Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.08.2014, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 14.08.2014, Blaðsíða 16
fimmtudagurinn 14. ágúst 2014 • VÍKURFRÉTTIR16 Kaffitár leitar að kröftugum einstaklingi í söludeild okkar til að starfa sem sölu- og þjónustufulltrúi á fyrirtækjamarkaði. Hæfniskröfur: • Reynsla af sölumennsku • Hæfni og áhugi á mannlegum samskiptum • Áhugi fyrir kaffi • Góð almenn tölvukunnátta • Tæknilega þenkjandi • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð Helstu verkefni: • Viðhald og öflun nýrra viðskiptavina • Heimsóknir í fyrirtæki (sölu og þjónustuheimsóknir) • Áætlanagerð • Undirbúningur og eftirfylgni Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Kaffitárs, www.kaffitar.is Umsóknarfrestur er til 22. ágúst. Frekari upplýsingar veitir Guðbjörg Ásbjörnsdóttir í s: 420 2703 Kaffitár framleiðir og selur einungis úrvalskaffi. Við leggjum áherslu á gæði og ferskleika. Við erum skemmtileg, alúðleg, umhverfisvæn, litaglöð og líka röff og töff. Við setjum fók í fyrirrúm og opnum hjarta okkar til að koma boðskap Kaffitárs til skila og tengjast viðskiptavinum okkar traustum böndum. Við kaupum kaffi án krókaleiða til að stuðla að því að við fáum besta kaffi sem völ er á og að bændurnir fái sanngjarnt verð fyrir vöru sína. Vilt þú leggja heiminn að vörum Íslendinga með Kaffitári? 15 leiðir til að hreinsa líkamann 1. Drekktu glas af volgu sítrónuvatni. Gott að bæta smá cayenne pipar við til að auka blóðflæðið og frekari hreinsun. 2. Fáðu þér ferskan grænmetissafa. Einn sem er vinsæll á mínu heimili er rauðrófa, gulrætur, engifer, sellerí, grænt epli og sítróna. 3. Sötraðu á hreinsandi jurtate eins og t.d. brenninettlu, vallhumalste, grænu te og rauðrun- nate. 4. Bættu við eplaediki í morgunrútínuna þína en eplaedik er talið hafa basísk og hreinsandi áhrif á líkamann. 5. Borðaðu hreinsandi fæðu. Bættu inn í fæðuna hvítlauk, turmerik, grape ávexti, steinselju, sölvum, brokkolí, grænkáli og sítrusávöxtum. 6. Notaðu í lágmarki hvítt hveiti, sykur, áfengi, koffín og aukaefni. 7. Svitnaðu! Það að svitna er mikilvægt fyrir losun toxískra efna úr líkamanum. Hreyfðu þig kröftuglega og/eða farðu reglulega í gufu til að auka úthreinsun í gegnum húðina. 8. Bættu meltinguna. Góð melting og reglulegar hægðir er lykilatriði þegar kemur að hreinsun og hægt að bæta við trefjum eins og husk dufti, triphala jurt, aloe vera safa, aci- dophilus gerlum, magnesíum dufti og meltingarensímum til að örva meltinguna. 9. Þurrburstaðu húðina. Gott að gera áður en farið er í sturtu frá toppi til táar í strokum í átt að hjarta. Þetta örvar sogæðakerfið og úthreinsun. 10. Prófaðu tungusköfu. Tungan safnar úrgangsefnum yfir nóttina og því gott að skafa tunguna í upphafi dags. Líkami þinn mun þakka þér fyrir að kúpla þessum venjum inn í lífsstílinn þinn! Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir. www.facebook.com/grasalaeknir.is, www.pinterest.com/grasalaeknir HEILSUHORNIÐ ÁSDÍS GRASALÆKNIR SKRIFAR „Við höfum fundið okkur vel innan Hjálpræðishersins og höfum að- stoðað m.a. við að gefa þeim sem minna mega sín mat á aðfangadag og hjálpum börnum og unglingum við nám og annað. Það hefur gert okkur að miklu betri manneskjum að gera það sem við getum til að gefa öðrum betra líf,“ segja hjónin Sigurvin Hreinsson og Ágústa Kristín Jónsdóttir, sem hafa hrundið af stað söfnun fyrir barnaheimili í Paraguay og verða með bingó í húsnæði