Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.08.2014, Page 10

Víkurfréttir - 21.08.2014, Page 10
fimmtudagurinn 21. ágúst 2014 • VÍKURFRÉTTIR10 Sandra Valsdóttir ætlar að heiðra minningu Bryndísar Huldu dóttur sinnar með því að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu þann 23. ágúst næstkomandi. Sandra ætlar að hlaupa 10 km ásamt vinkonum sínum en þær hlaupa fyrir Neistann sem eru hagsmunafélag hjartveikra barna og aðstandendur þeirra. Sandra hleypur í minningu dóttur s i n n ar, Br y n - d í s a r Hu l d u , sem fæddist 26. nóvember 2012 og lést þann 22. j anú ar 2 0 1 4 . Bryndís Hulda fæddist aðeins með hálft hjarta. Eftir að Bryndís fæddist tóku við aðgerðir í Svíþjóð, sem hefðu átt að vera 3-4 í heildina á þriggja ára tímabili. Svo fór ekki og sífellt tóku ný áföll við. Fjórða aukaaðgerðin gekk ekki sem skyldi og Bryndísi var haldið sofandi í þrjár vikur. Eftir það tóku við rúmlega tveir mánuðir í viðbót á gjörgæslu í Sví- þjóð og fjölmargar aðgerðir. „Þetta var orðið kapphlaup við tímann og því miður fór það svo að litla hjartað gafst upp þann 22 janúar. Í gegnum allar okkar þrekraunir hafa margir, bæði félög og ein- staklingar staðið við bakið á okkur. Bryndísar er sárt saknað af öllum þeim sem náðu að kynnast henni,“ segir Sandra. Þeir sem vilja styrkja Söndru og Neistann geta lagt málefninu lið með því að fara á: www.hlaupastyrkur. is/einstaklingar/kepp- andi?cid=20960 Fjölmargir Suðurnesjamenn ætla sér að hlaupa til góðs þegar Reykjavíkurmaraþonið fer fram þann 23. ágúst næst- komandi. Þeirra á meðal er hópur sem hleypur fyrir Keflvíkinginn Bjarnheiði Hannesdóttur sem þjáist af heilaskaða. Frænkur hennar þær Arna Björg Jónas- dóttir og Sigrún Halldórsdóttir ætla að hlaupa fyrir Styrktarhóp Heiðu ásamt fjölda ættingja og vina Heiðu. Heiða fékk hjarta- stopp í lok árs 2012 og í kjölfarið hlaut hún miklar heilaskemmdir vegna súrefnisskorts. Heiða var á gjörgæslu og á hjartadeild og í kjölfarið dvaldi hún á Grensás- deild í tæpt ár. Heiða er algjörlega ósjálfbjarga, bundin við hjóla- stól og er sjón hennar og mál afar skert. Eftir að Heiða fór af Grens- ásdeild hefur fjölskyldan hennar hugsað um hana en Heiða á þrjú ung börn og sambýlismann. „Við stöndum sterk saman“ Tilgangur Hlaupahóps Heiðu er að safna nægu fjármagni svo að Heiða komist í stofnfrumumeð- ferð erlendis og að styðja við bakið á henni og fjölskyldu hennar. Sigrún segist vera búin að æfa í tæpa tvo mánuði fyrir hlaupið nú þegar. Hún er í hlaupahóp þar sem nokkrar hressar hlaupaskvísur hitt- ast snemma á morgnana í Laugar- dalnum tvisvar í viku. Sigrún segir að allnokkrir úr fjölskyldunni ætli sér að hlaupa auk hennar og Örnu. „Við stöndum sterk saman, þeir sem hlaupa ekki styrkja með öðrum hætti svo sem fjárstuðningi eða öðru slíku. Svo er skemmti- legt að sjá hvað við stórfjölskyldan erum dugleg að minna á hlaupa- hópinn okkar #teamHeiða á öllum samfélagsmiðlum.