Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.08.2014, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 28.08.2014, Blaðsíða 18
fimmtudagurinn 28. ágúst 2014 • VÍKURFRÉTTIR18 -mannlíf pósturu vf@vf.is Óskum eftir drífandi og metnaðargjarni mannesku með góða enskukunnáttu. Sveiganleiki í vinnutíma skilyrði.   Hæfniskröfur: • Góð tölvukunnátta • Góð enskukunnátta   Persónulegir eiginleikar einstaklings: • Drífandi, metnaðargjörn/gjarn og lausnamiðuð/miðaður • Öguð, sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð • Jákvæðni og hæfni til að tileinka sér nýja þekkingu • Samskiptahæfileikar • Rík þjónustulund • Skemmtileg(ur)   Umsóknarfrestur er til og með 7. september 2014. Umsókn skal senda á starf@faircar.is ásamt ferilskrá. Frekari upplýsingar veitir Einar Hallsson, netfang einar@faircar.is, sími 659 9003. bílaleiga óskar eftir Starfsmanni í fullt starf við afhendingar og þrif og önnur tilfallandi störf. Sandgerðisdagar, árleg bæjarhátíð Sandgerðinga, hófst á mánudag en fjölbreytt dagskrá mun standa yfir fram á sunnudag. Bergný Jóna Sævarsdóttir, verkefnastjóri Sandgerðisdaga, sagði í samtali við Víkurfréttir að bæjarbúar reyni að gera eitthvað skemmtilegt á hverjum degi og reynt sé að ná til sem flestra. Sérstök nefnd er skipuð til að sjá um dagskrá Sandgerðisdaga og hún leitar svo til bæjarbúa eftir hugmyndum að skemmtilegum viðburðum. Hverfum Sandgerðis- bæjar er skipt niður eftir litum og þau keppa svo í miklu bróðerni. Sandgerðisbær heldur Sandgerðisdaga en Kvennakór Suðurnesja sér um skipulagningu. Fiskisúpa og pottakvöld Sandgerðisdagar hófust með skemmtilegri markaðsstemningu sem íbúar við Stafnesveg, Miðtún og Norðurtún buðu til. Þar var m.a. boðið upp á ljúffenga fiskisúpu og farið í skemmtilega leiki. Árlegt pottakvöld kvenna í sundlauginni var svo haldið á þriðjudagskvöld þar sem boðið var upp á ferska ávexti og drykki í lauginni og fjöl- breytta dagskrá. Í gær var svo formleg setning Sand- gerðisdaga í grunnskólanum með þátttöku leik- og grunnskólabarna. Hátíðardagskrá var í safnaðar- heimilinu í Sandgerði í gærkvöldi þar sem meðal annarra komu fram Valdimar Guðmundsson og Sigríð- ur Thorlacius og gömludansaball í Samkomuhúsinu. Þar var einnig efnt til Hnallþórukeppni og keppt um best skreyttu kökuna og boðið til kaffisamsætis. Síðdegis í dag verður diskótek fyrir yngstu börnin í Skýjaborg og í kvöld fara svo fullorðnir í hina svo- kölluðu Loddugöngu sem er undir slagorðinu „Lítið en ljúft er veitt í Loddu.“ Norðurbær og Suðurbær keppa Á föstudag ber hæst knattspyrnu- keppni milli Norðurbæjar og Suðurbæjar en jafnframt verður saltfiskveisla fyrir keppendur í Norðurbæ og Suðurbæ. Sápubolti verður við grunnskólann, ungl- ingaball í Skýjaborg, söngva- og sagnakvöld í Efra Sandgerði og þá verða Ingó og Veðurguðirnir með stórdansleik í Samkomuhúsinu. Á laugardag er stærsti dagur Sand- gerðisdaga með þéttri dagskrá frá kl. 11 um morguninn til kl. 23 um kvöldið. Dagskrá verður á hátíðar- svæði við grunnskólann sem hefst kl. 13. Um kvöldið verður svo lita- og hverfisganga að hátíðarsvæðinu þar sem verður dagskrá fram í myrkur þegar haldin verður flug- eldasýning. Dagskrá Sandgerðis- daga lýkur svo á sunnudeginum. Dagskrá Sandgerðisdaga má nálg- ast í heild sinni á vef Sandgerðis- bæjar. Bergný Jóna segir að mikið af brottf luttum Sandgerðingum komi í heimsókn á Sandgerðis- dögum. Þeir gisti í heimahúsum og einnig fjölmenni þeir á tjald- stæðið í Sandgerði. Þá fjölmenna Suðurnesjamenn í Sandgerði þessa daga og taka þátt í dag- skránni. Fullorðinsganga - Loddugangan er athyglisverð. Hvernig fer hún fram? „Já, þetta er ganga fyrir fullorðna og er ekki æskileg fyrir börn. Þetta er söguferð um plássið þar sem heimamenn og gestir ganga um bæinn og hlusta á sögur, gamlar og nýjar. Fyrirtæki bjóða í heimsókn og stundum einnig einstaklingar og fjölskyldur. Boðið er upp á súpu og stundum ýmislegt annað sem fólk kemst að þegar það mætir í gönguna“. - Og það er farið með gönguna á vigt. „Já, gangan fer á hafnarvigtina. Meðalþyngd göngumanna er um 80 kíló og göngumenn eru um 400 talsins, þannig að fólk getur reiknað hversu þung gangan er“. - Og hefur gangan verið að þyngj- ast? „Já, hún hefur verið að þyngjast og þó svo það rigni eldi og brenni- stein, þá er vel mætt í Loddugöng- una“. Bergný Jóna segir að þrátt fyrir Loddugönguna, sem sé fullorðins, sé það markmið Sandgerðisdaga að fjölskyldur skemmti sér saman og geri það á sómasamlegan hátt. Fjölskyldur skemmti sér saman á Sandgerðisdögum TIL LEIGU Stúdíó íbúiðir og bílskúrar til leigu að Vatnsnesvegi 5, Keflavík. Frá 50 fm. að stærð. Íbúðir á kr. 70.000 pr. mánuð en bílskúrar frá kr. 50.000. Studio apartments and garage for rent. Size from 50 sam. Price from 70.000 for apartment and 50.000 for garage. Fyrirspurnir/requests: vatnsnesvegur@outlook.com Til leigu stúdíóíbúð á Vatnsnes- vegi, leigist rólegum og reglu- sömum einstakling. Leigan er kr 75.000 á mánuði, 2 mánuðir fyrir- fram. Upplýsingar í s. 661-7000 ÓSKAST TIL LEIGU Par með eitt barn óskar eftir 2-3 herb. íbúð til leigu í Kefla- vík eða Njarðvík. Skilvísum greiðslum heitið og góð með- mæli fyrir hendi. Hægt er að hafa samband í síma 869-8198 Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ sími 421 7979 www.bilarogpartar.is - smáauglýsingar Forvarnir með næringu STAPAFELL Hafnargötu 50, Keflavík NÝTT Opið alla daga fram á kvöld Boðið var upp á fiskisúpu á mánudagskvöldið. Sigurður Guðjónsson leikur á harmonikku. Boðið var upp á ferska ávexti í sundlauginni. Frá pottakvöldi kvenna í sundlaug- inni í Sandgerði á þriðjudagskvöld. Bergný Jóna Sævarsdóttir, verk- efnisstjóri Sandgerðisdaga.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.