Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.08.2014, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 21.08.2014, Blaðsíða 13
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 21. ágúst 2014 13 Ljósanótt á Nesvöllum Fimmtudaginn 4. september Sagnakvöld á Ljósanótt 4. september kl. 20 á Nesvöllum Kl. 20:00: Minnst 20 ára afmælis Reykjanesbæjar Félag eldri borgara á Suðurnesjum efnir til bæjarstjórnarfundar á Sagnakvöldi á Ljósanótt fimmtudaginn 4. september á Nesvöllum kl. 20 til þess að minnast tuttugu ára afmælis Reykjanesbæjar en 11. júní 1994 voru Keflavíkurbær, Njarðvíkurbær og Hafnarhreppur sameinaðir í eitt sveitarfélag, Reykjanesbæ. Til þess að minnast þessa merka atburðar og afmælis Reykjanesbæjar eru boðaðir til fundarins: Ellert Eiríksson bæjarstjóri Keflavíkur, Drífa Sigfúsdóttir forseti bæjarstjórnar Keflavíkur, Kristján Pálsson bæjarstjóri Njarðvíkur, Sólveig Þórðardóttir forseti bæjarstjórnar Njarðvíkur og Borgar Jónsson og Sigrún Dröfn Jónsdóttir hreppsnefndarmenn í Hafnarhreppi. Föstudaginn 5. september Kl. 20:00: FEBS stendur fyrir árlegu harmonikkuballi á Nesvöllum Sandgerðisdagar verða haldnir í Sandgerði dagana 25. – 31. ágúst. Dagskráin hefst á mánudag og lýkur á sunnudag en há- punkturinn verður laugardaginn 30. ágúst. Hátíðarsvæðið verður við grunnskólann eins og á síðasta ári og þar verður skemmtileg dagskrá allan daginn. Eins og áður sagði hefst dagskrá hátíðarinnar strax á mánudeginum með móttöku nýrra Sandgerðinga í Vörðunni síðdegis og um kvöldið verður Pub quiz á veitingastaðnum Mamma mía. Sandgerðisdagagöt- urnar í ár eru Miðtún, Norðurtún og Stafnesvegur og bjóða íbúar við þessar götur bæjarbúum og gestum í skemmti- og markaðsstemmingu á túninu milli Miðtúns og Stafnes- vegar. Listatorg er opið alla daga vikunnar frá kl. 13:00 - 17:00. Fjöl- breytt úrval af handverki eftir lista- og handverksfólk úr Sandgerði og víðar af Suðurnesjum. Á þriðjudag verður hið vinsæla pottakvöld kvenna í sundlauginni í Sandgerði. Þar verður m.a. boðið upp á tískusýningu með prjóna- vörum frá konum í Sandgerði, snyrtvörukynningu og spjall með Matta Ósvald. Á miðvikudag verður formleg setningarhátíð Sandgerðis- daga í Grunnskólanum í Sand- gerði með leik- og grunnskóla- börnum. Síðdegis verður opið hús í tónlistarskólanum þar sem boðið verður upp á lifandi tón- list og veitingar. Hátíðardagskrá verður í safnaðarheimilinu um kvöldið þar sem fram koma m.a. Valdimar Guðmundsson, Sigríður Thorlacius og Kvennakór Suður- nesja. Að dagskrá lokinni verður slegið upp gömludansaballi fyrir alla fjölskylduna þar sem Harpa danskennari sem margir kannast við úr Dansskóla Heiðars Ástvalds- sonar mun m.a. aðstoða við dans- sporin. Hnallþórukeppnin verður á sínum stað og öllum boðið til kaffisamsætis. Þetta er áfengislaus skemmtun og eru allir velkomnir, börn og fullorðnir. Á fimmtudag verður Hnátumót KSÍ haldið á N1 vellinum í Sand- gerði