“ Unnusti Sig- rúnar er grínistinn Pétur Jóhann Sigfússon en hann lét sig hafa það að hlaupa 21 km í hlaupinu í fyrra. „Fyrst hann kláraði það með sóma þá vænti ég þess að ég komist einn- ig í mark! Mér fannst ekkert annað koma til greina en að hlaupa 21 km í ár til stuðnings elsku Heiðu frænku minnar og er hún mér ávallt efst í huga á erfiðum hlaupa- æfingum,“ segir Sigrún sem aldrei hafði hlaupið lengri vegalengd en 3 km áður en hún ákvað að slá til núna. Arna hafði e inungis farið í Latabæjarhlaupið með dóttur sinni áður en ákvörðunin var tekin um að taka þátt í ár. Hún ætlaði sér upphaflega að hlaupa hálft maraþon enda taldi hún það lítið mál. „Ég hef aldrei verið mikill hlaupagarpur og ætlaði sko aldeilis að skella mér í hálft mara- þon, en sá f ljótlega að það væri kannski heldur mikil bjartsýni miðað við skamman undirbúning, þann- ig að ég ætla að hlusta á líkamann og fara 10 km,“ segir Arna. Hún segist stundum fá lán- aðan hund þegar hún er að æfa. „Henni finnst mjög gaman að hlaupa og vefja bandinu í kringum mig þegar ég stoppa sem olli því t.d. að ég flaug yfir gangbraut um daginn. Kannski er bara málið að vera ekk- ert að stoppa?,“ segir Arna hress í bragði. Hún vonast til þess að sem flestir verði með í hlaupinu. „Ég treysti svo á að hinir verði duglegir á hliðarlínunni og í áheitunum.“ Þær frænkur biðla til allra Suður- nesjamanna að standa saman og leggja málefninu lið. „Margt smátt gerir eitt stórt. Allir eru svo hjartan- lega velkomnir í að hlaupa með okkur fyrir Heiðu og fjölskyldu. Það verður mikið húllumhæ í kringum hlaupahópinn okkar. Bæði verður gaman fyrir alla að taka þátt sem og það skilur eftir svo gott í hjartanu,“ segir Sig- rún að lokum. Hlaupahópur Heiðu, eða Team Heiða, hefur nú safnað mestu af öllum þeim hópum sem ætla að láta gott af sér leiða. Alls hafa safnast um 2,2 milljón krónur þegar þetta er skrifað en leggja má málefninu lið á heimasíðu hlaup- astyrks: Hlaupastyrkur Team Heiða. Fjölskyldan stendur þétt við bakið á Heiðu -mannlíf pósturu vf@vf.is Mæðgurnar Helga Sigurðardóttir og Sigrún Halldórs hlaupa fyrir Heiðu. Arna með hlaupafélaga sínum. Heiðrar minningu dóttur sinnar Gildi Sporthússins eru meðal annars snyrtimennska, hreinlæti og hátt þjónustustig. Starfið felst meðal annars í ræstingum, t.a.m. karlaklefa, og samstarfi við kvenkyns samstarfsmann við ýmsar ræstingar í stöðinni ásamt daglegu eftirliti með tækjabúnaði og húsnæði stöðvarinnar. Auk þess þarf að sjá til þess að stöðin sé ávallt hrein og snyrtileg. Þá kemur viðkomandi skilaboðum til viðgerðarmanna á tækjabúnaði þegar við á. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt og hafa metnað fyrir að halda umhverfi sínu snyrtilegu og vel viðhöldnu. Við leitum að handlögnum einstaklingi sem getur leyst ýmis smáverk sem upp geta komið á viðhaldi inninhúss. Unnið er í nánu samstarfi við stjórnendur Sporthússins og starfsmann sem er í fullu starfi við ræstingar. Tilvalið fyrir karlmann á besta aldri (55 ára og eldri) sem vill vinna fjölbreytt og skemmtilegt starf á traustum og góðum vinnustað þar sem alltaf er líf og fjör. Vinnutími virka daga frá kl. 8-16 eða eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar veitir Ari í síma 896-5006 og með tölvupósti á netfanginu ari@sporthusid.is. Umsóknarfrestur er til 31. ágúst nk. og verður farið með umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum svarað. Umsóknum skal skilað á netfangið ari@sporthusid.is Sporthúsið – Flugvallarbraut 701 – 235 Reykjanesbær – 421 8070 – www.sporthusid.is REYKJANESBÆR Sporthúsið Reykjanesbæ óskar eftir karlmanni í 70-100% starf sem fyrst. Um framtíðarstarf er að ræða.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.