Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.08.2014, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 21.08.2014, Blaðsíða 4
fimmtudagurinn 21. ágúst 2014 • VÍKURFRÉTTIR4 Nú er kominn tími á að kanaútvarpinu verði gerð skil á sérstökum tónleikum því undirbúningur er nú hafinn að hátíðartónleikum Ljósanætur, Með blik í auga, sem fluttir hafa verið fyrir fullu húsi í Andrews leikhúsinu á Ásbrú undanfarin ár og eru orðnir ómissandi hluti af bæjarhátíðinni. Dagskráin verður byggð upp með svipuðum hætti og áður. Sögur verða sagðar í bland við góða tón- list en eins og fyrr þá eru það þeir félagar Arnór Vilbergsson, Guð- brandur Einarsson og Kristján Jó- hannsson sem fara fyrir vöskum hópi listamanna sem ekki eru af verri endanum. Söngvarar eru Matti Matt, Sverrir Bergmann, Bjarni Ara og Regína Ósk. Þá mun 10 manna hljómsveit sjá til þess að áhrifin skili sér beint til áhorfenda. Kristján Jóhannsson er sögumaður tónleikanna. Víkurfréttir ræddu við hann í vikunni um komandi hátíðartónleika. „Þetta er bara svo skemmtilegt verkefni að við höldum alltaf áfram og til hvers að hætta þegar þetta er ennþá skemmtilegt. Nú ætlum við að halda áfram með Blik í auga og eins og góður maður sagði, þá hættum við að setja tölustaf fyrir aftan og köllum þetta bara „Með blik í auga, Keflavík og kanaút- varpið“. – Og hvert stefnið þið þar? „Afturábak eins og alltaf. Við erum alltaf að reyna að rifja upp þessa nostalgíu og gömlu minningarnar. Hvað er nú meira suðurnesískt eða keflvískt en kanaútvarpið gamla sem allir sem komnir eru af léttasta skeiði muna eftir. Þetta er orðið blik í minningunni, Keflavík og kanaútvarpið. Við sem vorum að þræla okkur á AM á útvarpinu sem er úrelt í dag og enginn veit lengur hvað AM var, þekkjum kanaútvarpið. Þetta var fyrirbrigði sem náðist víða um SV-hornið“. – Tónlistarmenn sóttu innblástur í kanaútvarpið. „Heldur betur. Á þessar útvarps- stöð heyrði maður lög sem Út- varp Reykjavík var ekki að spila nema í mjög afmörkuðum þáttum. Þetta fylgdi hernum fljótlega eftir að hann settist að hér á Miðnes- heiðinni 1952 og þróaðist í þá veru að vera ein aðal útvarpsstöðin hér fyrir sunnan á ákveðnu tímabili. Þarna voru frægir bandarískir út- varpsmenn, Wolfman Jack, Charlie Tuna, Casey Kasem, American Top 40 og lengi mætti telja“. – Hvað af þessari tónlist ætlið þið að taka inn í þessa fjórðu upp- færslu ykkar af Með blik í auga? „Nú er það alltaf hernaðarleyndar- mál þar til kemur að tónleikunum sjálfum en í þetta skiptið erum við með erlenda tónlist. Við höfum verið með íslenska tónlist í þremur fyrstu uppfærslunum, en nú tökum við erlenda tón- list. Ég get þó sagt að við byrjum í kringum Bítla og Rolling Stones og endum einhverstaðar í diskó- tímabilinu“. Frumsýning Mið blik í auga, Keflavík og kanaútvarpið, verður í Andrews leikhúsinu miðviku- daginn 3. september og tvær sýn- ingar verða haldnar sunnudaginn 7. september. Miðasala verður á midi.is. -mannlíf pósturu vf@vf.is Hildur Harðardóttir hjá „Hildur H. List-Hönnun“ hlaut um helgina hvatningar- verðlaun á Handverkshátíð 2014 sem haldin var í Hrafnagili í Eyja- fjarðarsveit. „Hvert og eitt þessara einstöku dýra lýsa miklum sköpunarkrafti,“ segir í umsögn valnefndar um verk Hildar. Um 15.000 gestir sóttu handverks- hátíðina en Hildur var að taka þátt í hátíðinni í fyrsta skipti. Einstök dýr Hildar lýsa miklum sköpunarkrafti, segir í umsögn dómnefndar. Hildur hlaut hvatningarverðlaun Handverkshátíðar Sýningarbás Hildar á Handverkshátíð 2014. Haustferð félags eldri borgara 10. – 12. september 2014 Félag eldri borgara á Suðurnesjum áformar að fara á Suðurfirði Vestfjarða. Kl. 09:00: Lagt verður af stað frá SBK. Komið við á Nesvöllum Gist verður tvær nætur í Breiðuvík. Morgunverður og kvöldverður innifalinn í verði. Verð ferðar er kr. 40.000 Pantanir í síma: Eygló Gísladóttir 431-3041 Brynja Pétursdóttir 422-7177 Lydía Egilsdóttir 423-7604 Tekið á móti greiðslu miðvikudaginn 3. september milli kl. 16:00 og 18:00 á Nesvöllum. ATH. Enginn posi! Ferðanefnd Félags eldri borgara á Suðurnesjum -viðtal hilmaru vf@vf.is ■■ Með blik í auga, Keflavík og kanaútvarpið: Nostalgía og gamlar minningar af Miðnesheiðinni – á hátíðartónleikum Ljósanætur í Andrews á Ásbrú Kristján Jóhannsson sögumaður. Hann er einnig í viðtali við Sjón- varp Víkurfrétta í kvöld á ÍNN og vf.is. Úr einni af fyrri uppfærslum Með blik í auga. Sjónvarp Víkurfrétta Alla fimmtudaga kl. 21:30 á ÍNN

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.