Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.08.2014, Page 14

Víkurfréttir - 21.08.2014, Page 14
fimmtudagurinn 21. ágúst 2014 • VÍKURFRÉTTIR14 -íþróttir pósturu eythor@vf.is TIL LEIGU Stúdíó íbúiðir og bílskúrar til leigu að Vatnsnesvegi 5, Keflavík. Frá 50 fm. að stærð. Íbúðir á kr. 70.000 pr. mánuð en bílskúrar frá kr. 50.000. Studio apartments and garage for rent. Size from 50 sam. Price from 70.000 for apartment and 50.000 for garage. Fyrirspurnir/requests: vatnsnesvegur@outlook.com Til leigu 350 m2 atvinnuhúsnæði með fiskvinnsluleyfi á Hrannar- götu.Uppl. í símum 860 8909 og 895 8230. 80 til 130 fm2 Iðnaðarhúsnæði óskast til leigu í Reykjanesbæ. Lág- marks lofthæð eru 4 metrar, stór keyrsluhurð æskileg. Upplýsingar í síma 895-6641 TIL SÖLU Allt þarf að seljast til dæmis: Endúró 80 CC, Gúmmíbátur með rafmagnsmótor, Iðnaðarriksuga, Tvær frístigkistur, Þrjár stærðir stigar, stórt útikrill, ræktunarkerfi, göngubraut, bekkur og Allskonar heimilisdóttur. Holtsgata 36. Frá 1 til 5. Laugardaginn Sunnudaginn Þrjár hliðar (fortjald) þriggja- metra markisa. Lítið notuð. Upplýsingar í síma 846-3422. Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ sími 421 7979 www.bilarogpartar.is - smáauglýsingar www.vf.is 83% LESTUR + Flottir sigrar hjá ungu Suðurnesjakylfingunum XuBirkir Orri Viðarsson og Zuzanna Korpak úr Golfklúbbi Suður- nesja sigruðu í flokki 14 ára og yngri á Íslandsbankamótaröð unglinga í golfi sem fram fór á Jaðarsvelli á Akureyri um síðustu helgi. Birkir Orri lék frábært golf báða dagana og vann með sex högga mun og lék fyrri 18 holurnar á einu höggi undir pari við frekar erfiðar aðstæður. Birkir Orri hefur verið í toppbaráttunni í sumar og varð m.a. í 2. sæti á Íslandsmótinu í holukeppni. Birkir Orri lék á 70 og 74 eða 144 höggum en Ingvar A. Magnússon GR varð annar. Virkilega frábær frammistaða hjá Birki í sumar. Zuzanna Korpak sló núna yngri systur sinni, Kingu, við en sú yngri hafði sigrað á 3 af 4 mótum sum- arsins fyrir þetta mót. Zuzanna lék sitt besta golf í sumar og var á 89 og 87 höggum eða 176 höggum en Kina systir hennar varð önnur á 191 höggi. Suðurnesjakylfingarnir Karen Guðnadóttir og Guðni F. Carrico stóðu sig líka vel á Eimskipsmóta- röðini en Karen varð í 3. sæti og Guðni í 4.-5. sæti. Keflavík hefur samið við bak-vörðinn Gunnar Einarsson um að hann leiki með liðinu í Domino's deild karla í körfubolta í vetur. Gunnar lék síðast með Keflavík tímabilið 2010-2011 en hann á að baki afar farsælan feril með liðinu. „Mig langar að taka þátt í þessu verkefni. Mér líst vel á þjálfarann og strákana, eins er Damon að koma aftur og því held ég að þetta geti orðið rosa- lega skemmtilegt verkefni,“ segir Gunnar en viðræður voru hafnar milli hans og Keflvíkinga áður en Damon ákvað að taka slaginn. Damon hafði þó talað um það við Gunnar að það væri gaman ef þeir félagar tækju eitt tímabil saman í viðbót og hlakkar þá báða til að mæta aftur á heimaslóðir. Gunnar starfar sem einkaþjálf- ari þar sem hann þjálfar menn í fremstu röð líkt og Jón Arnór Stefánsson og Hauk Helga Pálsson sem báðir spila með íslenska lands- liðinu í körfuknattleik. Hann segir að það hafi kveikt áhugann hjá honum að æfa og spila smá körfu- bolta með þessum strákum. „Hvað varðar líkamlegt atgervi þá sá ég að hugsanlega hefði ég eitthvað smá fram að færa. Ég er miklu betur í stakk búinn núna en þegar ég hætti,“ segir Gunnar. Bakvörður- inn reyndi hefur aðeins æft í sumar með ýmsum góðum köppum, en þeirra á meðal hafa verið landsliðs- menn. „Ég varð mér a.m.k. ekki til skammar á þeim æfingum,“ segir Gunnar og hlær. „Ég er ekkert að koma þarna inn til þess að vera einhver hetja. Ég er að koma þarna til þess að stækka hópinn og vonandi fá einhverjar mínútur ef ég á það skilið. Ég von- ast til að miðla af reynslu og efla vonandi þessa stráka sem eru þarna fyrir.