Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.08.2014, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 28.08.2014, Blaðsíða 2
fimmtudagurinn 28. ágúst 2014 • VÍKURFRÉTTIR2 -fréttir pósturu vf@vf.is LJOSANOTT.IS ALLT UM DAGSKRÁ LJÓSANÆTUR Á LJOSANOTT.IS Ljósanætursýningar í Duushúsum, kjötsúpa, bryggjuball, sagnakvöld, Með blik í auga, tónleikar, sögugan- ga, árgangaganga, Gunni og Felix, Skessulummur, fornbíla- og bifhjólasýning, Brúðubíllinn, Rokksafn Íslands og svo margt, margt fleira ... TÓNLISTARSKÓ LI REYKJANESBÆJAR ÖRFÁ LAUS PLÁSS Getum bætt við okkur örfáum nemendum skólaárið 2014-2015 og þá helst í eftirtaldar námsgreinar: Rafgítar, Rafbassi, Rytmískt píanó (jass/rokk), Kontrabassi, Harmoníka, Selló, Söngur, Klarinett, Saxófónn, Trompet, Horn, Básúna, Túba. Sótt er um á skrifstofu skólans, Hjallavegi 2 eða á mittreykjanes.is Umsóknarfrestur er til 5. september n.k. Skólastjóri ATVINNA LEIKSKÓLINN HEIÐARSEL Óskar eftir deildarstjóra í 100% stöðu sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 8. september. Leikskólinn Heiðarsel er Heilsuleikskóli sem starfar eftir heilsustefnunni. Áhersla er lögð á hreyfingu, næringu og listsköpun í leik og starfi. Aðrir áhersluþættir leikskólans eru málörvun/læsi og stærðfræði. Sækja skal um starfið rafrænt á vef Reykjanesbæjar þar sem einnig er að finna upplýsingar um menntunar- og hæfniskröfur og nánari upplýsingar um starfið. http://www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf Frekari upplýsingar veitir Kolbrún Sigurðardóttir leikskólastjóri í síma 420 3131/866 5936 eða kolbrún.sigurdardottir@heidarsel.is ATVINNA HEIÐARSKÓLI Heiðarskóli óskar eftir starfsmanni til að hafa umsjón með kaffistofu starfsmanna og sjá um ýmis önnur verkefni. Um er að ræða 77% starf. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að sækja um starfið á vef Reykjanesbæjar undir laus störf: www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf. Umsóknarfrestur er til 5. september n.k. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sóley Halla Þórhallsdóttir skólastjóri í síma 420 4500 eða 894 4501. ATVINNA HLJÓMAHÖLL STARFSMAÐUR Í AFGREIÐSLU HLJÓMAHALLAR OG ROKKSAFNS ÍSLANDS Hljómahöll óskar eftir því að ráða starfsmann í móttöku Hljómahallar og Rokksafns Íslands. Starfsmaður í móttöku/afgreiðslu er ábyrgur fyrir fagmannlegri móttöku gesta sem koma á Rokksafn Íslands og að þeir fari ánægðir og margs vísari um rokksögu Íslands en þegar þeir komu.  Umsóknarfrestur er til 11. september 2014.  Sækja skal um starfið rafrænt á vef Reykjanesbæjar þar sem einnig er að finna upplýsingar um menntunar- og hæfniskröfur og nánari upplýsingar um starfið. http://www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf Nánari upplýsingar veitir Tómas Young (tomas@hljomaholl.is), framkvæmdastjóri Hljómahallar.  Á fjórða þúsund tonn hafa verið fryst af makríl á Suðurnesjum í sumar sem er meira en nokkru sinni fyrr. Hundruð starfa hafa orðið til í makrílvinnslunni í Reykjanesbæ, Garði og í Grindavík. Þá lönduðu smábátar yfir 1600 tonnum í sumar. Þorsteinn Erlingsson eigandi Saltvers sagði í samtali við Víkurfréttir að makrílinn hafi í raun verið bjargvættur á svæðinu. Nóg af vinnu skapist fyrir skólafólk en tugir starfsmanna unnu hjá fyrirtækinu við makrílvinnslu í sumar. Þorsteinn segir að nú þegar hafi Saltver unnið yfir 1300 tonn en framleiðslugeta vinnslunnar eru um 120 tonn á sólarhring. Unnið er myrkranna á milli og nóg um að vera á meðan makrílvertíðin stendur yfir. Makríllinn er flokk- aður í Helguvík í stærðarflokka og seldur til