Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.09.2014, Blaðsíða 40

Víkurfréttir - 04.09.2014, Blaðsíða 40
fimmtudagurinn 4. september 2014 • VÍKURFRÉTTIR40 Blöndunartæki 20-25% • Vaskar 20-25% • Baðker og sturtuklefar 20% • Salerni 20% • Handverkfæri 20% B&D rafmagnsverkfæri 30% • Garðverkfæri 30% • Áltröppur og stigar 20% • Búsáhöld 30-50% Útivistarfatnaður 30-70% • Vinnufatnaður 30-50% • Ljós 30-70% • Útitex útimáling 25% • Innimálning 20% Loft og veggjaþiljur 30% • Smáraftæki 20% • Gasgrill 20% • Weber gasgrill 10% • Grilláhöld 30% Garðhúsgögn 50% • Útileguhúsgögn 50% • Garðleikföng 50% • Pottaplöntur 20% • Kerti 20% Kertastjakar og luktir 30% • Vasar og styttur 30% • Myndir og speglar 30% • Dúkar og púðar 30% Garðskraut og garðstyttur 50% • Útipottar og gosbrunnar 30% • Silkisumarblóm 50% • Bastvörur 30% Viðarparket 20% • Harðparket 20% • Borðplötur og sólbekkir 20% • Hvítt hilluefni 30% • Flísar 30% og margt fleira... ALLt FrÁ GrunnI Að Góðu HeIMILI SíðAn 1956 hluti af Bygma *Afsláttur gildir eingöngu af útsöluvörum. Gildir ekki af vörum merktum „Lægsta lága verð Húsasmiðjunnar“. Vöruúrval getur verið misjafnt milli verslana Húsasmiðjunnar ÚtSALA ALLt Að 70% AFSLÁtt ur! „Fyrir fimm árum fékk ég þá hugmynd að opna stað sem væri blanda af kaffihúsunum Mokka og Gráa kettinum og myndi opna snemma á morgnana. Þar gæti fólk fengið sér góðan kaffibolla, borðað morgunmat saman og spjallað um málefni hversdagsins. Þar væri samt einnig fjölbreytt starfsemi,“ segir Guðmunda Sig- urðardóttir (Munda), sem ásamt börnum sínum þremur, innréttar kaffi- og afþreyingarhús í gamla Hljómvals-húsnæðinu í Reykja- nesbæ. Mundu fannst menningin í miðbænum vera að grotna niður eftir hrun. „Ég hugsaði: Það þarf einhver að byrja! Það þarf eitt- hvað að gera! Líka fyrir næstu kynslóð.“ Margar hugmyndir verða að veruleika Börn Mundu, þau Selma, Gylfi og Eyþór, þekkja móður sína vel og sýndu hugmyndinni smám saman mikinn áhuga og komu með eigin hugmyndir. „Þetta er eiginlega miklu eldri hugmynd. Þegar ég var í grunnskóla var mamma að láta mig koma heim með krakka sem höfðu lent í einelti. Þá átti helst að taka allan bekkinn heim til að stoppa það,“ segir Selma bros- andi og bætir við að þau vilji vera með fyrirlestra um einelti, nokk- urs konar jafningjafræðslu. „Væri gaman að fá skólana með okkur og fá þá bekkina til okkar á skóla- tíma til að fá fræðslu um einelti og sjálfsstyrkingu.“ Sjálf er Munda MS sjúklingur og langar að vera með fyrirlestur um veikindi og húmor. „Ég hef verið að stúdera sálfræði, hamingjuna og slíkt í mörg ár og fyrir löngu langaði mig að opna nokkurs konar mannbætandi ham- ingjukaffihús þar sem mannlegi þátturinn yrði í öndvegi. Ég starfaði á leikskólanum Vesturbergi og í um tuttugu ár vann ég með gamla fólkinu sem fótaaðgerðafræðingur. Það var erfitt að segja upp starfi mínu en ég var alltaf staðráðin í að hafa barnastarf á kaffihúsinu og einnig yrði gaman að hafa eitthvað fyrir eldri borgara, t.d. lestrarstund og einnig fyrir börnin á laugar- dögum. Foreldrar gætu þá fengið sér kaffisopa á meðan. Í stað þess að sakna vinnustaðanna minna get ég sameinað krafta mína og fengið fólkið hingað til mín,“ segir Munda glöð í bragði. Vill auka verslun í heimabænum Eins og fram hefur komið er mark- hópur kaffihússins stór og undir- búningurinn hefur verið hálfgert þróunarverkefni í að finna eitthvað við hæfi flestra. „Ég hugsaði til baka þegar ég var lítil og Stapafell var hérna, Litla Aðalstöðin, Lindin og Ótrúlega búðin. Um jólin var blússandi stemning og mér finnst leitt að börnin mín missi af slíku í heimabænum. Okkur langar að auka verslun hér heima. Þegar einn byrjar gætu fleiri tekið við,“ segir Munda. Þá séu einnig möguleikar í tengslum við ferðaþjónustuna, s.s. kynningarmyndbönd um Reykjanes fyrir ferðamenn. „Gylfi stefnir á kvikmyndagerð og hefur þekkingu í það. Börnin mín munu taka sér ársleyfi frá námi og verða reynslunni ríkari eftir að hafa komið þessu á koppinn og starfað hér,“ segir Munda og bætir við að rétti tíminn til þess að láta þetta verða að veruleika sé einmitt núna. „Reynslan er komin og þegar þetta hús losnaði kom ekkert annað til greina. Ég keypti neðri hæðina sem er 198 fermetrar og gott rými fyrir ýmsa starfsemi. Við ætlum að byrja rólega og aðlaga okkur að bæjar- búum og leyfa þeim að koma með hugmyndir, enda hafa undirtektir verið góðar og margir kíkja við og eru forvitnir um framkvæmdirnar hér.“ Framtíðin veltur á bæjarbúum Ætlunin er að vera með opið hús á laugardeginum á Ljósanótt. Þá verða allir veggir klárir og mál- verkasýning auk tónlistaratriðis, enda er fjölskyldan mjög tónelsk og ætlar að gefa ungu tónlistarfólki tækifæri á að stíga á stokk innan- dyra í framtíðinni. Jafnvel í sam- starfi við tónlistarskólann. „Einn- ig verða teikningar hér uppi þar sem bæjarbúar og gestir geta séð hvernig þetta kemur til með að líta út. Við verðum með hugmynda- kassa og hvetjum alla til að koma. Vonandi verða svo bæjarbúar dug- legir að nýta staðinn. Framtíð hans veltur á því,“ segir Munda bjartsýn að lokum. -viðtal pósturu olgabjort@vf.is ■■ Móðir og þrjú börn hennar opna kaffihús í gamla Hljómvals-húsinu: RÉTTI TÍMINN ER NÚNA Undirtektir hafa verið góðar og margir kíkja við og eru forvitnir um framkvæmdirnar hér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.