Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.08.2014, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 14.08.2014, Blaðsíða 18
fimmtudagurinn 14. ágúst 2014 • VÍKURFRÉTTIR18 Sundþjálfari óskast! Þróttur Vogum auglýsir eftir sundþjálfara fyrir yngri hópa. Við leitum eftir faglegum einstakling sem er tilbúin að vinna með okkur í uppbyggilegu star í Vogunum. Viðkomandi þarf að geta hað störf 1. september. Starð felst í almennri þjálfun, ásamt því að fara með hópana á mót. Menntun í íþróttafræðum og/eða sundþjálfun er skilyrði. Umsóknarfrestur er til föstudagsins 21. ágúst 2014 Frekari upplýsingar fást hjá framkvæmdastjóra félagsins í síma 868-5508 eða á netfangið throttur@throttur.net Umsóknir sendast á throttur@throttur.net -íþróttir pósturu eythor@vf.is Vertu með í besta sundliði landsins Skráning er han á sundængar hjá Sundráði ÍRB. Allar upplýsingar á www.keavik.is/sund og www.umfn.is/sund Nýir sundmenn Fyrsti matsdagur verður föstudaginn 15. ágúst kl. 14 - 16 í Vatnaveröld. Næsta mat er laugardaginn 23. ágúst kl. 12:30 - 14:30 í Vatnaveröld. Keflvíkingar unnu á sunnudag sinn fyrsta sigur í deildarkeppni kvenna í knattspyrnu síðan í ágúst árið 2012. Sigurinn langþráði kom gegn BÍ/Bolungarvík á útivelli en lokatölur urðu 0-1. Það var Marín Rún Guðmundsdóttir sem skoraði mark Keflvíkinga í leiknum. Liðið sem leikur í 1. deild vann ekki einn einasta leik á tímabil- inu í fyrra og ekki hafði tekist að innbyrða sigur í ár. Skiljanlega voru stúlkurnar því ánægðar með sigurinn. „Þetta var mikil gleði og þær fögnuðu vel og lengi. Við fengum bara eitt stig í fyrra þann- ig að þetta er töluverð bæting,“ sagði Heiðar Birnir þjálfari liðsins léttur í bragði í samtali við blaða- mann Víkurfrétta. Hann segir að liðið hafi verið að leika vel að undanförnu en úrslitin hafi ekki verið eftir því. „Nú gekk allt upp og sigurinn hefði hæglega getað orðið mun stærri enda átti mark- vörður þeirra stórleik. Ég var mjög ánægður með stelpurnar í þessum leik,“ bætti þjálfarinn við. Fyrsti sigur Keflvíkinga í tvö ár Ekki unnið síðan í ágúst 2012 Heyrn, Hlíðasmára 11, Kópavogur Ellisif Katrín Björnsdóttir Heyrnarfræðingur veitir faglega ráðgjöf HEYRNARÞJÓNUSTA Heyrðu umskiptin Fáðu heyrnartæki til reynslu Kæru Suðurnesjamenn Verðum á heilsugæslunni í Keflavík fimmtudaginn 21. ágúst. Verið velkomin Tímapantanir - 534 9600 Fyrrum tengdadóttir Michael Jordan til Keflavíkur XuKvennalið Keflavíkur í körfu- knattleik gekk um helgina frá samningi við Carmen Tyson- Thomas. Carmen er 177 cm bak- vörður frá Syracuse háskólanum í Bandaríkjunum en á lokaári sínu í skóla skoraði hún tæplega 11 stig í leik að meðaltali og tók 6 fráköst. Þess má til gamans geta að Thomas þessi er fyrrverandi kærasta dóttur Michael Jordan. Annars er það að frétta af liðinu að um miðjan september halda þær í æfingaferð til Spánar og ættu þær því að koma undir- búnar og sólbrúnar fyrir kom- andi átök í Domino's deildinni í körfuboltanum.Efnilegir knattspyrnustrákar úr Keflavík gerðu góða ferð til Nor- egs á dögunum á risastóru al- þjóðlegu móti. Strákarnir gerðu sér lítið fyrir og höfnuðu í 3. sæti á Norway-cup í keppni A-liða 14 ára. Alls mæta 32 þúsund kepp- endur til Noregs á mótið, sem er það næststærsta mót yngri flokka í knattspyrnuheiminum, en kepp- endur eru á aldrinum 10-19 ára. Í undanúrslitum mættu Kefl- víkingar liði frá Filippseyjum en þar máttu þeir sætta sig við ósigur. Engu að síður er árangurinn frá- bær enda voru um 150 lið sem léku bara í þeirra aldursflokki. X■ Höfnuðu í 3. sæti á næststærsta móti heims Keflvíkingar á Norway-cup Grindvíkingar unnu 0-2 sigur á Víkingum frá Ólafsvík á útivelli þegar liðin áttust við í 1. deild karla í knattspyrnu um sl. helgi. Bæði mörk Grindvíkinga komu í seinni hálfleik en það voru þeir Tomislav Misura og Björn Berg Bryde sem sáu um að skora. Með sigrinum komu Grindvík- ingar sér í áttunda sæti deildar- innar en fyrir leikinn var liðið í fallsæti. Grindvíkingar hafa nú sigrað tvo leiki í röð. Næsti leikur Grindvíkinga er á föstudaginn 15. ágúst en þá kemur lið KV í heim- sókn á Grindavíkurvöll. Grindvíkingar á sigurbraut

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.