mismunandi landa eftir stærð og gæðum. Þorsteinn segir að aðallega hafi hann verið að selja fiskinn til Rússlands og Úkraínu í sumar og að gæði fisksins séu betri en nokkru sinni. „Það eru ekki nema 3-4 ár síðan þetta var dauður tími hjá okkur. Tækin sem eru til staðar hérna í fiskvinnslunum nýtast núna í makrílinn og það er talsvert af atvinnu sem skapast í kringum þetta. Þetta hefur í raun sett allt á annan endann, enda botnlaus vinna í kringum þetta. Hér er unnið bæði dag og nótt og ég myndi segja að þetta sé okkar besta ár, við erum líka betur undir þetta búin en áður,“ segir Þor- steinn. Hann telur að makrílveiðin eigi bara eftir að vaxa og dafna og vinnsla og veiði eigi eftir að aukast á Suður- nesjum á komandi árum. Mikil makrílvinnsla hefur einnig verið hjá Nesfiski í Garði og um hundrað starfsmenn komið að þeirri vinnu í tvo mánuði. Í ár hefur 5.300 tonnum verið landað af makríl í Grindavík sem þó er að mestu leyti unninn annars staðar. Árið 2010 voru 750 tonnum landað í Grindavík og 3.300 í fyrra. Smábátar hafa verið áberandi á makrílveiðum í sumar en samtals hafa þeir landað 4.899 tonnum á tímabilinu 1. júlí til 25. ágúst. Þar á meðal hefur 1.622 tonnum verið landað á Suðurnesjum. Í Grindavík hefur 732 tonnum verið landað, 634 tonnum í Keflavík og 256 í Sandgerði. Alls hafa verið veidd nánast 110.000 tonn á landsvísu þegar þetta er ritað en heildarkvóti er um 147.000 tonn. Makríllinn bjargvættur á sumarvertíð -hundruð starfa við markrílvinnslu á Suðurnesjum í sumar Frá markrílvinnslu í Saltveri nýlega en þar hafa verið fryst yfir 1300 tonn. Búið er að segja upp helmingi starfsfólks í veitingarekstri IGS í Flug-stöð Leifs Eiríkssonar. Fyrir liggur að fleiri missi vinnuna. Gunnar S. Olsen, framkvæmdastjóri IGS, dótturfyrirtækis Icelandair Group, í samtali við Víkurfréttir að það verði mikill söknuður af starfsfólkinu sem hverfur á braut enda fari með því mikið reynsla. „Við höfum verið í þessum veitingarekstri í flugstöðinni frá því að stöðin var byggð árið 1987 og margt af okkar starfsfólki hefur verið lengi í þessari vinnu,“ segir Gunnar. Hann segir að gerðar hafi verið ráðstafanir fyrir starfs- fólk þannig að fólk fái greitt uppsagnarfrestinn sinn eftir réttindum. „Það verður að sjálfsögðu skoðað hvort eitthvað af fólkinu geti færst innan fyrirtækisins IGS en það er erfitt að meta það akkúrat núna þar sem vetrartíminn er auðvitað rólegri í flugstöðinni en vor-og sumar- mánuðir. Það verður mikill söknuður af starfsfólkinu,“ bætir hann við. Væri best að nýta starfskraft- ana sem eru til staðar Gunnar segir að vitað hafi verið að þessi staða gæti komið upp. „Það var búið að liggja fyrir lengi að þetta stæði til, að farið yrði í útboð með verslunar- og veitingarekstur í flugstöðinni. Við vorum búin að ræða við fólkið okkar um að sú staða gæti komið upp að við yrðum ekki fyrsti kostur hjá flugstöðinni eða Isavia. Í sjálfu sér eru ekki margir valkostir í stöðunni fyrir okkur en við viljum auðvitað trúa því að þegar nýir aðilar koma inn í þennan rekstur að þá ráði þeir fólk með reynslu og hæfni á þessu sviði, sem okkar starfsfólk er svo sannar- lega með. Maður myndi allavega hugsa það sjálfur ef maður væri á hinum endanum, að sniðugt væri að nýta starfskraftana sem til staðar eru,“ sagði framkvæmdastjórinn að lokum. Mikill söknuður af starfsfólkinu - segir Gunnar S. Olsen, framkvæmdastjóri IGS en öllu starfsfólki fyrirtækisins í veitingarekstri verður sagt upp störfum Gunnar Olsen ásamt Haraldi Hreggviðssyni starfsmanni IGS.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.