Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.08.2014, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 21.08.2014, Blaðsíða 11
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 21. ágúst 2014 11 Körfuboltaþjálfarinn Einar Jóhannsson er einn af þeim en hann hleypur í minningu Örlygs Arons Sturlusonar (Ölla) körfubolta- manns sem lést árið 2000. Njarðvíkingurinn Einar segist hlaupa tvisvar í viku ásamt Örvari Kristjánssyni vini sínum sem einnig ætlar að taka þátt. Einar er þó að æfa 6-8 sinnum í viku en hann segir komandi hlaup hafa gefið sér aukna ástæðu til heilsueflingar. Á Facebook er starfræktur hlaupa- hópur Ölla þar sem eru 190 skráðir meðlimir. Fjölmargir ætla að taka þátt í hlaupinu en Einar segist hafa heimildir fyrir því að gamlar kempur úr Njarðvík munu hugsan- lega dusta rykið af hlaupaskónum og taka þátt. „Ég heyrði af því að Teitur Örlygs- son og Friðrik Ingi Rúnarsson væru hugsanlega að æfa fyrir luktum dyrum. Ég hefði gaman af því að keppa við þessa tvo í 10 km hlaupi, það væri lítið mál,“ sagði Einar kokhraustur. „Við Örvar, yngri flokka þjálfarar í Njarðvík skorum hreinlega á þá tvo sem munu stýra Njarðvíkurskútunni næsta vetur,“ en Teitur og Friðrik munu þjálfa Njarðvíkinga næsta tímabil. Einar vildi annars hvetja sem flesta til þess að skrá sig og taka þátt í því að styrkja gott málefni, bæta heilsuna og heiðra minningu góðs drengs í leiðinni. Framlög renna í minningarsjóð sem hefur verið stofnaður í nafni Ölla. Markmið sjóðsins er að styðja börn sem minna mega sín á Íslandi til íþróttaiðkunar en slíkur sjóður er ekki til staðar á hér á landi. Krækiber - Vanmetin súperfæða Krækiber eða crowberries eins og þau eru kölluð á enskunni eru sannkölluð súperfæða okkar en krækiberin falla gjarnan í skuggann á bláberjunum en hollustugildi krækiberja er ekki síðra. Krækiberin eru örlítið súr og beisk á bragðið en gefa einnig milt berja og kryddbragð. Þau vaxa aðallega þar sem kalt loftslag ríkir og finnast víða í Norður Evrópu. Allir vita að ber eru afar heilsusamleg fæða en krækiberin eru járnrík, C og E vítamínrík, ásamt því að innihalda mikið magn andoxunarefna (anthocyans) sem er talið verja okkur gegn ótímabærri öldrun og ýmsum sjúkdómum. Krækiber eru vökvalosandi, talin styrkja sjón, jákvæð áhrif á blóð- þrýsting og styrkja slímhúðir líkamans. Einnig hafa þau veruð notuð til að stemma við of miklum tíðablæðingum hjá konum og góð gegn blóðleysi. Krækiberin má nota á ýmsa vegu en þau geymast fersk í kæli í 10-15 daga og sniðugt er að skutla þeim í holla sjeika, út á hafragrautinn eða hreina jógúrt. Svo er hægt að útbúa sykurskerta krækiberjasultu eða gera krækiberjasaft en ég læt eina góða uppskrift fylgja frá Sollu Eiríks að hollri saft. Krækiberjasaft: 2 ½ dl krækiber 2-3 cm engifer 2 msk sítrónusafi 1 tsk sugarless sugar (Now) eða ½ msk hunang 1 dl vatn Allt sett í blandara, sigtað vel og hellt á flösku og geymt í kæli. Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir. www.facebook.com/grasalaeknir.is, www.pinterest.com/grasalaeknir HEILSUHORNIÐ ÁSDÍS GRASALÆKNIR SKRIFAR -mannlíf pósturu vf@vf.is Hleypur fyrir ömmustrákinn sinn - ásamt fjölskyldunni. Xu„Gabríel Máni fæddist í mars og var fljótt greindur með hjarta- galla sem er kallaður Víxlun stóru slagæðanna,“ segir Hildur Þóra Stefánsdóttir, amma Gabrí- els Mána, sem fór í erfiða að- gerð í Svíðþjóð sem tókst vel og dafnar litla hetjan vel í dag. „Við fjölskyldan höfum ákveðið að hlaupa fyrir þennan flotta strák okkar í Reykjavíkurmaraþoninu og safna fyrir Styrktarfélagi Neistans sem hjálpaði Gabríel Mána og fjölskyldu hans mjög mikið á þessum erfiðu tímum.