Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.09.2014, Blaðsíða 51

Víkurfréttir - 04.09.2014, Blaðsíða 51
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 4. september 2014 51 „Það er bara skemmtilegt og ég vona að margir fari þarna niður- eftir til þess að fara á skeljarnar. Svo er aldrei að vita nema ég verði sjálfur hengdur þarna upp í staurinn. Ég er ólíkindatól,“ segir Magnús Kjartansson, tónlistar- maður úr Keflavík en ljósastaur hefur verið settur upp við gamla Hljómvals-húsið þar sem fólk mun geta hlustað á brot úr hinu þekkta lagi kappans, Skólaball. Magnús hefur samið fjölda laga og texta í gegnum tíðina. Eitt þeirra er Skólaball sem hljómsveitin Brimkló gerði frægt. Í texta við lagið er minnst á stúlkuna sem hallaði sér upp að ljósastaur og hélt um ennið. „Það vissu einhverjir að ég hafði samið þennan texta og lag því það vantaði lag á plötu sem Brimkló gerði á sínum tíma. Þetta bara lak úr pennanum og varð til. Þarna var ég að rifja upp það sem við kölluðum skólaböll og æsku- lýðsböll um helgar. Þarna vorum við tveir mjög góðir vinir að slást um sömu stúlkuna eins og gerist og gengur. Ég tók þetta mjög alvarlega víst, samkvæmt textanum. Og ekki lýgur minnið þegar maður skrifar svona,“ segir Magnús brosandi. Ekki öll vitleysan eins Ljósastaur hefur verið settur upp við gamla Hljómvals-húsið þar sem fólk mun geta hlustað á brot úr laginu. Magnús hlær. „Nú myndi mamma mín segja: Ja, það er ekki öll vitleysan eins! Þetta er nú svona skemmtileg og glettin hugmynd. Einar Bárðarson spurði mig eitt sinn hvar þessi ljósastaur væri. Ég sagðist segja honum það ef hann lofaði að segja engum frá því. Það er eins og að hann hafi ekki h a l d i ð þ a ð loforð. Hann er náttúrulega menntaður í Ameríku og þar er v in- sælt að taka m y n d i r a f sér við götu- horn og bygg- i n g a r s e m k o m a f r a m í þ e k k t u m textum. Einhvern veginn þann- ig varð þetta til,“ segir Magnús og bætir við að nýi staurinn sé ansi hár og myndarlegur, eins og tíðkaðist þegar hann var ungur. „Þetta var haft svona hátt svo að við gætum ekki stútað perunum strákarnir. Nú á að hengja hátalara þarna upp og fólk getur hlustað á bút úr laginu. Gera þarna rómantískt horn. Það er bara skemmtilegt og ég vona að margir fari þarna niðureftir til þess að fara á skeljarnar. Svo er aldrei að vita nema ég verði sjálfur hengdur þarna upp í staurinn. Ég er ólík- indatól,“ segir Magnús hlæjandi en undanfarin ár hefur hann verið með tónleika með Sönghóp Suður- nesja á fimmtudagskvöldum á Ljósanótt. Þessa Ljósanótt verðum við á miðvikudagskvöldi. Svo hef ég verið að spila með gömlu hljóm- sveitinni minni Júdasi á Ránni á föstudögum. Það hefur verið voða gaman. Allir orðnir sautján aftur í nokkra klukkutíma, sem er voða hollt og ekki síst fyrir okkur,“ segir Magnús Kjartansson tónlistar- maður, sem byrjaði sjálfur 9 ára í drengjalúðrasveit á æskuslóð- unum í Keflavík. Hann kemur úr afar tónelskri fjölskyldu. „Já okkur var haldið að þessu og það kemur svolítið vegna þess mömmu mína vantaði eitt ár upp á að klára píanó- kennararéttindi þegar hún fékk laumufarþega, sem var ég. Það var alltaf til píanó heima og oft mikið fjör í stofunni sem skilaði sér til mín og systkina minna,“ segir Magnús. Prjónaði bleyjubuxurnar á bæjarstjórann Blaðamaður getur ekki sleppt Magnúsi án þess að spyrja hann að- eins út í nýjan bæjarstjóra Reykja- nesbæjar, bróður hans Kjartan Má Kjartansson. „Ég er búinn að þekkja hann síðan hann fæddist. Ég man eftir því þegar ég var að hjálpa mömmu. Þá prjónaði ég bleyjubuxurnar á hann. Ég veit alveg hvaða mann hann hefur að geyma. Ég vil miklu frekar óska íbúum Reykjanesbæjar til ham- ingju með hann heldur en honum til hamingju með starfið. Það er alveg ljóst að taka þarf á málum og það þarf einhvern veginn að koma öllu á réttan kjöl. Og ég treysti honum til að gera það. