Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.08.2014, Page 12

Víkurfréttir - 21.08.2014, Page 12
fimmtudagurinn 21. ágúst 2014 • VÍKURFRÉTTIR12 -aðsent pósturu vf@vf.is Upphaf félagsverslunar á Suðurnesjum er að öllum líkindum að finna í Garði og Leiru, en á árunum 1890 til 1892 hvatti sr. Jens Pálsson, prestur í Útskálum, reglulega til þess að stofnað yrði pönt- unarfélag til að bæta kjör fólks í hreppnum. Þegar til kom var félags- svæðinu skipt í deildir og voru deildastjórar þeir Benedikt Þorláksson, Eiríkur Torfason og Þorsteinn Gíslason. Þeir söfnuðu pöntunum í vörur og loforðum manna um fiskafurðir til greiðslu. Umboðsmaður- inn var í Newcastle. Vel gekk að skipuleggja og tryggja viðskiptin og leiddu þau til þess að fólk fékk vörur á lægra verði en áður hafði tíðkast og sömuleiðis hærra verð fyrir sínar vörur en greitt hafði verið hjá kaupmönnum í Keflavík. Kaupmenn í Keflavík litu þennan samvinnu- félagsskap illu auga og reyndu hvað þeir gátu til að hnekkja viðgangi hans. Þegar Jens flutti úr héraðinu tók Þórður Thoroddsen læknir í Keflavík við félaginu. Þann 14. desember 1904 var boðað til stofnfundar samtaka til að bæta hag sjómanna og fjölskyldna þeirra, svipað og sjómannafélagið Báran í Reykjavík hafði gert 1894. Alls 27 sjómenn úr Keflavík stofn- uðu deild sem kölluð var „Báran nr. 6“. Árið 1906 stofnaði deildin svo pöntunarfélag sem starfaði all lengi, líklega til 1920. Það var svo VSFK sem stofnaði pöntunar- félag í Keflavík árið 1933 sem 33 félagsmenn stóðu að. Félagið sam- einaðist síðan Kaupfélagi Reykja- víkur og nágrennis (KRON) árið 1937 þegar félagið opnaði verslun við Aðalgötu 10 í Keflavík. Fyrsti framkvæmdastjóri verslunarinnar var Ragnar Guðleifsson, vinsæll og farsæll verkalýðsleiðtogi, en auk hans störfuðu þar þau Margrét Arinbjarnardóttir og Sölvi Ólafs- son. Árið 1951 voru félagsmenn í deildinni alls 156. Um áramótin 1943/1944 lét Ragnar af störfum og tók Björn Pétursson við starfinu í hans stað. Á vordögum 1945 var samþykkt á aðalfundi að slíta sig frá KRON og stofna sjálfstætt kaupfélag og var stofnfundur Kaupfélags Suður- nesja haldinn um sumarið, nánar tiltekið þann 13. ágúst. Félagsmenn voru í árslok þess árs alls 493. Í dag eru í Kaupfélagi Suðurnesja um fimm þúsund félagsmenn og er kaupfélagið kjölfestueigandi í Samkaupum hf, sem starfrækir 48 verslanir um land allt. Hjá Sam- kaupum starfa um 900 manns og reksturinn gengur vel. Með félagskveðju, Skúli Skúlason, formaður KSK ■■ Skúli Skúlason, formaður KSK, skrifar: Upphaf samvinnuverslunar á Suðurnesjum Kronbúðin Aðalgötu 10 Keflavík. Sölvi Ólarsson verslunarstjóri og Guðbjörn Þorsteinsson sendill. Senn líður að Ljósanótt Hluti af dagskrá Ljósanætur hefur verið að sleppa helíumfylltum blöðrum og sjá þær stíga til himins. Blöðrurnar hafa lengi verið vin- sælar við ýmis tilefni s.s. til skreytinga, til skemmtunar fyrir börn og til að sýna góðum málefnum stuðning. Þó blöðrurnar séu til skemmtunar til skamms tíma geta þær valdið skaða, skemmst er að minnast útkalli lögreglu og björgunarsveita þegar vegfarandi taldi sig sjá fallhlíf fara í sjóinn þegar um var að ræða tvær helíum blöðrur en skaðinn getur verið enn meiri. Helíum er sennilega þekktast sem partýblöðru-gas og óvíst að margir átti sig á hversu dýrmætt gasið er. Nú í seinni tíð hefur borið á helíumskorti. Almenningur hefur helst orðið var við þann skort þegar falast er eftir helíum í blöðrur. En það eru aðrir og veigameiri þættir sem munu breytast þegar helíum- skortur verður viðvarandi. Helíum er léttara en andrúmsloft og er það létt að þyngdarafl jarðar heldur því ekki svo það stígur upp og kemst út úr lofthjúpi jarðar. Helíum er ekki framleitt heldur finnst það með jarðgasi þar sem jarðvegur er nægilega þéttur. Fá svæði hafa helíum í vinnanlegu magni og er um 75% af vinnslu alls helíums í Bandaríkjunum. Suðumark helí- ums er nálægt alkuli eða -267 °C og er efnið í fljótandi formi besta kæliefni heims, og enn er ekki séð fram á hvernig skipta megi efn- inu út fyrir aðra kælimiðla. Aðal- notkun helíums í heiminum er sem kælivökvi á segulómunartæki (MRI-skanna) á sjúkrahúsum en einnig er það notað sem kælimið- ill við framleiðslu hálfleiðara og í kjarnaofnum svo dæmi séu tekin. Helíum er einnig notað í loftbelgi til mælinga svo sem við hálofta- veðurmælingar, það er notað við framleiðslu á ljósleiðara, á