Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.09.2014, Blaðsíða 39

Víkurfréttir - 04.09.2014, Blaðsíða 39
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 4. september 2014 39 Til stendur að halda sýningu þar sem þeir Kristinn og Peter Sattler félagi hans í list- inni, kanna og túlka þögnina. „Það er vonandi að það snerti einhvern. Ipadinn með 3G sambandinu þarf ekki alltaf að koma með í útileguna og það er allt í lagi að slökkva á símanum stundum. Ég er alls ekki að pre- dika, enda geri ég þessa hluti sjálfur. Þetta er sjálfsskoðun líka.“ Þeir félagar velta vöngum sín- um yfir hvað sé þögn. Hvenær er hljóð þögn og í hvaða mis- munandi aðstæðum er þögnin raunveruleg þögn. Listamenn- irnir reyna að upplifa þögnina á Suðurnesjum og miðla því til áhorfenda með hljóðum hljóðum og hljóðum myndum. „Ég sé þetta þannig að við, fólkið, séum algerlega búin að gleyma þögninni. Ég fer út að labba með tónlist í eyrunum. Þegar ég er í tölvunni þá er ég með alla glugga opna og allt í gangi. Maður er bara orðinn lúbarinn af upplýsingum. Það er svo mikið áreiti. Þegar upp- lýsingarnar eru svona miklar þá ósjálfrátt minnkar gildi þeirra. Af hverju er ekki bara þögnin mikil- væg, af hverju erum við búin að gleyma henni? Nú þarf stanslaust einhver að vera að skemmta þér. Þannig minnkar ímyndunaraflið fyrir vikið. Ég get alveg viður- kennt það að ímyndunaraflið mitt er ekki upp á marga fiska, sem er ekkert sérstaklega gott ef maður er myndlistarmaður,“ segir Krist- inn og hlær. Hann segist velja sér verkefni sem yfirleitt taki langan tíma. Þannig geti hann tekið sér góðan tíma í að fá næstu hug- mynd. Þessa dagana er Kristinn að dansa í danssýningu eftir Sögu Sigurðardóttir. Sýningin heitir Pretador og er sýnd í Kassanum í Þjóðleikhúsinu dagana 27. og 28. ágúst. um að gera umsóknir um styrki og vinna að hugmyndum. Krist- inn segir það mikla vinnu að sækja um styrki víðsvegar en þannig geti listamenn eins og hann og Peter stundað sína vinnu. „Þetta er ekki mjög „commercial“ list sem við gerum og oft á tíðum ill seljanleg, þannig verðum við að treysta á styrkina.“ Sífellt að spyrja spurninga Hvað er það sem myndlistamenn eru að fást við dags daglega? „Þetta snýst um viðfangefnið hverju sinni. Að vissu leyti er þetta bull sem við erum að fást við, að mati einhverra. Við sem listamenn megum hins vegar ekki gleyma því að spyrja spurninga um bullið. Ef ég nefni fótboltann sem dæmi, þá er sífellt verið að spyrja spurninga. Á að notast við marklínutækni? Þurfum við fleiri dómara? Þannig þróast leikurinn áfram. Ég tel að sam- félagsleg ábyrgð listamannsins fel- ist í því að ýta okkur lengra. Mikið er spurt um fyrir hvern listin er. Fyrir mér er ég að búa til list fyrir sjálfan mig, til að þróa mig sem betri þjóðfélagsþegn og vonandi að ég nái að taka fleiri með mér. Ef þér finnst hún góð og hún snertir þig, þá er það plús fyrir mér.“ Alltaf verið athyglissjúkur Hvernig varstu annars á þínum yngri árum, varstu mikið að hafa þig frammi? „Ég hef alltaf verið ágætlega athyglissjúkur og ég held að vinir mínir verði ánægðir að heyra mig viðurkenna það. Ég var oft að reyna að vera fyndinn og svona og er enn að reyna vera fynd- inn, en aldrei beint að „performa,“ segir Kristinn en hann segir þó körfuboltaiðkun sína hafa verið eins konar útrás fyrir sýniþörfina. „Ég tel mér trú um það að ég geti nýtt mér körfuboltann í dansinum og listinni, í dansinum get ég nýtt mér rýmiskenndina. Í körfubolt- anum fékk ég að vera leiðtogi. Ég var langt frá því að vera bestur en var leiðtogi að ég tel, ég held að leiðtogahæfileikarnir hjálpi mjög mikið í myndlistinni.