“ Strax er byrjað að ræða um það að Gunnar sé í betra líkamlegu ástandi en þegar hann hætti. „Það verður tíminn að leiða í ljós. Ég hef auðvitað ekki verið að æfa körfu- bolta af krafti, en ég kemst þótt ég hægt fari. Ég ætla ekki að vera með neinar yfirlýsingar. Fólk talar um að maður sé í svakalegu formi en hver dæmir um það, er maður í formi ef maður er með sixpack? Þetta er ósköp vítt hugtak,“ segir Gunnar léttur. Hvernig metur Gunnar annars möguleika Keflvíkinga í vetur? „Maður er ekkert að fara í þetta til þess að vera bara með og stefnir á hæstu hæðir með liðinu eins og alltaf. Þó svo að maður sé orðinn aðeins eldri þá verður maður bara að vera klókari upp á það að halda sér ferskum.“ Gunnar er einmitt að þjálfa marga af leikmönnum Dom- ino’s deildarinnar en hann segir að það komi ekki til með að trufla hann mikið, enda sé hann fag- maður fram í fingurgóma. „Maður umbreytist þegar maður fer inn á parketið í þessar 40 mínútur. Þá eru vinir manns ekkert lengur vinir manns, það er bara þannig. Svo tölum við bara saman þegar sturtan er búin,“ segir Gunnar og hlær. X■ Gunnar Einarsson byrjar aftur að spila með Keflavík „Maður er ekkert að fara í þetta til þess að vera bara með“ XuGrindvíkingurinn Marko Valdimar Stefánsson hefur verið fúl- skeggjaður síðan í vor. Ástæðan er sú að hann ákvað áður en keppnis- tímabilið í fótboltanum hófst að skerða ekki skegg sitt fyrr en hann næði að skora mark. Síðan eru liðnir u.þ.b. fjórir mánuðir og skeggið orðið myndalegt eftir því. Reyndar er Marko á því að það hafi ekkert verið svo myndarlegt. „Þetta var orðið frekar ljótt og mikill léttir þegar það fékk að fjúka, “ segir Grindvíkingurinn sem skoraði loks í 2-0 sigri gegn KV á dögunum. „Kærastan sagði mér að henni hafi verið alveg sama um skeggvöxtinn, en ég held að það hafi ekki alveg verið satt,“ bætir hann við. „Ég ákvað að setja smá pressu á mig og safna þessu skeggi þangað til ég myndi setja hann, “ segir varnarmaðurinn Marko sem er ekki þekktur fyrir að skora mikið, en hann hafði ekki ennþá náð að skora fyrir Grindavík í meistara- flokki. Hann lék með Njarðvík árið 2008 og 2010 þar sem honum tókst þó að skora. „Ég fagnaði eins og óður maður í svona 30-40 sekúndur þar sem ég þóttist vera að raka mig. Strákarnir glöddust fyrir mína hönd þar sem þeir vildu losna við skeggið, það var ekki sjón að sjá mig,“ segir miðvörðurinn í léttum tón. Marko er fæddur árið 1990 en hann getur spilað sem miðvörður og miðjumaður. Sumarið hefur ekki verið eins og búist var við hjá Grindvíkingum en margir bjuggust við því að liðið færi upp í efstu deild eftir að hafa verið ansi nærri því í fyrra. „Við erum að fara allt of seint í gang í sumar, en við erum á réttri braut með þrjá sigra í röð þar sem við höfum haldið hreinu,“ segir Marko en Grindvíkingar töpuðu svo reyndar á þriðjudag gegn Þrótturum 2-1. Markmið Grind- víkinga var að sjálfsögðu að berjast um sæti í efstu deild en það virðist ennþá raunhæfur möguleiki. „Ég tel að menn hafi áttað sig á því að markmiðin hafi breyst eftir því sem leið á tímabilið. Við erum að taka einn leik í einu og reyna að hafa gaman af þessu. Ég get alveg viðurkennt að það var ekki gaman í byrjun sumars, en smátt og smátt er þetta að verða skemmtilegt aftur,“ segir hinn nýrakaði Marko að lokum. Skeggið fékk að fjúka eftir langþráð mark - Grindvíkingar að rétta úr kútnum X■ Útlitið svart hjá Suðurnesjaliðunum Njarðvíkingar og Sandgerðingar á botninum í 2. deild Staðan er fremur slæm hjá Suðurnesjaliðunum Njarðvík og Reyni sem leika í 2. deild karla í knattspyrnu. Liðin sitja á botni deildarinnar og útlit fyrir að annað, eða bæði lið muni falla í 3. deild í haust. Bæði lið töpuðu leikjum sín- um um helgina. Njarðvíkingar töp- uðu fyrir toppliðinu Fjarðarbyggð fyrir austan 3-0, á meðan töpuðu Sandgerðingar líka 0-3 á heimavelli sínum gegn Sindramönnum. Næstu leikir eru skiljanlega mikil- vægir en Njarðvíkingar taka á móti Völsungum, sem er sæti fyrir ofan Suðurnesjaliðin, á laugardag. Sand- gerðingar leika hins vegar gegn Aftur- eldingu á útivelli í kvöld, fimmtudag.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.