðrik Ragnarsson, Steinar Jóhannsson, Hjörtur Zakarías- son, Einar Gunnarsson fyrirliði, Ástráður Gunnarsson, Hörður Ragnarsson, Guðjón Guðjónsson, Kári Gunnlaugsson. Aftari röð: Jón Jóhannsson þjálfari, Árni Þorgrímsson formaður knattspyrnuráðs ÍBK, Þorsteinn Ólafsson, Þorsteinn Bjarnason, Hilmar Hjálmarsson, Grétar Magnússon, Ólafur Júlíusson, Karl Hermannsson, Gunnar Jóns- son, Jón Ólafur Jónsson, Gísli Torfason og Guðni Kjartansson. EFTIRMINNILEGASTA MARKIÐ Á FERLINUM EINAR GUNNARSSON FYRIRLIÐI KEFLVÍKINGA ÁRIÐ 1975 Sóknarmaðurinn Magnús Þorsteinsson er að spila sinn þriðja leik til úrslita í Bikar- keppninni. Hvernig hagar hann undirbúningi fyrir svona stóra leiki? „Ég reyni að hafa undirbúning fyrir alla leiki svipaða, en auðvitað nálg- ast maður svona stóra leiki öðru- vísi en aðra leiki. Aðalatriðið er að halda spennustiginu niðri og njóta þess að vera kominn í stærsta leik sumarsins. Dagsformið mun ráða miklu og held ég að leikurinn verði skemmtilegur fyrir áhorfendur og leikmenn, vonandi sýnum við nógu mikil gæði og baráttu til að vinna þetta KR-lið. Við mætum allavega vel undirbúnir og hungraðir í titil. Það er frábær tilfinning að komast í þennan leik og enn skemmtilegra að vinna hann. Sumir komast aldrei í úrslit bikarsins þannig að ég bíð bara spenntur eftir að spila minn þriðja bikarúrslitaleik. Vonandi fáum við bara sem flesta á völlinn og búum til alvöru keflvíska stemn- ingu.“ HUNGRAÐIR Í TITILINN JÓHANN ER MAÐUR ORÐA SINNA BRÆÐUR MUNU BERJAST KR-INGURINN JÓNAS GUÐNI ÚTILOKAR EKKI END- URKOMU Á HEIMASLÓÐIR Keflvíkingar leika til úrslita í bikarkeppni KSÍ í tíunda skipti síðan keppnin var sett á fót árið 1960 en fjórum sinnum hafa þeir fagnað sigri í keppninni. Það var gullaldarlið Keflvíkinga sem reið á vaðið árið 1975 og landaði fyrsta bikartitl- inum til Bítlabæjarins eftir sigur á frábæru Skaga- liði. Það var svo 22 árum síðar, árið 1997 að glókoll- arnir undir stjórn Sigga Björgvins og Gunna Odds stálu bikarnum af gríðarsterku liði Eyjamanna eftir maraþon rimmu þar sem leika þurfti tvisvar, fram- lengja og klára dæmið með vítaspyrnukeppni. Árið 2004 fögnuðu Keflvíkingar aftur sigri í bikarnum að þessu sinni undir stjórn Milan Stefáns Jankovic, en þá vannst öruggur 3-0 sigur gegn KA-mönnum. Það var svo árið 2006 að liðin sem kljást á laugar- daginn, Keflavík og KR, mættust í spennandi leik. Þar stóðu Keflvíkingar uppi sem sigurvegarar með tveimur mörkum gegn engu. Þessi lið eiga sér nokkra sögu og má segja að sérstakur rígur hafi myndast á milli félaganna í fótboltanum. Í veglegri umfjöllun rifjum við upp sæta sigra Keflvíkinga í bikarnum í gegnum tíðina og tökum gamlar bikar- hetjur tali. Leikurinn sjálfur er á laugardaginn og hefst klukkan 16:00 á Laugardalsvelli. KEFLVÍKINGAR LEIKA ÖÐRU SINNI TIL ÚRSLITA GEGN KR KEFLVÍKINGAR HAFA ALDREI FENGIÐ Á SIG MARK Í ÚRSLITALEIKNUM Í VENJULEGUM LEIKTÍMA KEMUR SÁ FIMMTI TIL KEFLAVÍKUR? Bikarmeistarar Keflavíkur 2004 Merktu myndirnar á bikarúrslitaleiknum #vikurfrettir á Instagram

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.