Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.08.2014, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 21.08.2014, Blaðsíða 7
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 21. ágúst 2014 7-viðtal hilmaru vf@vf.is Fjölskyldudagar voru haldnir í Sveitarfélaginu Vogum frá fimmtu-degi til sunnudags um síðustu helgi. Í boði var fjölbreytt dagskrá fyrir alla aldurshópa. Hátíðin náði hámarki á laugardeginum. Að deg- inum til var dagskrá í Aragerði sem var sniðin fyrir börn og fjöldi leik- tækja en um kvöldið var blásið til tónleika og kvöldinu lauk svo með flugeldasýningu sem Björgunarsveitin Skyggnir annaðist. Á föstudeginum var tekin í notkun ný stúka við íþróttavöllinn sem var byggð af sjálfboðaliðum sem tóku sig til og fjármögnuðu verkefnið og höfðu frumkvæði að því sjálfir. Á fjölskyldudögum var einnig haldið golfmót, farin söguganga og vígð ný upplýsingaskilti í sveitarfélag- inu. Þá endaði hátíðin með tón- leikum í Tjarnarsal grunnskólans á sunnudagskvöldinu. Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Vogum, er ánægður með hvernig til tókst. Hátíðin hefur verið haldin í nokkur ár og alltaf um þessa sömu helgi í ágúst. „Hátíðin hefur náð að festa sig í sessi en dag- skráin er á svipuðum nótum frá ári til árs. Íbúarnir eru mjög virkir en við skiptum bænum upp í þrjú hverfi sem öll hafa sinn lit. Við höfum hverfaleika en allt gengur þetta út á að efla íbúana og samkennd þeirra og efla bæjarbraginn,“ segir Ásgeir í samtali við Víkurfréttir. – Nú komst þú hingað til starfa um mitt síðasta kjörtímabil. Hvernig koma Vogar þér fyrir sjónir? „Þeir koma mér skemmtilega á óvart og ég hef ekkert nema já- kvæða og góða reynslu af Vog- unum. Þetta er samfélag sem byggir fyrst og fremst á góðu mannlífi. Hér er stutt í allar áttir og Vogar eru vel staðsettir. Það er jafn langt fyrir okkur að fara á höfðuborgar- svæðið eins og til Reykjanesbæjar eða á flugvöllinn. Það er mikil og rík saga hér. Löng útgerðarsaga, t.a.m. árabátaútgerð inn eftir allri Vatnsleysuströndinni. Það er mikið dreifbýli hér inn eftir strönd þann- ig að við erum með góða blöndu af byggð og frábæra náttúru sem leynir á sér þegar maður fer að kynna sér hana aðeins“. Egg og beikon Atvinnulífið í Vogum byggir fyrst og fremst á matvælaframleiðslu. Nokkur leiðandi fyrirtæki hafa aðsetur í Vogum og á Vatnsleysu- strönd. Í lögsögu Voga eru bæði stórt svínabú og stórt eggjabú. Í sveitarfélaginu eru tvær fisk- vinnslur og tvö fiskeldisfyrirtæki. Þá er þar þjónustustarfsemi auk starfsemi sveitarfélagsins sjálfs. Ásgeir bæjarstjóri segir að rekstur sveitarfélagsins gangi þokkalega. Afkoman er nokkurn veginn í járnum en þó réttum megin við strikið alla jafna. „Við höfum náð miklum árangri í að koma niður skuldahlutfalli okkar. Hér varð til sjóður þegar sveitarfélagið seldi hlut sinn í Hita- veitu Suðurnesja. Sá sjóður hefur nú verið notaður til að kaupa upp fasteignir sem á sínum tíma voru seldar inn í Eignarhaldsfélagið Fasteign. Við þessar aðgerðir lagast skuldahlutfallið mjög og er komið vel niður fyrir 100% viðmiðið sem er mjög fínt, þar sem leyfilegt er að vera með 150% skuldahlutfall. Stolt af skólanum Fræðslumálin í Vogum taka til sín stærsta hlutann af skattfé Voga- manna. Í grunnskólanum, Stóru- Vogaskóla, eru tæplega 200 nem- endur. Þá rekur sveitarfélagið leik- skóla og er með íþrótta- og félags- starf. Ásgeir segir að íbúar í Vogum séu stoltir af skólanum sínum, enda séu nemendur að ná góðum ár- angri og þar starfi einvala lið góðs starfsfólks. Sveitarfélagið Vogar stendur ekki fyrir neinum framkvæmdum um þessar mundir. Í sumar hafi þó verið unnið við lagfæringu á götum í bæjarfélaginu. Stefnan hefur verið sú eftir hrun að stíga varlega til jarðar. Í hruninu 2008 varð skuldsetningin sveitarfélaginu talsvert erfið. „Við erum fyrst og fremst að reyna að halda við okkar eignum en nýframkvæmdir eru í sjálfu sér engar frá því við tókum í notkunn nýja knattspyrnuvelli eða íþróttamannvirki fyrir nokkrum árum, sem var gert af myndarskap og kostaði talsvert mikið fé“. Getum tekið við fleira fólki Í Sveitarfélaginu Vogum búa í dag um 1130 manns en voru mest 1240-50 árið 2008. Fækkun íbúa hefur stöðvast og er fjöldi íbúa aftur á rólegri uppleið. „Við viljum gjarnan taka við fleira fólki og höfum innviði til að taka við fleiri íbúum. Vogar eru heppi- lega staðsettir og sérstaklega fyrir fólk sem þarf að sækja atvinnu út fyrir sveitarfélagið“. Flestir sækja vinnu út fyrir bæjarmörkin, bæði á höfuðborgarsvæðið og til Reykja- nesbæjar. „Landrými er hér nægt og við vonumst til að íbúum fari að fjölga á nýjan leik,“ segir Ás- geir Eiríksson b æj ars t j ór i í Sveitarfélaginu Vogum í samtali við Víkurfréttir. Ítarlegra viðtal er við Ásgeir í Sjónvarpi Víkurfrétta á vf.is og í vikulegum sjónvarpsþætti Víkur- frétta á ÍNN í kvöld, fimmtudags- kvöld kl. 21:30 Viðtal og myndir: Hilmar Bragi Myndir: Frá fjölskyldudögum í Vogum um nýliðna helgi. Vogar koma skemmtilega á óvart - segir Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri í viðtali við Víkurfréttir Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga veitti um nýliðna helgi tvær umhverfis- viðurkenningar í sveitarfélaginu. Viðurkenningarnar voru veittar á fjölskyldudögum í Vogum. Guðrún H. Sigurðardóttir og Reynir Ámundason að Fagradal 11 fengu viðurkenningu fyrir stíl- hreina, snyrtilega og vel við haldna lóð. Ragnhildur Hanna Finnbogadóttir og Rúnar Vigfússon í Klöpp, Ægis- götu 39, fengu viðurkenningu fyrir fallegar endurbætur á húsi og fjöl- breyttan og áhugaverðan garð. ■■ Sveitarfélagið Vogar: Fagridalur 11 og Klöpp fengu viðurkenningu Fagridaglur 11. Ægisgata 39. Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Sveitarélag inu Vogum.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.