“ LEITIN AÐ ÞÖGNINNI Kristinn vinnur talsvert með félaga sínum Peter Sattler en þeir munu sækja nám saman í haust. Hafnargötu 23 - 230 Reykjanesbæ s. 660 1757 facebook.com/krummaskud FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM! VIÐBURÐIR OG VEITINGAR ALLA HELGINA LJÓSANÆTUR- TILBOÐ 20% AFSLÁTTUR Nemendur á framhaldsskólastigi sem ekki njóta lána hjá LÍN geta sótt um styrk til jöfnunar á námskostnaði. Styrkurinn ræðst af búsetu og er fyrir þá sem stunda nám fjarri heimili sínu. Dvalarstyrkur (fyrir þá sem að dvelja fjarri lögheimili og fjölskyldu sinni vegna náms). Styrkur vegna skólaaksturs (fyrir þá sem sækja nám frá lögheimili og fjarri skóla). Nemendur og aðstandendur þeirra eru hvattir til að kynna sér reglur um styrkinn á vef LÍN (www.lin.is). Lánasjóður íslenskra námsmanna Námsstyrkjanefnd Jöfnunarstyrkur til náms - Umsóknarfrestur á haustönn 2014 er til 15. október nk. Dásamleg döðlukaka með karamellukremi Þeir sem þekkja mig vita hversu mikill sælkeri ég er en ég er mikið fyrir kökur og súkkulaði og finnst yndislegt að geta bakað og notað hollara hráefni sem fer betur með líkamann og blóðsykurinn. Það er nefnilega yfirleitt auðvelt að skipta út einhverju óhollu í uppskrift og setja í staðinn t.d. hollara mjöl eins og gróft heilhveiti, gróft spelt eða möndluhveiti. Svo er orðið mjög þægilegt að skipta út hvítum sykri yfir í xylitol, erythriol, pálma- sykur, sukrin eða sugarless sugar en með allar þessar náttúrulegu sætur þá er hægt að skipta á sléttu bolli á móti bolla í uppskrift. Þó að smjör sé auðvitað hollt í hófi þá vilja sumir nota annað en þá er hægt að nota kókósolíu í staðinn. Þar sem það er stór helgi framundan í fallega bænum okkar og aldrei að vita nema gesti ber að þá langar mig að gefa ykkur uppskrift að döðluköku sem ég nota oft á mínu heimili og hún slær alltaf í gegn og er með betri kökum sem ég hef bakað. Hentar bæði sem eftirréttur eða í góðu kaffiboði. HEILSUHORNIÐ ÁSDÍS GRASALÆKNIR SKRIFAR Döðlukaka: 235 g döðlur gróft saxaðar 120 g mjúkt smjör (eða 1 dl kókósolía) 3-5 msk kókóspálmasykur eða sugarless sugar (Now) 1 ¼ b heilhveiti eða spelt eða möndluhveiti 1 lúka saxaðar pekan- eða valhnetur (má sleppa) 1 1/3 msk vínsteinslyftiduft ½ tsk sjávarsalt 1 tsk vanilluduft 2 egg Vatn Karmellusósa: 120 g smjör (eða 1 dl kókósolía) 100 g kókóspálmasykur ½ tsk vanilla eða vanillustevía 10 dropar ¼ b rjómi (eða kókósmjólk) Aðferð: Setjið döðlur í pott og látið vatn fljóta rétt yfir. Látið suðuna koma upp og slökkvið þá á hit- anum. Leyfið döðlumaukinu að standa í ca 3 mín í pottinum og bætið þá matarsódanum við og hrærið. Þeytið egg og sykur saman þar til ljóst og létt, bætið smjöri/olíu við, döðlumauki og rest af uppskrift saman við. Bakið við 180°C í 30-40 mín. Karmellusósa, allt sett í pott og soðið við vægan hita þar til sósan er hæfilega þykk. Hafa í skál til að skvetta ofan á köku ;) Borið fram með þeyttum rjóma ef vill. Njótið! Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir. www.facebook.com/grasalaeknir.is - www.pinterest.com/grasalaeknir - www.instagram.com/asdisgrasa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.