Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.08.2014, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 28.08.2014, Blaðsíða 1
vf.is Víkurfréttir Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001 fimmtudagurinn 28. ágúst 2014 • 33. tÖLuBLaÐ • 35. árgangur Hringbraut 99 - 577 1150 Félagar í FEB fá 12% afslátt af öllum vörum og góð kjör á lyfseðilsskyldum lyfjum Opið: Mánudaga-föstudaga. 9:00 - 19:00. Laugardaga 14:00 - 18:00. VELKOMIN Í LÁGT LYFJAVERÐ Hjá okkur njóta allir sérkjara af lyfjum utan  greiðsluþáttöku Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is auðveldar smásendingar eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR einföld reiknivél á ebox.is F ÍT O N / S ÍA Nánar á vf.is og í Sjónvarpi Víkurfrétta Skóflustunga að nýrri kísilmálmverksmiðju United Silicon íHelguvík á Suðurnesjum var tekin í gær við hátíðlega athöfn. „Þetta er stór dagur fyrir Suðurnesin í atvinnulegu tilliti, dagur sem við höfum beðið eftir og vonandi bara byrjunin á frekari rekstri í Helguvík,“ sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir, viðskipta- og iðnaðar- ráðherra en hún tók ásamt Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætis- ráðherra og fleirum, skóflustungu að nýrri kísilverksmiðju á lóð félagsins í Helguvík. Framkvæmdir við byggingu fyrsta áfanga verksmiðjunnar munu nú hefjast af fullum krafti en jarðvegsframkvæmdir eru þegar hafnar á svæðinu. Verk- smiðjuhúsið verður 41 metra hátt og um 5.000 fermetrar að stærð. Þar inni verður risastór ljósboga- ofn sem framleiðir kísilmálminn. Gert er ráð fyrir að starfsemi verksmiðjunnar hefjist á fyrri hluta ársins 2016. „Allir lykilsamningar verkefnisins eru í höfn. Verkefnið er afar um- fangsmikið og mun á uppbygg- ingartíma skapa allt að 300 störf og um 60 störf eftir að verksmiðjan hefur starfsemi. United Silicon verður mikilvæg stoð í íslensku at- vinnulífi sem skapar þjóðarbúinu auknar gjaldeyristekjur til fram- tíðar. Við komum til Reykjanes- bæjar fyrst fyrir sjö árum en með þolinmæði og þrautseigju, velvild og aðstoð margra aðila hefur þetta tekist og er að verða að veruleika,“ segir Magnús Garðarsson, fram- kvæmdastjóri United Silicon. Áætlað er að framleiðsla hefjist á vormánuðum árið 2016 og nemi 21.300 tonnum á ári. Stefnt er að því að reisa alls fjóra ofna í verk- smiðjunni ef næg orka fæst til þess og þá verður verksmiðjan stærsta kísilverksmiðja í heimi. „Það er búið að tryggja raforku fyrir einn ofn en það eru 35 mega- vött. Miðað við fjóra ofna þarf kísilverksmiðjan 140 megavött. Við erum búnir að sækja um og fá starfsleyfi fyrir þrjá ofna í við- bót og höfum fengið jákvæð við- brögð við ofni númer tvö nú þegar. Verksmiðjan er hönnuð með þessa stækkun í huga. Miðað við fjóra ofna verður framleiðslugetan 85.000 tonn á ári. Við stefnum að því að ná þessari framleiðslu á tíu árum,“ segir Magnús. Pétur Jóhannsson, hafnarstjóri í Reykjanesbæ segir að tilkoma verksmiðjunnar hafi mikil áhrif á tekjur hafnarinnar og miðað við áhuga margra fyrirtækja, sem sum hver séu komin vel á leið til Helgu- víkur megi áætla að höfnin sem er stórskuldug í dag, verði orðin skuldlaus innan áratugar. Heildarfjárfesting kísi lverk- smiðjunnar, miðað við fjóra ofna í rekstri, er um 35 milljarðar króna. Fjármögnun verkefnisins er sam- vinna danskra og hollenskra fjár- festa frá Fondel Group, en lánsfjár- mögnun verkefnisins og ráðgjöf er í höndum Arion banka. Helguvík úr hægagangi -hundruð starfa við uppbyggingu verksmiðjunnar og 60 bein störf eftir opnun. ■■ Skóflustunga tekin að nýrri kísilmálmverksmiðju í Helguvík: Magnús Garðarsson, framkvæmdastjóri United Silicon, Mark Giese, Ragnheiður Elín Árna-dóttir, viðskipta- og iðnaðarráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, Anna Lóa Ólafsdóttir, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, Doron Sanders, stjórnarfor- maður United Silicon og Karl Þráinsson frá ÍAV tóku fyrstu skóflustungurnar að verksmiðunni. VF-myndir/Eyþór. Magnús Garðarsson, stofnandi verk- smiðjunnar með Ragheiði Elínu og Sigmundi Davíð í Helguvík.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.