Hjálpræðishersins að Flug- vallarbraut 731 á Ásbrú næsta fimmtudag, 21. ágúst. Vanhæfir foreldrar og fátækt mikil Forsaga málsins er sú að fyrir einu og hálfu ári fluttu fyrrum foringjar Hjálpræðishersins í Reykjanesbæ, Ester Daníelsdóttir van Gooswilli- gen og Wouter J. Van Gooswilligen, ásamt börnunum sínum þremur til að taka við stjórn á barnaheimilinu El Redil í hjarta höfuðborgar Para- guay, Asuncion. „Barnaheimilið hefur starfað í 70 ár en á nú við fjár- hagserfileika að stríða. Enga opin- bera styrki er að fá og 35 börn búa á heimilinu sem flest eiga fjölskyldur eða foreldra sem eru vanhæf um að sjá um þau. Erfiðar aðstæður eru þarna úti, ekkert velferðarkerfi og mikil fátækt. Á síðasta ári reið svo flóð yfir stórt svæði í Paraguay og 180.000 manns misstu heimili sín,“ segir Sigurvin. Vilja leggja sitt af mörkum „Þessi fjölskylda er einstök og fór upphaflega út til að nýta sumar- fríið sitt í að hjálpa til, áður en þau ákváðu að flytja út. Ég og konan höfum verið að halda sambandi við þau gegnum netið og þegar Ester sagði okkur frá ástandinu langaði okkur að leggja þessu lið á einhvern hátt. Við erum ör- yrkjar með fimm börn og lítið á milli handanna og eigum erfitt. En við viljum samt gera það sem við getum,“ segir Sigurvin. Ágústa er gigtar- og offitusjúklingur en ákvað samt að ganga ein á Esjuna upp að Steini, í fyrsta sinn á ævinni, til að safna áheitum fyrir mál- staðinn og safnaði um 60 þúsund krónum. Þá langaði Sigurvin að gera eitthvað líka og fór á milli fyrirtækja sem nánast öll tóku vel í að gefa vinninga í bingói. „Allur ágóði mun renna óskiptur til þessa barnaheimilis í Paraguay. Einnig verður pottur fyrir frjáls framlög og unglingarnir verða með sjoppu og ágóðinn rennur í sama sjóð,“ segir Sigurvin. -viðtal pósturu vf@vf.is ■■ Öryrkjar með fimm börn safna fé fyrir barnaheimili í Paraguay: Viljum leggja okkar af mörkum Enga opinbera styrki er að fá og 35 börn búa á heimilinu sem flest eiga fjölskyldur eða foreldra sem eru vanhæf um að sjá um þau Keflvíkingurinn Einar Skaftason hefur ákveðið að láta gott af sér leiða um leið og hann etur kappi við aukakílóin. Friðrik Berg- mannsson vinur hans skoraði á hann að huga aðeins að heilsunni og um leið myndu nokkur kíló líklega hverfa á braut. Vinur Einars ætlar að borga sjálfur 500 krónur fyrir hvert kíló sem Einar missir þangað til 17. janúar á næsta ári, en sjálfur ætlar Einar að borga 1000 krónur á kílóið. Hann ætlar um leið að skora á aðra að gefa til góðra málefna, en Einar ætlar að styrkja Einstök börn sem er stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa, jafnvel ógreinda sjúkdóma eða skerðingar. Öllum er frjálst að styrkja málefnið og hvetja Einar áfram í leiðinni. Einar starfar sem flugöryggis- vörður hjá Isavia og er þegar byrjaður að æfa af fullum krafti í Sporthúsinu sem ætlar að styrkja Einar vel í baráttunni með vænum framlögum, en þeir félagar von- ast eftir því að fleiri fyrirtæki fylgi í kjölfarið. Þegar átakið hófst var Einar 131,9 kg og mældist með 34,5 fituprósentu. Tekin voru af honum mál og ástandið kannað á kapp- anum í bak og fyrir. Hann féllst á að leyfa okkur á Víkurfréttum að fylgjast með ferlinu en hann vonast til þess að fleiri taki þátt og styrki góð málefni. Þeir sem vilja svo taka þátt í þessu með Einari geta sent póst á rik- kibe@gmail.com ■■ Skefur af sér kílóin fyrir gott málefni Styrkir Einstök börn í átakinu

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.