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að sveitar- félögum sé hollast að vera með menn sem eru tengdir taugakerfi sveitarfélagsins alveg langt ofan í jörðina. Hér slær hjarta Kjartans og hann er sannur Suðurnesjamaður í gegn. Við bræður hans höfum flutt í burtu um allar trissur. Það hefur aldrei komið til greina hjá honum. Ég vona að þetta fari allt vel. Hann er hraustur,“ segir Magnús að lokum. -viðtal pósturu olgabjort@vf.is ■■ Skólaball Magnúsar Kjartanssonar ómar úr ljósastaur á þekktasta götuhorni Keflavíkur: Vinirnir slógust um sömu stúlkuna Ég vil miklu frekar óska íbúum Reykja- nesbæjar til hamingju með hann heldur en honum til hamingju með starfið Ljósanæturlög Reykjanesbæjar voru valin frá árunum 2002 til 2008. Þátttaka var mjög góð fyrstu árin og sendum tugir lagahöfunda inn lög í keppnina. Keppninni var jafnan gert hátt undir höfði og var m.a. sýnt beint frá keppninni á Skjá Einum þegar lag Njarðvíkingsins Ásmund ar Val geirs son ar, Vel kom in á Ljós anótt, sigraði í keppn inni árið 2002. Það lag hefur lifað ansi vel og lengi en það er alltaf sungið af grunnskólanemum Reykjanesbæjar þegar blöðrunum er sleppt við setningu Ljós- anætur. Árið 2007 varð Ljósanæturlagið afar umdeilt. Kom það til vegna þess að lagið, sem heitir Ó, Keflavík, þótti hefja eitt hverfi Reykjanesbæjar upp til skýjanna. Það þótti gagnrýnivert að hin sveitafélögin sem mynda Reykjanesbæ komu hvergi við sögu í textanum. „Ég gef persónulega lítið út á þetta þótt ég skilji gagnrýnina á vissan hátt. Menn verða að taka þessu með víðsýni. Ég þekki ekki Reykjanesbæ enda er ég fæddur og uppalinn í Keflavík. Þetta lag er samið frá hjartanu og útkoman er svona," sagði Jóhann Helgason höfundur lagsins á sínum tíma. „Ljósanóttin verður nú vonandi haldin í einhverja áratugi í viðbót. Það kæmi mér ekki á óvart þótt Njarðvíkingar á borð við Magga Sigmunds og Jóa G. myndu semja óð til Njarðvíkur á næsta ári," bætti hann við. Sungið um Ljósanótt - Ljósanæturlögin í gegnum árin 2002 1. Velkomin á ljósanótt. Höfundur: Ásmundur Valgeirsson. Flytjandi: Einar Ágúst 2. Á Suðurnesjum. Höfundur: Jóhann G. Jóhannsson. Flytjandi: Einar Ágúst 3. Ljósanótt. Höfundur: Halldór Guðjónsson. Flytjandi: Margrét Eir 2003 1. Ljóssins Englar: Lag: Magnús Kjartansson Texti: Kristján Hreinsson 2. Bæði úti og inni: Lag: Valgeir Guðjónsson. Flytjandi: Friðrik Ómar Hjörleifsson 2004 1. Þessa einu nótt. Höfundur: Védís Hervör Árnadóttir. Flytjandi: Védís Hervör 2. María. Höfundur: Magnús Kjartansson. Flytjandi: Helgi Björnsson 3. Mín Ást. Höfundur: Elvar Gottskálksson. Flytjandi: Regína Ósk 2005 1. Haustnótt við Keflavík. Höfundur: Halldór Guðjónsson Flytjandi: Davíð Smári 2. Í alla nótt. Höfundur: Elvar Gottskálksson. Flytjandi: Guðbjörg Magnúsdóttir 3. Gemmér. Höfundur: Hallór Guðjónsson Flytjandi: Íris Kristjánsdóttir 2006 1. Ástfanginn. Höfundur: Védís Hervör Árnadóttir. Flytjandi: Regína Ósk 2. Bergnuminn. Höfundur: Arnór Vilbergsson. Flytjandi: Jóhannes Eiðsson 2007 1. Ó Keflavík. Höfundur: Jóhann Helgason. Flytjendur: Jóhann Helgason og Rúnar Júlíusson 2008 1. Í faðmi Ljósanætur. Höfundur: Halldór Guðjónsson. Flytjandi: Sjonni Brink 2. Rokk og ról. Höfundar: Ellert H. Jóhannsson og Sigurpáll Aðalsteinsson 3. Ég sá ljós. Höfundar: Hermann Ingi og Jónas Hermannsson Ásmundur Valgeirsson sigraði fyrstu keppnina um Ljósanætur- lagið árið 2002.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.