þar sem hópur hæfileika- ríkra stúlkna keppa í knattspyrnu. Diskótek verður fyrir yngstu kyn- slóðina í félagsmiðstöðinni Skýja- borg og um kvöldið verður síðan hin vinsæla Lodduganga fyrir full- orðna fólkið. Á föstudag verður myndlistarsýning Sig- ríðar Rósinkars opnuð í Listatorgi. Einn af hápunktum dagsins er síðan knattspyrnu- keppni milli Norður- bæjar og Suðurbæjar. Boðið verður upp á salt f iskveislu fyrir keppendur að henni lokinni. Á sama tíma verður sápu- bolti og bronskeppni fyrir yngri kynslóðina við grunnskólann og um kvöldið verður haldið ungl- ingaball þar sem hljómsveitin Úlf- ur Úlfur spilar. Söngva- og sagna- kvöld verður í Efra Sandgerði og ball með Ingó og Veðurguðunum í samkomuhúsinu. Á laugardag verður golfmót, dorg- veiði, söguferð og kajakasiglingar. Vöfflukaffi og handverksmarkaður verður í Miðhúsum og ókeypis að- gangur verður í Þekkingarsetrið bæði laugardag og sunnudag en þar er margt skemmtilegt að sjá og gera. Hátíðarsvæðið við Grunnskólann mun iða af lífi frá kl. 13 en þar verður markaður, leiktæki, hestar, gokart, mótorhjól , fornbílar og margt fleira. Hin vinsæla söguferð um Sandgerði í boði Hópferða Sævars verður á sínum stað kl. 14.00 þar sem Reynir Sveinsson leiðsögumaður mun segja frá. Á útisviðinu verður skemmti- leg dagskrá allan daginn þar sem Pollapönkarar koma m.a. fram. Um kvöldið hefst dagskráin með hverfa- og litagöngu frá Vörðunni. Flott dagskrá heldur síðan áfram á útisviðinu þar sem meðal annars er boðið er upp á taekwondosýningu, Jón Jónsson, brekkusöng, Klassart og fleira. Dagskránni við grunn- skólann lýkur svo með glæsilegri flugeldasýningu en að henni lokinni verður dansleikur með Skítamóral í samkomuhúsinu. Á sunnudag verður svo hátíðar- messa í Hvalsneskirkju og markar hún upphaf Hallgrímshausts í Hvalsnessókn í tilefni af 400 ára fæðingarafmæli Hallgríms Péturs- sonar. Eftir messu verður Hall- grímshlaup / ganga frá Hvalsnes- kirkju að Íþróttamiðstöðinni í Sandgerði og verður frítt í sund að hlaupinu loknu. Ítarleg dagskrá Sandgerðisdaga verður sett inn á vef Sandgerðis- bæjar og á facebooksíðu Sand- gerðisdaga. ■■ Sandgerðisdagar verða haldnir 25. – 31. ágúst: -mannlíf pósturu vf@vf.is Viðamikil bæjarhátíð Sandgerðinga DAGSKRÁ Á SANDGERÐISDÖGUM Heimsendingar: fimmtudag - sunnudags Fa ceb oo k: Ma mm a-M ía- eh f-S an dg erð i Mánudag – pub quiz með Fríðu og Erni, húsið opnar kl. 20.00. Þriðjudag, miðvikudag, fimmtud – pizzatilboð. Miðvikudag – Bjórkvöld, 2fyrir1 af bjór af krana, frá 21.00-23.00. Fimmtudag – Trúbbinn Einar Örn heldur uppi stuðinu frá 22.00. Tvennutilboð á barnum. Föstudag – Einar Örn verður í föstudagsgír og spilar frá 00.00. Tvennutilboð á barnum. Laugardag – Loksins loksins Svakalegt ball með SKÍTAMÓRAL í Samkomuhúsinu!! 20 ára inn. 50 miðar í forsölu á Mamma Mía 2.500.- 3.000.- við inngang - húsið opnar kl. 23.00.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.