Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.08.2014, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 28.08.2014, Blaðsíða 8
fimmtudagurinn 28. ágúst 2014 • VÍKURFRÉTTIR8 -fréttir pósturu vf@vf.is Græjaðu skólann! Allt sem námsmaðurinn þarf Lenovo Y50 15,6” Verð: 199.900 kr. Öflugt skjákort og i7 örgjörvi fyrir leikina. 6 klst. 300 Lenovo Flex 2 15,6” Verð: 114.900 kr. Lipur og kraftmikil. Með HD snertiskjá. Lenovo Yoga 10” HD+ Verð: 51.900 kr. Skærasta stjarnan á svæðinu. Með innbyggðum standi. 10 klst. 18 klst. Lenovo U430 14” Verð: 149.900 kr. Létt og liðug með snertiskjá. 444 9900 www.omnis.isAkranesi Dalbraut 1 Borgarnesi Borgarbraut 61 Reykjanesbæ Tjarnargötu 7 Tombóla ■uÞessir hressu krakkar söfnuðu peningum fyrir Rauða krossinn með því að halda tombólu. Bergþóra Ólafsdóttir, Kristbjörg Katla Ólafs- dóttir og Jón Arnar Birgisson söfnuðu 5.691 kr. með því að selja dót og servíettur fyrir utan verslun í Reykjanesbæ á dögunum. BRYN Reykjanesbæ opnar í Garðabæ Frá og með haustönn 2014 mun Bryn Ballett Akademían í Reykja-nesbæ vera í samstarfi við Klifið um listdanskennslu í Garðabæ. Skólastjóri Listdansskólans, sem hefur fengið nafnið Bryn Listdans- skóli Garðabæjar, verður Bryndís Einarsdóttir. Hún er jafnframt stofnandi og eigandi Bryn Ballett Akademíunnar í Reykjanesbæ sem er viðurkenndur af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu til kennslu á listdansi fyrir grunn- og framhaldsskólastig. Sérstaða Klifsins er á sviði nýsköp- unar og skapandi greina. Mark- mið þeirra er að bjóða upp á nám í listdansi, leiklist, tónlist, mynd- list auk fjölda annarra námskeiða sem virkja sköpunargleði barna og fullorðinna. Klifið er miðstöð fjölbreyttrar flóru lista- og menn- ingastarfs í Garðabæ. Listdans- kennslan fer fram í danssal á 2. hæð í Ásgarði í Garðabæ. Metnaðarfullur forskóli verður starfræktur fyrir börn 3-8 ára. Frá 9 ára aldri verður kennt eftir aðal- námskrá listdansskóla frá 1. stigi. Framtíðarmarkmið skólans er að starfa eftir aðalnámskrá Mennta- og menningarmálaráðuneytisins fyrir listdansskóla. Stundataflan verður í þróun í vetur. Einnig verður í boði að taka aukatíma hjá Bryn Ballett Akademíunni á Ásbrú, Reykjanesbæ fyrir þá sem það vilja. Bryn Listdansskóli Garðabæjar er einkarekinn listdansskóli sem leggur sérstaka áherslu á að túlka dansinn sem listform. Námið bygg- ist á grunnþáttum listdansins. Lögð er mikil áhersla á að þjálfa nem- endur í að hafa trú á eigin getu og að þeir taki virkan þátt í sköpun- inni. Markmið skólans er að efla menningu og stuðla að nýsköpun og framþróun þekkingar á sviði listdansins. Einnig að vera í sam- starfi við Bryn Ballett Akademíuna í Reykjanesbæ og að tengja saman nemendur sem hafa ástríðu fyrir dansi frá Garðabæ, Kópavogi, Hafnarfirði og Suðurnesjum. Mikill fengur er í því að fá Bryn- dísi til liðs við Klifið. Undanfarna tvo áratugi hefur hún kennt dans víða um heim, og var m.a. með eigin skóla í London. Bryndís út- skrifaðist frá California Institute of the Arts með BFA gráðu og með gráðu í kennslufræði í klass- ískum listdansi frá Royal Academy of Dance. Hún hefur einnig lokið M.Art.Ed.gráðu við listkennslu- deild Listaháskóla Íslands. Bryn- dís er meðlimur hjá International Dance Teachers Association, Royal Academy of Dance og Félagi Ís- lenskra Listdansara. Hægt er lesa nánar um sam- starfið og listdanskennsluna á www.klifid.is Hópur eldri borgara í Garði hefur stofnað Hreystihóp með það að markmiði að auka lýðheilsu eldra fólks og lífgæði. Hópurinn hóf starfsemi sína í sumar með reglubundnum gönguferðum en í byrjun sept- ember mun skiplagið verða fjöl- breyttara. Ætlunin er að vera í góðu samstarfi við Auðarstofu og sækja þangað hér eftir þá þjónustu sem hentar hverjum og einum. Kyrrseta getur haft slæmar afleiðingar fyrir heilsu og fjárhag fólks og það er ekki síður mikið í húfi fyrir samfélagið í heild. Það er því augljós fjárhagslegur ávinningur af því að styðja vel við frumkvæði einstaklinga af þessu tagi, segir í erindi sem tekið var fyrir í bæjarráði Garðs á dögunum. Þar fagnaði bæjarráð framtakinu, að stofnað hefði verið til Hreysti- hópsins. Jafnframt var samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að eiga viðræður við fulltrúa Hreysti- hópsins um stuðning við starfið. Eldri borgarar í Garði efla eigið hreysti – kyrrseta getur haft slæmar afleiðingar

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.