Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.08.2014, Síða 6

Víkurfréttir - 21.08.2014, Síða 6
fimmtudagurinn 21. ágúst 2014 • VÍKURFRÉTTIR6 vf.is Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is Afgreiðsla: Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. SÍMI 421 0000 Það fylgdi því alltaf mikill spenningur sem lítil stelpa að fara með föður mínum í gamla Blóðbankann við Barónsstíg og fylgjast með honum skrá sig inn, fá sér djús að drekka, fylla út lista á biðstofunni, fara í blóðþrýstings- og blóðmagnsmælingu í litlu herbergi og fylgja honum síðan inn í salinn þar sem hann lagðist á grænlitaðan bekk. Brosandi og hlýlegt hjúkrunarfólk, sem þekkti pabba iðulega með nafni, átti ekki í erfiðleikum með að finna væna æð á húðflúruðum og vöðvastæltum handlegg pabba. Svo horfði ég með athygli á glæran poka fyllast af blóði sem átti jafnvel eftir að bjarga lífi einhvers. Að lokum settumst við inn í annað herbergi þar sem kaffi og kræsingar biðu okkar. Ákvörðunin að verða sjálf blóðgjafi síðar var auðveld og sjálfsögð. Ég man hvað ég varð síðar stolt af föður mínum þegar hann gaf, fyrstur Íslendinga, blóð í 100. sinn árið 1992. Hann hafði verið virkur blóðgjafi frá 21. árs aldri sem nemandi í Stýrimannaskólanum og þar var fastur liður í skólastarfinu að gefa blóð. Enginn þótti maður með mönnum nema vera blóðgjafi. Eftir skólann fór hann á sjóinn og varð síðar slökkviliðsmaður hjá Varnarliðinu og lærði til sjúkraflutninga- manns. Starf hans var því viss hvatning um að gefa blóð og gaf hann alls í 142 skipti. Það gerir 35 og hálfan lítra af blóði. Ung og nýbökuð móðir, Birta Baldursdóttir, var hætt komin eftir bráðakeisaraaðgerð 20. júlí síðastliðinn. Í einlægu viðtali við Víkur- fréttir rifjar unnusti hennar, Tryggvi Hrannar Jónsson, upp atburða- rás sem þau munu aldrei gleyma. Hann var nýkominn með soninn í hendurnar: „Ég hafði ekki hugmynd um að móðurinni var að blæða út og hún barðist fyrir lífinu eftir aðgerðina. Það var mjög skrýtin tilfinning að svona frábær stund, að sitja með glænýjan son minn í fanginu, skyldi breytast á örskotsstundu í martröð.“ Litla fjölskyldan fékk alla þá bestu aðstoð sem hægt var að fá og í aðgerðinni sjálfri fékk Birta sjö lítra af blóði, sem samsvara um 30 blóðgjöfum. Allt fór á endanum vel. Á afmælisdegi sínum 11. ágúst hóf Tryggvi daginn á því að gefa blóð í fyrsta sinn og ætlar að vera virkur blóðgjafi. Fjölmargir hafa sýnt viðbrögð og gefið blóð og sent Tryggva textaboð þess efnis og myndskot því til sönnunar. Saga ungu fjölskyldunnar er ekki einsdæmi um mikilvægi blóðgjafa og það á í raun ekki að þurfa slíkar sögur til þess að hreyfa við hraustu fólki til að gefa blóð. Það munar um hverja gjöf, í öllum blóðflokkum, og þetta ætti að vera sjálfsagður hluti af lífsstíl og hugarfari. Leggjum inn í mikilvægasta og verðmætasta banka landsins. Gerumst gæða- blóð. Gæðablóð um allt -ritstjórnarbréf Olga Björt Þórðardóttir skrifar -viðtal olgabjortu vf@vf.is „Ég fékk að vita að ég þyrfti að hendast í hlífðarfatnað og vera