“ Styrktarsíða Gabríels Mána er: www.hlaupastyrkur. is/en/running-teams/ team?cid=21355 Hildur Þóra með Gabríel Mána. Afgreiðslufólk óskast til starfa Góður vinnutími Upplýsingar á staðnum Valgeirsbakarí Hólagötu 17 ATVINNA Atv inna Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf. óskar eftir að ráða til starfa vélfræðing eða vélstjóra í Kölku, brennslustöð fyrirtækisins. Unnið er á vöktum. Starfssvið felst m.a. í stjórnun á brennslulínu stövarinnar, viðhaldi og þrifum á vélbúnaði, tækjum ofl. Umsækjendur þurfa að hafa góða samskiptahæfileika, geta unnið sjálfstætt og undir álagi. Góð tölvufærni og enskukunnátta eru nauðsynleg. Kalka er eina sorpbrennslustöðin sem starfrækt er hér á landi og var tekin í notkun árið 2004. Stöðin er tæknilega fullkomin og þar starfa um 20 manns. Upplýsingar veitir Ingþór Karlsson í síma 862-3505. Umsóknareyðublað má fá á heimasíðu fyrirtækisins www.kalka.is Umsóknir ásamt ferilskrá sendist til ingtor@kalka.is fyrir 1. september 2014. Elsku Kristófer minn þú ert kannski farinn af þessari jörð en þú ferð aldrei úr huga mínum. Þú verður alltaf fal- legi drengurinn minn, b a r n a b a r n i ð m i t t . Strákurinn sem var svo mikill yndisauki í lífi allra sem kynntust þér. Þú elskaðir fjölskyldu þína og vini, börn sem og dýr. Þú mátt vita eitt ég hugsaði um þig á hverjum degi. Hvað þú værir að gera og vonaði að þér liði vel og þér gengi vel í lífinu, já elskan ég hafði áhyggjur af þér og vonaðist til alls hins besta í þínu lífi. Ég elska þig Kristófer og mun gera það um ókomna framtíð. Það verður tómarúm í hjarta mínu að sjá þig ekki koma æðandi inn um dyrnar hjá mér og faðma mig svo innilega og segja, hæ amma ég elska þig. Það var gaman að gefa þér að borða því þú borðaðir mikið og vel enda strákur sem var að stækka og fullur af lífi og fjöri. Ég veit að lífið lék ekki alltaf við þig. Þú áttir daprar stundir og erf- iðar enn þrátt fyrir það barðist þú áfram af miklum krafti. Þær stundir og gistinætur sem við áttum saman þá spiluðum við á spil og þú spilaðir fyrir mig tónlist úr tölvunni þinni svo ég fengi að heyra hvaða smekk þú hafðir á tónlist sem var öðruvísi en ég hlustaði á enn áhugaverð. Ég vil þakka þér fyrir þær stundir sem við áttum saman og þær gisti- nætur sem þú varst hjá mér, þú unglingurinn og ég að gæta að þú kæmir heim á réttum tíma. Þú komst alltaf heim á umsömdum tíma og ef þér seinkaði þá hringdir þú til að láta vita að þér seinkaði. Tókst fullt tillit til mín, takk fyrir það elskan. Svo átti ég kisu Tinu Turner og þið voruð góðir vinir en hún var ekki allra. Þegar Aþena hundurinn hans Daníels var í pössun var uppi fótur og fit. Hún elskaði þig afar mikið og þið lékuð ykkur í boltaleik og sváfuð alltaf saman. Ég man þegar við fórum út að borða 17. júlí en mig langaði til að bjóða þér og mömmu þinni í fyrirfram afmælisveislu á Duus. Við áttum yndilega kvöldstund saman, allir glaðir og svo kvödd- umst við með faðmlagi og ég geymi þá minningu og er þakklát fyrir að eiga hana. Daginn eftir sá ég þig ganga glaður með vini þínum niður Hringbraut í Keflavík. Elska þig ævinlega og friður verði með þér elskan. Ósk amma Samúðarkveðjur elsku Geirþrúður mín og ættingjar og vinir. Kristófer Örn Árnason -minning Styðja börn til íþróttaiðkunar

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.