Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.09.2014, Blaðsíða 26

Víkurfréttir - 04.09.2014, Blaðsíða 26
fimmtudagurinn 4. september 2014 • VÍKURFRÉTTIR26 FJÓRAR HAGNÝTAR NÁMSBRAUTIR Fisktækniskóli Íslands býður upp á fjölbreytt nám í sjávarútvegi á framhaldsskólastigi. Námið er hagnýtt tveggja ára nám sem er byggt upp sem önnur hver önn í skóla og hin á vinnustað. Nemendur geta valið sér námsleiðir í sjómennsku, fiskvinnslu og fiskeldi. Verkefni og vinnustaðir eru valdir með hliðsjón af áhuga hvers og eins. Nám í skóla - nám á vinnustað Víkurbraut 56 240 Grindavík, info@fiskt.is FISKTÆKNI Tveggja ára hagnýtt framhaldsskólanám til starfa í sjávarútvegi og fiskeldi. Inntökuskilyrði: Grunnskólapróf. Á Fisktæknibraut er hægt að velja þrjár línur: Sjómennska/veiðar - Fiskvinnsla- Fiskeldi Hvert námsár skiptist í eina önn í skóla og eina á vinnustað undir leiðsögn tilsjónamanns (72 ein). MAREL VINNSLUTÆKNI Eins árs nám við vélar og hugbúnað frá Marel. Inntökuskilyrði: Hafa lokið námi í Fisktækni eða sambærilegu námi. Námsárið skiptist í fagbóklegar greinar og vinnustaðanám undir leiðsögn tilsjónamanns (36 ein). GÆÐASTJÓRN Eins árs nám í gæðstjórnun. Inntökuskilyrði: Hafa lokið námi í Fisktækni eða sambærilegu námi. Námsárið skiptist í fagbóklegar greinar og vinnustaðanám undir leiðsögn tilsjónamanns (36 ein). NETAGERÐ Þriggja ára iðnnám með mikla starfsmöguleika til starfa við veiðarfæragerð (48 ein). Spennandi blanda bóklegs og verklegs náms sem gefur mikla starfsmöguleika eða til frekari menntunnar. Nánari upplýsingar hjá starfsmönnum Fisktækniskóla Íslands í síma 412-5966 eða á www.fiskt.is Skólaakstur af Reykjanesi Umsóknarfrestur til 5.sept -ljósanótt í 15 ár ÁRIÐ 2005 Minning söngsystkinanna Ellýjar og Vilhjálms Vil- hjálmsbarna úr Höfnum á Reykja- nesi var heiðruð á Ljósanótt árið 2005. Stjörnuspor með nöfnum þeirra var afhjúpað fyrir framan skemmtistaðinn Rána á Hafnar- götunni. Háværar raddir voru um það að kvikmyndastjarnan og leikstjórinn Clint Eastwood myndi mæta en svo var nú ekki en kappinn tók upp myndina Flags of our fathers að stórum hluta í Sandvík í Höfnum. Clint sendi þakkir fyrir samstarfið og skjöldur þessu til minningar var afhjúpaður fyrir framan Sam- bíóin í Keflavík. Ellý og Vilhjálmur og Flags of our Fathers Sýning Kristínar Rúnars-dóttur „Leikfléttur“ verður opnuð í Listasafni Reykjanes- bæjar fimmtudaginn 4. septem- ber kl. 18:00. Kristín Rúnars- dóttir sem er fædd í Keflavík árið 1984 stundaði nám við mynd- listardeild Listaháskóla Íslands og hélt síðan til framhaldsnáms í Kunst- og Designhøgskolen i Bergen, Noregi. Kristín hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga á Íslandi og í Noregi. Í innsetningu sinni í Listasafni Reykjanesbæjar vinnur Kristín með ýmis efni, svo sem límbönd sem hún notar til að teikna með á gólfið, pappír, máln- ingu, við og lakk. Margt í verkum hennar minnir á íþróttaleikvanga og leiki. „Ég vildi frekar bara vera í körfubolta en á myndlistanám- skeiðum,“ segir Kristín sem fór frekar seint af stað í myndlistinni en þó segist hún hafa krassað og krotað talsvert á sínum yngri árum. Hún kláraði Fjölbrauta- skóla Suðurnesja og tók svo eitt ár í Myndlistaskóla Reykjavíkur. Eftir það lá leiðin í Listaháskól- ann þaðan sem hún útskrifaðist árið 2009. Kristín hafði ekki sagt skilið við skólagöngu og skellti sér til Bergen í Noregi þar sem hún tók masterspróf í myndlist. Kristín er nú búsett í Reykja- nesbæ en hún kann vel við sig á heimaslóðum, en hún ólst upp í Njarðvík. Listamaðurinn notast við fremur óhefðbundin efni í list sinni en á veggjum sýningarsalarins í Duus- húsum hanga litrík listaverk eftir Kristínu sem gerð eru með ein- angrunarlímbandi, svona eins og rafvirkjar nota jafnan við vinnu. Sýningin kallast Leikfléttur eins og áður segir, en það er orð sem Kristín tengir við íþróttir eða jafn- vel viðskipti. „Öll þessi kerfi sem eru í kringum okkur, sem birtast okkur sem litaðar línur, hvort sem það er í umferðinni eða í íþrótta- salnum,“ segir Kristín um pæl- ingarnar á bakvið sýninguna, en hún hefur lengi burðast með það í maganum að setja upp stærri inn- setningu eins og þessa. -mannlíf pósturueythor@vf.is Leikfléttur Kristínar Í ár standa um 120 manns fyrir myndlistarsýningum á 30 mis- munandi stöðum en menning og listir skipa jafnan stórar sess á Ljósanótt. Sossa Björnsdóttir er líklega einn þekktasti myndlistarmaður Suður- nesja en hún verður með sýningu á vinnustofu sinni á Mánagötu í Keflavík frá föstudegi. Hún segist hafa verið að mýkjast í listinni en skarpar útlínur á fólki og hlutum hafa oft einkennt myndir hennar í gegnum tíðina. „Nú eru útlínurnar að mýkjast og andlitin líka, allt í stíl við aldurinn,“ segir Sossa sem meira að segja hefur sett sjálfa sig í nokkur hlutverk á myndum sínum. Svo er meira að segja ein sjálfs- mynd. Sossa var fyrr á þessu ári í Seattle þar sem hún kenndi myndlist í borginni eftir að hafa fengið svo- kallaðan Fullbright styrk en það þykir mikill heiður. Fríða Rögnvaldsdóttir verður með myndir á samsýningu hópsins Art 67 á Flughóteli. Fríða er í öðrum gír í myndum sínum núna en áður og kallar sýninguna sína „Önnur ver- öld“.Þetta eru olíumyndir þar sem furðuverur eru úti um allan striga, í allt annarri veröld! Þær tvær eru aðeins brot af því framboði listar sem verður á Ljósa- nótt 2014. Myndlist á þrjátíu stöðum Sossa með Viggó dóttursyni sínum á vinnustofunni í vikunni. Sossa með Viggó dóttursyni sínum á vinnustofunni í vikunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.