rann- sóknarstofum, í eldsneytistönkum geimflauga og í innöndunargasi t.d. í súrefnistönkum kafara. Við notum helíum í margvíslegum tilgangi til að styðja við lífsmáta okkar og afleiðingar af skorti efnis- ins mun valda verulegum vand- ræðum. Í ljósi ofangreindra stað- reynda er vert að velta því fyrir sér hversu nauðsynlegt það er fyrir okkur að velja rétta notkun á auð- lindinni og leggja af helíumnotkun okkur til skemmtunar. Óþarfa umbúðanotkun og of- notkun plastpoka hefur verið mikið í umræðunni. Blöðrur eru flestar búnar til úr latexblöndu eða úr þunnri pólýesterfilmu (BoPET) sem er m.a. nýtt í iðnaði t.d. við framleiðslu málmbands, í lok á jógúrtdósir og í geimbúningum NASA. Plast í hafinu ógnar líf- verum aðallega á tvo vegu: líkam- legar hættur, þ.e. þegar lífverur flækjast í því og kafna (sjá t.d. á www.balloonsblow.org) og svo efnafræðilegar hættur, þ.e. lífupp- söfnun á plastögnum inni í líkama lífvera sem gerist t.d. með öndun neðansjávar eða með fæðu (fuglar, fiskar og sjávarspendýr). Flestar sjávarlífverur sem taka inn í sig plast eiga í erfiðleikum með að losa sig við það og margar hverjar geta það ekki sem getur valdið kvalar- fullum dauðdaga. Þegar helíum- fylltum blöðrum er sleppt lausum þá enda þær flestar lífdaga sína í hafinu. Þó blöðrur í hafinu séu ekki uppistaðan í plastmengun hafsins eru þær eitt af þeim plastefnum sem við getum auðveldlega komið í veg fyrir að berist þangað. Helíum er þrjótandi auðlind sem er okkur nauðsynleg til framleiðslu á vörum sem við viljum alls ekki vera án t.d. innan heilbrigðisgeirans. Að spara helíum er því eitthvað sem við ættum öll að kappkosta. Eins og allir vita þá er plast umhverfis- spillir sem veldur miklum skaða í umhverfinu. Afleiðingin af því að sleppa helíumfylltum blöðrum verður að vera okkur öllum kunn, þær eru vissulega fallegar og tignarlegar á leið til himins – en er það þess virði? Undirritaðar hvetja Reykjanesbæ til þess að snúa setningarathöfn Ljósanætur í langlífari og umhverf- isvænni skemmtun. Góða skemmtun á Ljósanótt, Ásdís Ólafsdóttir líffræðingur Snjólaug Ólafsdóttir um- hverfisverkfræðingur Bókin Síðasta bók sem ég las var í byrjun sumars og var það bókin Sandmaðurinn eftir Kepler. Móðir mín hafði nýlokið við að lesa hana og fannst hún svo góð að ég ákvað að lesa hana líka. Bókin var virkilega góð og gat ég varla lagt hana frá mér. Sandmaðurinn er glæpasaga og fjallar um systkini sem hverfa á barnsaldri og eru svo lýst látin stuttu seinna. Sjö árum seinna finnst bróðirinn svo á lífi og hefst lögreglan þá við að rannsaka málið upp á nýtt. Mæli eindregið með að fólk lesi hana. Tónlistin Ég myndi segja að smekkur minn á tónlist sé mjög víð- tækur. Mér finnst ótrúlega gaman að hlusta á hip hop tónlist og kemur hún mér ávallt í gírinn. Atmosp- here er í miklu uppáhaldi hjá mér og Kanye West. Drottningin Beyonce er náttúrulega æðisleg líka. Ég er lítið fyrir rokk og hlusta ekki mikið á þannig tónlist. Sjónvarpsþátturinn Ég verð að viðurkenna að þættir eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Nýlega hef ég verið að horfa á Teen Wolf með vinkonu minni og sitjum við límdar við skjáinn þessa dagana að horfa. Annars hef ég verið að fylgj- ast með Gossip girl, Desperate Housewives, Scandal, Mistresses, Greys Anatomy, Mentalist, Castle, Arrow og Blacklist (já ég elska spennu og dramaþætti). Ég gæti reyndar talið upp fleiri þætti sem ég er að fylgjast með en læt þetta gott heita. -afþreying póstur u eythor@vf.is Elskar spennu og drama Íþróttafræðingurinn Guðrún Bentína Frí- mannsdóttir er 26 ára gömul, uppalinn Grindvíkingur. Hún er fyrirliði meistaraflokks kvenna í Grindavík í knattspyrnu en hún þjálfar einnig yngri flokka hjá félaginu. Hún elskar spennu og dramaþætti og segir að hip-hop tónlist komi sér alltaf í gírinn. Guðrún Bentína á eins árs gamlan son, Eið Aron, með Marteini Guðbjartssyni. Ástkæri eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Guðmundur Jóhannsson Vallarbraut 6, Reykjanesbæ lést á heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánudaginn 18. ágúst. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 26. ágúst kl. 14.00. Elísabet Vigfúsdóttir, Vignir Guðmundsson, Jadvyga Usvaltiene, Ásthildur Guðmundsdóttir, Hafsteinn Benediktsson, Ingvar Guðmundsson, Sólveig Þorsteinsdóttir, Helga Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.