Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.09.2014, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 11.09.2014, Blaðsíða 4
fimmtudagurinn 11. september 2014 • VÍKURFRÉTTIR4 -fréttir pósturu vf@vf.is Skólamatur ehf. óskar eftir að ráða aðstoðarmann í eldhús, við framleiðslu á sérfæði. Um er að ræða aðstoð við undirbúning, matreiðslu og skipulagningu í sérfæðisdeild Skólamatar. Menntun og reynsla af matreiðslu er kostur en áhugi á matargerð er nauðsynlegur. Umsóknir og fyrirspurnir sendist á fanny@skolamatur.is Starf í eldhúSi Hollt, gott og heimilislegt Sími 420 2500 I skolamatur@skolamatur.is skolamatur.is Félagsmenn Eflingar, Hlífar og VSFK Tökum vel á móti Gallup Þátttakendur lenda strax í happdrættispotti Efling, Hlíf og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur Umhverfis- og auðlindaráð-herra, Sigurður Ingi Jó- hannsson, veitti landgræðslu- verðlaunin 2014 við hátíðlega athöfn fyrir helgi. Verðlaunin eru veitt árlega einstaklingum, félagasamtökum og skólum sem unnið hafa að landgræðslu og landbótum. Með þessari viður- kenningu vill Landgræðslan vekja athygli þjóðarinnar á fórnfúsu starfi fjölda þjóðfélagsþegna að landgræðslumálum og jafnframt hvetja aðra til dáða. Eftirtaldir hlutu landgræðslu- verðlaunin að þessu sinni: Eiríkur Jónsson í Gýgjarhólskoti, Þor- finnur Þórarinsson, Spóastöðum og Stóru-Vogaskóli í Vogum. Verðlaunagripirnir, Fjöregg Land- græðslunnar, eru unnir af Eik-list- iðju, Miðhúsum á Fljótsdalshéraði. Stóru-Vogaskóli Stóru-Vogaskóli í Vogum er vel í sveit settur til umhverfiskennslu. Við húsvegginn er fjara og tjörn sem henta vel til slíkrar fræðslu. Í nágrenni skólans er mólendi, sums staðar með jarðvegssárum sem þörf er á að græða upp. Nemendur og kennarar hafa sinnt uppgræðslu nær samfellt í þrjá áratugi. Á vorin er einum kennsludegi varið til upp- græðslunnar. Þá er grasfræi sáð, áburði dreift og trjáplöntur gróður- settar. Áhugasamir einstaklingar hafa drifið þetta starf áfram. Stóru-Vogaskóli er þátttakandi í Grænfánaverkefni Landverndar. Umhverfisnefnd starfar við skól- ann, skipuð nemendum í 5.-10. bekk ásamt nokkrum kennurum og starfsmönnum. Í umhverfisstefnu skólans segir m.a.: ,,Við græðum upp land og ræktum skóg". „Nem- endur í 1 – 4. bekk Stóru–Voga- skóla vinna við landgræðslu einn dag í lok skólaársins. Á sama tíma vinna 5.-7. bekkur að gróðursetn- ingu trjáplantna frá Yrkju.“ Skólinn vill vera til fyrirmyndar í umhverfismálum. Rusl er flokkað, leitast er við að spara orku, bæta nýtingu matvæla og á vorin fara allir út og hreinsa rusl í þéttbýlinu í Vogum. Svava Bogadóttir, skólastjóri, veitti verðlaununum viðtöku fyrir hönd skólans. Stóru-Vogaskóli fékk landgræðsluverðlaun Á myndinni eru f.v. Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráð- herra, Eiríkur Jónsson, Þorfinnur Þórarinsson, Svava Bogadóttir og Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri. www.vf.is 83% LESTUR + TIL SÖLU Veitingarstaðurinn Mamma Mía í Grindavík. Einstakt tækifæri og góðir tekjumöguleikar. Rekstur og húsnæði til sölu.  Frekari upplýsingar á mammamia@mammamia.is Mokuðu upp makríl fram á síðustu stundu Mikið er af makríl með ströndinni allt frá Garði og a.m.k. inn undir Voga. Sjá má sjóinn krauma þar sem makríllinn veður í yfirborðinu. Veiðar smá- báta á makríl voru hins vegar stöðvaðar frá og með síðasta föstudegi. Fram að því mátti sjá mikinn fjölda báta að veiðum alveg upp við landsteinana. Bátarnir komu svo fullir af fiski í land á kvöldin og makríllinn skapaði mikla vinnu í fiskvinnslunni hér suður með sjó. Þing- flokkur Samfylkingarinnar skorar á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Sigurð Inga Jóhannsson, að endurskoða ákvörðun sína um að stöðva makríl- veiðar smábáta sem tók gildi nú í byrjun september. Leyfa á smábátasjómönnum að veiða makríl áfram. Mörg dæmi eru um að þeir hafi nýlega farið út í fjárfestingar vegna veiðanna og kemur þessi ákvörðun þeim hópi sérstaklega illa. Þá er rétt að hafa í huga að aflaverðmæti makríls sem veiddur er á þessum tíma af smábátum er með því hæsta sem gerist. Engin rök hafa verið sett fram fyrir því að fallið verði frá þeirri ákvörðun að stöðva veiðarnar, segir í ályktuninni. Frá makrílveiðum á Stakksfirði sl. fimmtudag.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.