Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.08.2014, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 21.08.2014, Blaðsíða 15
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 21. ágúst 2014 15 -íþróttir pósturu eythor@vf.is Bambo Nature bleiurnar eru einstaklega mjúkar og þægilegar. Þær eru afar rakadrægar og ofnæmisprófaðar auk þess sem gott snið og teygjur í hliðum gera það að verkum að þær passa barninu fullkomlega. Sölustaðir Bambo Nature Umhverfisvænar og ofnæmisprófaðar bleiur Bambo Nature Bambo Nature – er annt um barnið þitt. PI PA R\ TB W A • SÍ A • 13 31 46 Keflvíkingar töpuðu fyrir KR-ingum í úrslitaleik Borgunarbikars-ins 2-1. Sigurmark KR kom í uppbótartíma en það var Kjartan Henry Finnbogason, sem einmitt er bróðursonur Kjartans Más verð- andi bæjarstjóra Reykjanesbæjar, sem skoraði markið. Keflvíkingar komust yfir snemma leiks en þá skoraði Hörður Sveinsson gott mark eftir að Frans Elvarsson hafði unnið boltann af harðfylgi og sent á Hörð. KR náði reyndar að jafna örskömmu síðar með marki eftir hornspynu. Staðan 1-1 í hálfleik en Keflvíkingar áttu skot í stöng þegar framherjinn Hörður vippaði snyrtilega yfir markvörð KR-inga. KR-ingar voru með boltann bróðurpartinn af síðari hálfleik án þess þó að skapa sér teljandi færi. Það var svo sem blaut tuska í andlitið Keflvíkinga þegar KR-ingar skoruðu sigurmarkið í blálokin þegar allt stefndi í framlengingu. „Við vorum bara orðnir þreyttir held ég. Við náðum að koma í veg fyrir opin færi hjá þeim nánast allan leikinn. Þegar maður er svona lengi án boltans þá verður maður þreyttur,“ sagði Kristján Guð- mundsson þjálfari í lok leiks. „Það var vont að ná forystu og fá svo á okkur mark úr horni í kjölfarið. Það er talsvert lykilatriði í þessum leik.“ Eins og svo oft hefur gerst í sumar þá fengu Keflvíkingar á sig mark sem kostaði þá dýru verði. „Ef maður talar mikið um ein- hvern hlut þá fer maður að trúa á hann, en það er staðreynd að við höfum verið að fá mikið af mörkum á okkur í lok leikja,“ segir Kristján. Hann vonast til þess að Keflvíkingar láti ósigurinn ekki hafa áhrif þeirra í deildinni. „Okkar markmið er að klára mótið í efri hlutanum. Við erum búnir að vera þar og verðum vonandi áfram. Við höfum ekki verið að ná í marga sigra undanfarið en við höfum verið nálægt því. Það dettur inn og við náum að klára þetta mót á góðan hátt.“ Alveg ótrúlega súrt Haraldur Guðmundsson fyrirliði var skiljanlega svekktur í leikslok að sjá á eftir bikarnum í hendur KR. „Ótrúlega svekkjandi fyrst og fremst miðað við hvernig leikurinn spilast. Það gekk mjög vel upp að loka á ákveðin svæði hjá þeim og við skoruðum gott mark í byrjun leiks. Þeir jafna svo úr horni sem við hefðum getað komið í veg fyrir. Mér finnst við svo fá ákveð- in augnablik í leiknum sem við hefðum getað nýtt okkur betur. Svo fáum við á okkur mark í lokin sem er alveg hreint ótrúlega súrt.“ Hinn reyndi Jóhann Birnir Guð- mundsson var að koma í annað sinn á ferlinum í bikarúrslitum. Eftir 17 ára bið hefði Jóhann sjálf- sagt viljað að útkoman yrði önnur. „Við hefðum þurft að halda for- skotinu lengur og þá hefðum við fengið fleiri tækifæri til þess að sækja hratt á þá. Þetta var bara ekki okkar dagur, seinni hálfleikur var slakur. Það virðist vera að þetta sé tímabilið í hnotskurn, þetta er allavega ekki í fyrsta skipti sem við fáum mark á okkur á síðustu mínútu, það er orðið frekar þreytt. Svona er boltinn, það má ekki klikka einu sinni þá fær maður mark á sig. Þetta var erfiður leikur, þeir voru mikið með boltann og við að elta. Það dregur úr manni að hlaupa mikið án bolta.“ ■■ Keflvíkingar töpuðu gegn KR í bikarúrslitum: Ekki dagur Keflvíkinga - Tímabilið í hnotskurn þar sem Keflvíkingar fá mark á sig í blálokin Hörður skoraði og átti hörku- skot í stöng í stöðunni 1-1. Einar Orri og Sigurbergur súrir á svip.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.