Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.08.2014, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 28.08.2014, Blaðsíða 4
fimmtudagurinn 28. ágúst 2014 • VÍKURFRÉTTIR4 -mannlíf pósturu vf@vf.is Senn líður að hátíðarathöfn í Minningarlundi um ung- menni frá Reykjanesbæ sem hafa látist eða horfið. Fyrsta athöfnin fór fram á Sumardaginn fyrsta 2014, en þá voru afhjúpaðir sex minningaplattar. Frá þeim tíma hafa tólf foreldrar óskað eftir minningaplatta og verða þeir af- hjúpaðir kl. 12:00 laugardaginn 6. september. Minningalundurinn er hluti af Ungmennagarði sem staðsettur er við Hafnargötu 88. Hugmyndin um lundinn kom frá Ungmennaráði Reykjanesbæjar sem vildi minnast ungs fólks frá Reykjanesbæ sem hefur látist eða horfið og voru á aldursbilinu 13- 25 ára. Þeir foreldrar/forráðamenn sem áhuga hafa á að setja minninga- platta um látinn ástvin eru beðnir um að senda upplýsingar um fæð- ingardag og dánardægur hins látna ásamt mynd á netfangið it@rnb.is fyrir 1. september 2014. ÍT svið lætur útbúa plattana og koma þeim fyrir og er allur kostn- aður greiddur af Reykjanesbæ. For- eldrar eftirtalinna ungmenna hafa sent upplýsingar og myndir fyrir plattana og verða þeir afhjúpaðir við hátíðlega athöfn 6. september n.k : Lena Margrét Hinriksdóttir f.8. febrúar 1992 d. 25. apríl 2010 Svanberg Ingi Ragnarsson f. 7.janúar 1992 d. 25. apríl 2006 Sigfinnur Pálsson f.26.nóvember 1994 d. 19. júlí 2010 Óskar Halldórsson f. 5. febrúar 1980 Horfinn:26.janúar1994 Hlynur Þór Sigurjónsson f. 6. desember 1976 d. 15. janúar 2000 Ragnar Júlíus Hallmannsson f. 18. júní 1966 d. 20. júní 1983 Sigurður Ragnar Arnbjörnsson f. 4. maí 1987 d.17.júní 2005 Jóhann Árnason f. 23. janúar 1985 d. 20. október 2010 Jón Óli Jónsson f. 14. desember 1957 d. 10. janúar 1982 Hjálmar Hjálmarsson f. 5. september 1962 d. 10. janúar 1982 Svanur Hlífar Árnason f. 9. janúar 1969 d. 3. ágúst 1991 Hafdís Halldórsdóttir f. 17. september 1968 d. 16. febrúar 1985 Suðurnesjamenn duglegir að safna Fjölmargir hlupu í Reykjavíkurmaraþoni Tveir hlaupahópar af Suður-nesjum voru meðal þeirra fimm sem söfnuðu mest í Reykja- víkurmaraþoninu sem fram fór á laugardag. Hlaupahópur Heiðu Hannesdóttur (Team Heiða) safnaði mest allra hópa eða alls 3.885.000 kr. Hlaupahópur Ölla safnaði svo 874.600 kr. sem var fimmta hæsta upphæð sem safnaðist. Hóparnir gerðu sér svo glaðan dag að hlaupi loknu með hollum og hressandi veitingum. Hópur Heiðu safnar fjármagni til þess að Heiða komist í stofn- frumumeðferð erlendis og að styðja við bakið á henni og hennar fjölskyldu. Minningarsjóður Ölla var stofnaður í nafni körfuknatt- leiksmannsins úr Njarðvík, Örlygs Arons Sturlusonar sem lést langt fyrir aldur fram árið 2000. Mark- mið sjóðsins er að styðja börn sem minna mega sín á Íslandi til íþróttaiðkunar. SÍMI: 426 5560 WWW.BRYN.IS NETFANG: BRYN@BRYN.IS Haustönnin er hafin hjá 16 ára og eldri! 9-10 og 11-12 ára byrja 30. ágúst Forskólinn 3-4, 5-6 og 7-8 ára hefst 8. september. Innritun í fullum gangi! Margir tímar fullir eða eru að fyllast! BALLETT-NÚTÍMADANS TÁSKÓR-HIP HOP-DANSFIT X DJASSDANS-SPUNI-DANSSMÍÐI ÞREK-RAJAYOGA-SALSA LISTDANSSKÓLIREYKJANESBÆJARBRYNBALLETTAKADEMÍAN Lífið er dans-við dönsum alla daga. Hlökkum til að sjá ykkur! Listdansbraut Almenn braut Forskóli Minnast fleiri ungmenna Sjónvarp Víkurfrétta Alla fimmtudaga kl. 21:30 á ÍNN

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.