Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.09.2014, Blaðsíða 38

Víkurfréttir - 04.09.2014, Blaðsíða 38
fimmtudagurinn 4. september 2014 • VÍKURFRÉTTIR38 „Ég byrjaði hérna í FS á sínum tíma og var að skíta á mig þar,“ segir Kristinn um upphafið á námsferl- inum sem spannar nú orðið átta ár. „Námsstefnan í venjulegum framhaldsskóla hentaði mér ekki. Þessi mikli lestur og þessar endur- takningar.“ Eftir áhugaleysið í FS lá leiðin í Iðnskólann í Hafnar- firði þar sem boltinn fór að rúlla hjá Kristni. „Þar fann ég eitthvað sem ég hafði áhuga á,“ segir Krist- inn sem stundaði nám við lista- braut í skólanum. Eftir stutt stopp í Hafnarfirði lá leiðin til Kaup- mannahafnar en þar nam Kristinn ljósmyndun, sem var fyrsta ástin í listageiranum ef svo mætti taka til orða. „Ég fór nánast á hverjum degi og tók ljósmyndir. Það hefur nú leitt mig frá myndavélinni yfir í dans,“ segir Kristinn og brosir. Hann var ekki alveg viss um hvort hann hyggðist leggja ljósmyndun- ina fyrir sig en lauk þó grunnnámi. „Ég var í raun hvattur til þess að hætta í ljósmyndun. Einn kennar- inn sagði mér að ég ætti ekki að vera í ljósmyndun, ég ætti að vera í myndlist.“ Þannig endaði Krist- inn í myndlistarskólanum Gerrit Rietveld Academy í Amsterdam. Fjögurra ára nám tók við en Krist- inn segist hafa fundið sína fjöl þar og flogið í gegnum námið. Ísland togar alltaf í mig Kristinn er hvergi nærri hættur í námi en hann er hefja skólavist í Arnhem í Hollandi á næstunni. Kristinn hefur átt farsælt sam- starf með Peter Sattler listamanni en þeir tveir munu sækja skólann saman sem dúólistamenn. Krist- inn er reyndar búsettur í Belgíu en hann mun ferðast yfir til Hol- lands og sækja skólann þar, enda hentar það vel þar sem um sér- stakar námslotur er að ræða. Krist- inn hefur verið erlendis síðastliðin átta ár en hann segist kunna vel við flakkið. „Þetta er ágætt. Ísland togar alltaf í mig. Það er mjög góð myndlistarsena á Íslandi og ég myndi halda að ég gæti plummað mig ágætlega í henni. Það er þó eitthvað sem heldur mér úti. Það er draumurinn að vera á báðum stöðum, í Evrópu einhvers staðar og svo hér heima.“ Eftir að hafa verið námsmaður meira og minna í sex ár erlendis er ekki hjá því komist að spyrja af því hvernig listamaðurinn lifi í dýrum stórborgum Evrópu. „Ég hef verið að vinna með námi. Nú síðast var ég t.d. kokkur á tónleika- stað í Brussel. Maður þarf að púsla þessu einhvern veginn. Svo hef ég fengið dansverkefnin bæði hér heima og í Sviss. Það hefur reynst mér vel. Annars lifi ég skuggalega ódýrt. Ég á ekki bíl og ég er ekki að borga af húsi,“ en Kristinn segir listamannalífið snýst að miklu leyti LISTAMENN SPYRJA SPURNINGA UM BULLIÐ Kristinn Guðmundsson er ungur myndlistarmaður frá Keflavík. Hann hefur undanfarin ár haldið til í Evrópu en þar hefur hann búið í Dan- mörku, Hollandi og Belgíu. Kristinn var nýkominn af dansæfingu þegar hann hitti blaðamann á kaffihúsi í Reykjanesbæ. Kristinn pantaði sér kaffi en vildi sérstaklega að það kæmi fram í viðtalinu að hann hefði ekki pantað sér latte. Listamaðurinn hefur fengist við ýmis verkefni á ferli sínum en núna upp á síðkastið hefur hann m.a. komið fram í danssýningu, tekið upp tónlistarmyndband fyrir vini sína í Valdimar og leitað af þögninni. „Ég get alveg viðurkennt það að ímynd- unaraflið mitt er ekki upp á marga fiska, sem er ekkert sérstaklega gott ef maður er mynd- listarmaður“ Kristinn leitar alltaf aftur á heima- slóðir. Hann vinnur núna verkefni þar sem hann kannar þögnina á Suðurnesjum. -viðtal pósturu eythor@vf.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.