við- staddur fæðingu sonar míns sem taka átti með bráðakeisara. Svo loks þegar ég var kominn inn var verið að reyna deyfa kærustuna mína og ekkert gekk og ákveðið var að svæfa hana. Við svæfingu fá makar ekki að vera viðstaddir og ég beið því í smá stund þar til ég fengi að sjá hann. Loks fékk ég hann í hendurnar en hafði ekki hugmynd um að móður- inni var að blæða út og hún barðist fyrir lífinu eftir aðgerðina,“ segir Tryggvi Hrannar Jónsson, en hann og kærasta hans, Birta Baldurs- dóttir, eignuðust son 20. júlí síðastliðinn. „Það var mjög skrýtin tilfinning að svona frábær stund, að sitja með glænýjan son minn í fanginu, skyldi breytast á örskotsstundu í martröð,“ segir Tryggvi en snör viðbrögð starfsfólks Landspítalans hafi orðið til þess að allt fór betur en á horfðist og fjölskyldan er komin heim og allt gengur vel. „Við vorum heppin með alla aðstoð sem við fengum,“ segir Tryggvi. Orðinn sjálfur reglulegur blóðgjafi Þ e g a r b l a ð a m a ð u r heyrði í Tryggva var litli snáðinn steinsofandi og að sögn föðurins lætur hann lítið í sér heyra. „Mamman er stundum dálítið utan við sig enda ekki skrýtið því lítið var eftir af hennar eigin blóði í líkam- anum. Hún fékk aftur á móti sjö lítra frá öðrum - sem gera þrjá- tíu blóðgjafir“. Tryggvi og fjöl- skylda eru afar þakklát blóðgjöf- unum og starfsfólki Landspítalans. Á afmælis degi sínum 11. ágúst hóf Tryggvi daginn á því að gefa blóð í fyrsta sinn. „Mánuði áður en sonur minn fæddist fór ég og skráði mig sem blóðgjafa fyrir rælni og mátti því gefa blóð næst. Svo kom þetta upp á og minnti mann á hversu mikilvægar blóðgjafir eru og ég mun gefa reglulega blóð héðan í frá,“ segir Tryggvi, sem hefur fengið fjölda „snapchatta“ þar sem fólk sýnir honum að það sé að gefa blóð. Einnig hefur hann fengið skilaboð í símann frá fólki í sömu erindagjörðum. „Það er rosalega gaman að sjá þetta. Systir mín var komin fyrir utan Blóðbankann og sendi mér mynd. Einnig stendur fólk fyrir utan Blóðbankabílinn og tekur mynd af sér þar. Það er frá- bært að þetta hafi svona áhrif, þá er tilganginum náð,“ segir Tryggvi og hvetur alla sem hafa heilsu til að gefa blóð. Hver gjöf skiptir máli. ■■ Birta Baldursdóttir var hætt komin eftir bráðakeisaraaðgerð: Nýbakaðir foreldrar, Tryggvi og Birta, með snáðann. Það var mjög skrýtin tilfinning að svona frábær stund, að sitja með glænýjan son minn í fanginu, skyldi breytast á örskotsstundu í martröð Blóð Skólasetning Gerðaskóla fer fram föstudaginn 22. ágúst kl. 09:30. Hefst hún með samveru í Miðgarði og í framhaldi munu nemendur fara með umsjónarkennurum til sinna heimastofa. Fyrsta skóladegi lýkur kl. 12:00.   Nemendur 1. bekkjar mæta í samtöl sama dag hjá Helgu Björk umsjónarkennara samkvæmt tímasetningum sem sendar hafa verið heim.   Við hlökkum til að sjá ykkur og ítrekum að foreldrar, vinir og velunnarar skólans eru velkomnir til skólasetningarinnar. GERÐASKÓLI Í GARÐI Hraustur og flottur drengur. ingsae (Ingigerður Sæmundsdóttir) #vikurfrettir

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.