Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.09.2014, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 04.09.2014, Blaðsíða 20
fimmtudagurinn 4. september 2014 • VÍKURFRÉTTIR20 20% Ljósanæturafsláttur miðvikudag til laugardags Opnunartími Miðvikudaginn, fimmtudaginn, föstudaginn 11:00 - 22:00 “Vegna niðurskurðar var emb- ættinu gert að minnka umsvif og fækka starfsmönnum og emb- ættum. Þörfin er þó sannarlega enn til staðar,“ segir Ásdís Leifsdóttir, ráðgjafi hjá Umboðsmanni skuldara í Reykjanesbæ. Emb- ættið var opnað í desember 2010 og verður eftir mánaða- mótin flutt til Reykjavíkur. Ásdís vonast til þess að geta haldið áfram að sinna Suðunesjabúum á skrif- stofu sinni þar. Erfitt að kveðja Ásdís segir afar erfitt að kveðja það góða samstarfsfólk sem hefur fylgt henni um árin. Sam- starfsfólkið efndi til kökuveislu og kaffisamsætis í húsnæði embættis- ins við Vatnsnesveg í morgun til að kveðja hana. „Þetta er einstakur hópur og ég er alveg á því að ef hann er þverskurðurinn af íbúum Suðurnesja, þá er svæðið í góðum málum,“ segir Ásdís og horfir blíð- lega yfir hópinn. Er eins og Árni Johnsen Sjálf hefur Ásdís tekið á móti þúsundum sem hafa átt í fjárhags- legum erfiðleikum frá því að embættið var opnað og hún segir ætíð hafa lagt áherslu á að skjólstæðingar hennar haldi reisn sinni. „Fólk kemur til mín beygt og bugað og takmark mitt er að það fari snarreist út aftur. Það er líf eftir skuldir.“ Hlýtt viðmót, jákvæðni og hógværð er einkenni sem samferðafólk Ásdísar nefnir og þá er hún einnig liðtæk með gítarinn, eins og skraut á einni kök- unni gefur til kynna. Ásdís gerir lítið úr því: „Ég er eins og Árni Jo- hnsen, kemst ágætlega áfram með þrjú grip,“ segir hún og hlær. Sex þúsund umsóknir Frá opnun útibús Umboðs- manns skuldara í Reykja- nesbæ hafa verið rúmlega sexþúsund heimsóknir til útibúsins og rúmlega þúsund umsóknir vegna greiðsluerfiðleika hafa borist frá Suðurnesjum, en það eru tæplega 14% allra umsókna sem embættinu barst á tímabilinu. Auk þess að leggja niður útbú Umboðsmanns skuldara í Reykja- nesbæ hefur tólf fastráðnum starfs- mönnum í Reykjavík verið sagt upp störfum vegna hagræðingar. Hefur sú uppsögn verið tilkynnt til Vinnumálastofnun sem hópupp- sögn. ■■ Umboðsmaður skuldara í Reykjanesbæ flyst til Reykjavíkur: „Það er líf eftir skuldir“ -viðtal pósturu vf@vf.is AÐALFUNDUR Suðurnesjadeildar G.Í Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 9. september 2014 kl.20:00 á Nesvöllum, Njarðarvöllum 4, 260 Njarðvík. Venjuleg aðalfundarstörf. Kosið í stjórn. Kaffi og meðlæti. Allir velkomnir. Stjórn Suðurnesjadeildar Gigtarfélags Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.